„Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 11:30 Sigurður Pétursson fagnar sigri Keflavíkur í gær en hann var besti maður vallarins enda frábær bæði sókn og vörn. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Pétursson átti frábæran leik í gær þegar Keflavíkurliðið þurfti svo mikið á honum að halda. Keflavík tryggði sér oddaleik með 89-82 sigri á Grindavík. Sigurður ræddi meðal annars samfélagsmiðlafærslu og rauðrófusafa í viðtalinu eftir leikinn. Subway Körfuboltakvöld valdi Sigurð PlayAir leiksins fyrir framgöngu sína. Hann endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Sigurður hitti úr 66 prósent skota sinna (10 af 15) og þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. „PlayAir leiksins að okkar mati var algjörlega stórkostlegur. Sigurður Pétursson. Þú ert að koma hingað í annað sinn í settið en þessi frammistaða hjá þér í kvöld. Fannstu það fyrir leikinn: Ég verð að stíga upp,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Já, þeir er búnir að vera að segja þetta við mig, Maggi aðstoðarþjálfari (Magnús Þór Gunnarsson) og Jaka (Brodnik). Það gengur ekki að ég sé að skora fjögur stig í leik þegar ég á að koma í staðinn fyrir Remy (Martin),“ sagði Sigurður. „Ég var aðallega að pæla í því að það kom ekki til greina að fara að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður. Hann sagði líka frá því að færsla leikmanns Grindavíkur á samfélagsmiðlum hafi kveikt í Keflavíkurliðinu. Instagram færsla Julio „Þeir eru kannski búnir að setja pressu á sig sjálfir. Julio (De Asisse) setti á Instagram story að þeir væru komnir í Finals eða setti mynd af Kobe Bryant í Finals. Ég sá þetta, setti þetta inn í okkar hóp og við vorum ekki að fara að tapa á móti þessu liði,“ sagði Sigurður. „Þetta virkaði alla vega núna fyrir okkur. Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt fyrir næsta leik,“ sagði Sigurður. Ég var líka orðinn smá stressaður „Þetta var orðið dálítið tæpt undir lokin en við erum með góða ‚closera' eins og Jaka og Igor (Maric). Ískaldir og setja niður þrista. Ég var líka orðinn smá stressaður,“ sagði Sigurður um lokakaflann þegar Grindavíkingar komu til baka. Remy Martin hefur ekkert spilað með Keflavíkurliðinu síðan í leik eitt en er Keflavíkurliðið búið að finna réttu leiðina til að spila án hans? Betra varnarlið án Remy „Það voru alls konar gæjar að stíga upp fyrir Remy sem var aðalskorarinn okkar. Án hans þá erum við stærri varnarlega og spilum betri vörn. Við lítum bara á björtu hliðarnar,“ sagði Sigurður. Sigurður var á fullu allan leikinn en er hann ekki þreyttur eftir svona leik? „Jú, ég er með svona létta heilaþoku núna en ég las mér til fyrir leikinn og prófaði að drekka rauðrófusafa. Ég vil meina það að hann hafi gefið mér aukakraft undir lokin,“ sagði Sigurður. „Kristinn Marinósson, gamall liðsfélagi minn, drakk alltaf eina rauðrófusafaflösku á hverjum degi. Ég stal þessu frá honum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Sigurður Pétursson Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld valdi Sigurð PlayAir leiksins fyrir framgöngu sína. Hann endaði leikinn með 24 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Sigurður hitti úr 66 prósent skota sinna (10 af 15) og þar af fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. „PlayAir leiksins að okkar mati var algjörlega stórkostlegur. Sigurður Pétursson. Þú ert að koma hingað í annað sinn í settið en þessi frammistaða hjá þér í kvöld. Fannstu það fyrir leikinn: Ég verð að stíga upp,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Já, þeir er búnir að vera að segja þetta við mig, Maggi aðstoðarþjálfari (Magnús Þór Gunnarsson) og Jaka (Brodnik). Það gengur ekki að ég sé að skora fjögur stig í leik þegar ég á að koma í staðinn fyrir Remy (Martin),“ sagði Sigurður. „Ég var aðallega að pæla í því að það kom ekki til greina að fara að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður. Hann sagði líka frá því að færsla leikmanns Grindavíkur á samfélagsmiðlum hafi kveikt í Keflavíkurliðinu. Instagram færsla Julio „Þeir eru kannski búnir að setja pressu á sig sjálfir. Julio (De Asisse) setti á Instagram story að þeir væru komnir í Finals eða setti mynd af Kobe Bryant í Finals. Ég sá þetta, setti þetta inn í okkar hóp og við vorum ekki að fara að tapa á móti þessu liði,“ sagði Sigurður. „Þetta virkaði alla vega núna fyrir okkur. Vonandi gerir hann aftur eitthvað svona heimskulegt fyrir næsta leik,“ sagði Sigurður. Ég var líka orðinn smá stressaður „Þetta var orðið dálítið tæpt undir lokin en við erum með góða ‚closera' eins og Jaka og Igor (Maric). Ískaldir og setja niður þrista. Ég var líka orðinn smá stressaður,“ sagði Sigurður um lokakaflann þegar Grindavíkingar komu til baka. Remy Martin hefur ekkert spilað með Keflavíkurliðinu síðan í leik eitt en er Keflavíkurliðið búið að finna réttu leiðina til að spila án hans? Betra varnarlið án Remy „Það voru alls konar gæjar að stíga upp fyrir Remy sem var aðalskorarinn okkar. Án hans þá erum við stærri varnarlega og spilum betri vörn. Við lítum bara á björtu hliðarnar,“ sagði Sigurður. Sigurður var á fullu allan leikinn en er hann ekki þreyttur eftir svona leik? „Jú, ég er með svona létta heilaþoku núna en ég las mér til fyrir leikinn og prófaði að drekka rauðrófusafa. Ég vil meina það að hann hafi gefið mér aukakraft undir lokin,“ sagði Sigurður. „Kristinn Marinósson, gamall liðsfélagi minn, drakk alltaf eina rauðrófusafaflösku á hverjum degi. Ég stal þessu frá honum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Sigurður Pétursson
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira