Nýta undanþágu til að fá Jason Daða til Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 17:16 Jason Daði í leik gegn Gent í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Enska D-deildarliðið Grimsby Town nýtir sér undanþágu til að sækja hægri vængmanninn Jason Daða Svanþórsson. Það stefnir í að Mosfellingurinn verði leikmaður félagsins fyrr en seinna. Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Fyrir skemmstu var óvænt greint frá því að Grimsby sé að reyna festa kaup á hinum 24 ára gamla Jasoni Daða. Samningur hans við Breiðablik rennur út í október síðar á þessu ári og því þarf Grimsby að kaupa leikmanninn af Blikum. Það er ekki á hverjum degi sem ensk D-deildarlið horfa til Íslands en síðan England ákvað að fara úr Evrópusambandinu hafa leikmenn sem ganga í raðir enskra félaga að uppfylla allskyns skilyrði til að fá atvinnuleyfi. Hvert lið í D-deildinni má hins vegar sækja um undanþágu fyrir tvo leikmenn og Grimsby ætlar að nýta sér téða undanþágu til að fá Jason Daða í sínar raðir. Þetta staðfesti Bjarki Már Ólafsson, umboðsmaður Mosfellingsins, í samtali við Fótbolti.net fyrr í dag. „Þegar leikmaður er fenginn inn með undantekningunni gefur það auga leið hvað félagið er að leggja á sig til að fá leikmanninn,“ sagði Bjarki Már og bætti við það væri ekki algengt að lið í D-deildinni nýttu sér undanþáguna þar sem „því fylgir ákveðið ferli.“ Þá var Bjarki Már spurður út í hvernig það stæði á því að lið í ensku D-deildinni væri að skoða mann úr Bestu deildinni. „Fyrst og fremst frábær spilamennska hans … Það eru komnir inn mjög sterkir aðilar í félagið sem vinna á mjög skilvirkan og klókan hátt á leikmannamarkaðnum,“ bætti Bjarki Már við. Jason Daði gekk í raðir Breiðabliks frá Aftureldingu árið 2021. Hann hefur spilað 127 leiki fyrir félagið, skorað 38 mörk og gefið 26 stoðsendingar samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. Þá hefur Jason Daði spilað fimm A-landsleiki.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira