Real Madríd staðfestir komu Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 18:10 Genginn í raðir Real Madríd. Ralf Ibing/Getty Images Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur skrifað undir fimm ára samning við Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd. Félagið greindi frá þessu í dag. Segja má að um verst geymda leyndarmál fótboltans sé að ræða. Um leið og það var staðfest að hinn 25 ára gamli Mbappé yrði ekki áfram á mála hjá París Saint-German var næsta öruggt að hann myndi ganga í raðir Real Madríd. Mbappé var næstum búinn að semja við Real fyrir ári síðan en framlengdi á endanum í París til eins árs. Sá samningur rennur út þann 30. júní næstkomandi og nú hefur Real staðfest komu franska framherjans. Þar sem Mbappé er að verða samningslaus kemur hann á frjálsri sölu. Yfirlýsing Real gæti varla verið litlausari en þar segir í tæpum tuttugu orðum eða svo að Mbappé sé að ganga í raðir félagsins og skrifi undir fimm ára samning. Comunicado oficial: Mbappé.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 3, 2024 Mbappé er 25 ára gamall framherji sem á að baki 77 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti stóran þátt í því þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018 í Rússlandi. Hann hefur spilað fyrir Monaco og PSG á ferlinum. Þar hefur hann raðað inn mörkum en alls hefur hann skorað 288 mörk og gefið 126 stoðsendingar í 373 leikjum fyrir félögin tvö. Nú vonast forráðamenn Real til að Frakkinn haldi góðu gengi sínu áfram í Madríd. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04 Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27 Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Segja má að um verst geymda leyndarmál fótboltans sé að ræða. Um leið og það var staðfest að hinn 25 ára gamli Mbappé yrði ekki áfram á mála hjá París Saint-German var næsta öruggt að hann myndi ganga í raðir Real Madríd. Mbappé var næstum búinn að semja við Real fyrir ári síðan en framlengdi á endanum í París til eins árs. Sá samningur rennur út þann 30. júní næstkomandi og nú hefur Real staðfest komu franska framherjans. Þar sem Mbappé er að verða samningslaus kemur hann á frjálsri sölu. Yfirlýsing Real gæti varla verið litlausari en þar segir í tæpum tuttugu orðum eða svo að Mbappé sé að ganga í raðir félagsins og skrifi undir fimm ára samning. Comunicado oficial: Mbappé.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 3, 2024 Mbappé er 25 ára gamall framherji sem á að baki 77 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti stóran þátt í því þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018 í Rússlandi. Hann hefur spilað fyrir Monaco og PSG á ferlinum. Þar hefur hann raðað inn mörkum en alls hefur hann skorað 288 mörk og gefið 126 stoðsendingar í 373 leikjum fyrir félögin tvö. Nú vonast forráðamenn Real til að Frakkinn haldi góðu gengi sínu áfram í Madríd.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04 Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27 Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04
Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27
Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00