Bjarni vill fjölga meðmælendum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. júní 2024 07:30 Bjarni hefur boðað formenn flokka á fund í dag vegna stjórnarskrárbreytinga Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15