Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2024 09:26 Konurnar þrjár sem flogið var til Frankfurt í nótt. Þær eru allar frá Nígeríu og verður flogið þangað í dag. Myndin er tekin fyrir tæpu árið síðan þegar konurnar höfðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og höfðu að 30 dögum liðnum misst rétt til þjónustu og búsetu samkvæmt, þá nýbreyttum, útlendingalögum Vísir/Vilhelm Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þetta kemur fram í svari frá embætti ríkislögreglustjóra um brottvísun þriggja nígerískra kvenna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga. Fram kemur í svarinu að flogið hafi verið með fólkið til Frankfurt í Þýskalandi þar sem þau sameinuðust stærri aðgerð Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, sem nú er á leið til Nígeríu. Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Vildu ekki fresta af heilsufarsástæðum Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing Uzoma Newton er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar, Helgi Þorsteinsson Silva, óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Nígería Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá embætti ríkislögreglustjóra um brottvísun þriggja nígerískra kvenna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga. Fram kemur í svarinu að flogið hafi verið með fólkið til Frankfurt í Þýskalandi þar sem þau sameinuðust stærri aðgerð Frontex, Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, sem nú er á leið til Nígeríu. Konurnar þrjár sem flogið var með í gær heita Ester, Mary og Blessing og höfðu verið á landinu í um fjögur til sex ár. Allar höfðu þær greint frá því að vera þolendur mansals. Ekki er vitað hver karlmaðurinn var sem var með þeim í för. Vildu ekki fresta af heilsufarsástæðum Fjallað hefur verið ítarlega um málið síðustu daga en Blessing Uzoma Newton er með æxli í kviðarholi og hafði lögmaður hennar, Helgi Þorsteinsson Silva, óskað eftir frestun brottvísunar af heilsufarsástæðum. Útlendingastofnun varð ekki við þeirri beiðni í gær og fór brottvísun fram þegar gæsluvarðhaldsúrskurður kvennanna þriggja rann út í gær. Brottvísun þeirra var mótmælt á Keflavíkurflugvelli í gær. Þar komu saman um fimmtán til tuttugu manns frá samtökunum No Borders. Ragnheiður Freyja Kristínardóttir var á mótmælunum og sagði við fréttastofu í gær að þótt svo að þau myndu ekki stöðva brottvísun vildu þau ekki að hún færi fram í þögn.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Nígería Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55
„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24