„Það er mikið og margt að í þessu máli“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2024 22:00 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari liðs Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson var afar ánægður með sitt lið eftir sigur Grindavíkur á Tindastóli í kvöld. Hann vildi lítið tjá sig um yfirvofandi leikbann DeAndre Kane en sagði mikið og margt að í málinu. „Alveg eins. Stólarnir eru engir frauðplastkassar en við vorum hörkugóðir. Við vorum kannski svolítið stirðir í byrjun en þegar við fundum taktir þá vorum við bara mjög góðir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvort hann hefði átt von á svona stórum sigri í kvöld. „Þegar við erum góðir varnarlega og náum stoppum þá náum við hraðaupphlaupum í bakið á þeim. Við gerðum það mjög vel. Annar leikhlutinn og fyrstu fimm í seinni þá vorum við geggjaðir, rosalega góðir. Það glitti mjög vel í það sem við höfum verið að sýna eftir áramótin.“ Jóhann Þór gefur ljósmyndara Vísis auga í leiknum í Smáranum í kvöld.Vísir/Vilhelm „Þetta var flott frammistaða á báðum endum og ég er bara stoltur af liðinu.“ Grindavík mætir Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki á mánudag en umgjörðin þar síðustu tímabilin hefur verið frábær í úrslitakeppninni. „Ég hlakka bara til að fara norður. Ég er búinn að sitja í sófanum undanfarin tvö ár og fylgjast með þessu og mig langar að upplifa þetta. Ég hlakka bara til og vona að strákarnir séu sama sinnis.“ Í dag birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá að DeAndre Kane, lykilmaður Grindavíkur, ætti yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni. Málið er allt hið furðulegasta og meðal annars sendi KKÍ Grindavík tilkynningu um kæruna á rangt netfang og málið tafist vegna þess. „Ég vil ekki vera að tjá mig um þetta, það er ekki búið að dæma í þessu. Ég get sagt margt. Það er mikið og margt að í þessu máli. Það kemur bara yfirlýsing frá körfuknattleiksdeildinni.“ DeAndre Kane gæti verið á leið í bann.Vísir/Vilhelm „Ég er bara með geggjaða sjálfboðaliða sem sjá um þessi mál. Mitt starf er að stýra þessu liði og reyna að vinna körfuboltaleiki. Ég ætla bara að einbeita mér að því. Auðvitað hefur þetta truflað undirbúning helling en við sjáum bara hvað verður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
„Alveg eins. Stólarnir eru engir frauðplastkassar en við vorum hörkugóðir. Við vorum kannski svolítið stirðir í byrjun en þegar við fundum taktir þá vorum við bara mjög góðir,“ sagði Jóhann Þór aðspurður hvort hann hefði átt von á svona stórum sigri í kvöld. „Þegar við erum góðir varnarlega og náum stoppum þá náum við hraðaupphlaupum í bakið á þeim. Við gerðum það mjög vel. Annar leikhlutinn og fyrstu fimm í seinni þá vorum við geggjaðir, rosalega góðir. Það glitti mjög vel í það sem við höfum verið að sýna eftir áramótin.“ Jóhann Þór gefur ljósmyndara Vísis auga í leiknum í Smáranum í kvöld.Vísir/Vilhelm „Þetta var flott frammistaða á báðum endum og ég er bara stoltur af liðinu.“ Grindavík mætir Tindastóli í Síkinu á Sauðárkróki á mánudag en umgjörðin þar síðustu tímabilin hefur verið frábær í úrslitakeppninni. „Ég hlakka bara til að fara norður. Ég er búinn að sitja í sófanum undanfarin tvö ár og fylgjast með þessu og mig langar að upplifa þetta. Ég hlakka bara til og vona að strákarnir séu sama sinnis.“ Í dag birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá að DeAndre Kane, lykilmaður Grindavíkur, ætti yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna atviks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í deildakeppninni. Málið er allt hið furðulegasta og meðal annars sendi KKÍ Grindavík tilkynningu um kæruna á rangt netfang og málið tafist vegna þess. „Ég vil ekki vera að tjá mig um þetta, það er ekki búið að dæma í þessu. Ég get sagt margt. Það er mikið og margt að í þessu máli. Það kemur bara yfirlýsing frá körfuknattleiksdeildinni.“ DeAndre Kane gæti verið á leið í bann.Vísir/Vilhelm „Ég er bara með geggjaða sjálfboðaliða sem sjá um þessi mál. Mitt starf er að stýra þessu liði og reyna að vinna körfuboltaleiki. Ég ætla bara að einbeita mér að því. Auðvitað hefur þetta truflað undirbúning helling en við sjáum bara hvað verður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. 11. apríl 2024 14:20
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu