Byggja þurfi upp örugga framtíð fyrir börnin í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 10. apríl 2024 13:49 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var í opinberri heimsókn í Grindavík í morgun, í tilefni af afmæli bæjarins. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnt að leita allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík geti snúið þangað aftur og litið glaðan dag. Grindvíkingar kunni vel að meta samhuginn sem þjóðin hefur sýnt undanfarna mánuði. Guðni var einn gesta á afmælishátíð Grindavíkur, sem fangar í dag hálfrar aldar afmæli kaupstaðarréttinda. Hann segist ekki geta lagt mat á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síðan jarðhræringar hófust í Grindavík á síðasta ári en að Grindvíkingar og þjóðin öll hafi sýnt mikinn kjark. „Við höfum sýnt þann kjark, við Íslendingar og fremstir allra í þeim flokki Grindvíkingar sjálfir. [Þeir] hafa sýnt æðruleysi, þrauseigju, þolgæði. Auðvitað hefur gripið um sig kvíði, angist, gremja, reiði. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til núna felast í því að við höfum þessa hárréttu blöndu af raunsæi og hugrekki sem fleytir okkur áfram og við gefumst ekki upp, leitum allra leiða,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Íslendingar sýnt hlýju og samkennd Það þurfi að gera til að tryggja fólkið í Grindavík og til að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta þeirra lífsgæða sem byggð hafa verið upp þar í bæ hörðum höndum. „Það var frábært að vera hérna, það getur verið frábært að vera hérna aftur. Það er skylda okkar allra í þessu landi að þau geti notið lífsgæða á pari við önnur ungmenn í þessu landi. Hvernig gerum við það? Vonandi snúa þau hingað sem það vilja og búa aftur í blómlegum bæ hér í Grindavík,“ segir Guðni. Hvernig finnst þér hafa gengið hingað til með aðgerðir til handa Grindvíkingum? „Ég held að ef þú myndir spyrja Grindvíkinga sjálfa þá upp til hópa tel ég að fólk telji að það hafi verið þokkalega að verki staðið. Auðvitað má alltaf gera betur, auðvitað er fólk í ömurlegri stöðu og auðvitað verðum við alltaf að vera fús til að leita nýrra leiða ef nýrra leiða er þörf,“ segir Guðni. „En það sem ég finn þó hér er það að Grindvíkingar kunna að meta þann samhug og þá hlýju og samkennd sem við Íslendingar höfum sýnt. Eina nótt í nóvember í fyrra þurfti heilt bæjarfélag að hverfa á braut, íbúar í heilu bæjarfélagi urðu á svipstundu flóttafólk í eigin landi. Þetta tókumst við á við, þarna sýndum við svo sannarlega hvað í okkur býr og það höfum við gert áfram. Hér höfum við haft fólk sem hefur reist varnargarða, við höfum haft fólk sem hefu lagað vatnsleiðslur sem hafa brostið, við höfum haft fólk sem hefur lagt vegi yfir nýrunnið hraun. “ Lýjandi en spennandi að vera í kosningabaráttu Guðni lætur brátt af störfum sem forseti lýðveldisins en gengið verður til forsetakosninga 1. júní næstkomandi. Guðni óskar öllum frambjóðendum velfarnaðar á komandi vikum. Þegar þú lítur til baka, var þetta spennandi tímabil fyrir þig? „Já, það var það og lýjandi en svo þegar lokamarkinu var náð fann ég og hef fundið æ síðan hversu einstakur heiður er að gegna þessu embætti. Þegar að því kemur að ég líti um öxl verð ég fyrst og fremst fullur þakklætis, þakklætis í garð landsmanna, þakklætis í garð þessarar yndislegu þjóðar sem er svo sérstök að mörgu leyti,“ segir Guðni. Það sem mestu máli skipti sé að gera betur í dag en í gær. Það sé honum efst í huga, sérstaklega í Grindavík. „Ég hef farið á svo mög íþróttamót með krökkunum hérna, farið á svo marga viðburði. Þau hafa verið svo flott og það særir mig svo mikið, ef ég sé fram á það að þau muni ekki geta áfram notið þessara lífsgæða. ÞEss vegna finnst mér svo brýnt að við leitum allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík, ungmennin hér, fái litið glaðan dag eins og þau eru reynda rað gera núna. Við þurfum bara að hjálpa þeim.“ Grindavík Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Guðni var einn gesta á afmælishátíð Grindavíkur, sem fangar í dag hálfrar aldar afmæli kaupstaðarréttinda. Hann segist ekki geta lagt mat á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síðan jarðhræringar hófust í Grindavík á síðasta ári en að Grindvíkingar og þjóðin öll hafi sýnt mikinn kjark. „Við höfum sýnt þann kjark, við Íslendingar og fremstir allra í þeim flokki Grindvíkingar sjálfir. [Þeir] hafa sýnt æðruleysi, þrauseigju, þolgæði. Auðvitað hefur gripið um sig kvíði, angist, gremja, reiði. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til núna felast í því að við höfum þessa hárréttu blöndu af raunsæi og hugrekki sem fleytir okkur áfram og við gefumst ekki upp, leitum allra leiða,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Íslendingar sýnt hlýju og samkennd Það þurfi að gera til að tryggja fólkið í Grindavík og til að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta þeirra lífsgæða sem byggð hafa verið upp þar í bæ hörðum höndum. „Það var frábært að vera hérna, það getur verið frábært að vera hérna aftur. Það er skylda okkar allra í þessu landi að þau geti notið lífsgæða á pari við önnur ungmenn í þessu landi. Hvernig gerum við það? Vonandi snúa þau hingað sem það vilja og búa aftur í blómlegum bæ hér í Grindavík,“ segir Guðni. Hvernig finnst þér hafa gengið hingað til með aðgerðir til handa Grindvíkingum? „Ég held að ef þú myndir spyrja Grindvíkinga sjálfa þá upp til hópa tel ég að fólk telji að það hafi verið þokkalega að verki staðið. Auðvitað má alltaf gera betur, auðvitað er fólk í ömurlegri stöðu og auðvitað verðum við alltaf að vera fús til að leita nýrra leiða ef nýrra leiða er þörf,“ segir Guðni. „En það sem ég finn þó hér er það að Grindvíkingar kunna að meta þann samhug og þá hlýju og samkennd sem við Íslendingar höfum sýnt. Eina nótt í nóvember í fyrra þurfti heilt bæjarfélag að hverfa á braut, íbúar í heilu bæjarfélagi urðu á svipstundu flóttafólk í eigin landi. Þetta tókumst við á við, þarna sýndum við svo sannarlega hvað í okkur býr og það höfum við gert áfram. Hér höfum við haft fólk sem hefur reist varnargarða, við höfum haft fólk sem hefu lagað vatnsleiðslur sem hafa brostið, við höfum haft fólk sem hefur lagt vegi yfir nýrunnið hraun. “ Lýjandi en spennandi að vera í kosningabaráttu Guðni lætur brátt af störfum sem forseti lýðveldisins en gengið verður til forsetakosninga 1. júní næstkomandi. Guðni óskar öllum frambjóðendum velfarnaðar á komandi vikum. Þegar þú lítur til baka, var þetta spennandi tímabil fyrir þig? „Já, það var það og lýjandi en svo þegar lokamarkinu var náð fann ég og hef fundið æ síðan hversu einstakur heiður er að gegna þessu embætti. Þegar að því kemur að ég líti um öxl verð ég fyrst og fremst fullur þakklætis, þakklætis í garð landsmanna, þakklætis í garð þessarar yndislegu þjóðar sem er svo sérstök að mörgu leyti,“ segir Guðni. Það sem mestu máli skipti sé að gera betur í dag en í gær. Það sé honum efst í huga, sérstaklega í Grindavík. „Ég hef farið á svo mög íþróttamót með krökkunum hérna, farið á svo marga viðburði. Þau hafa verið svo flott og það særir mig svo mikið, ef ég sé fram á það að þau muni ekki geta áfram notið þessara lífsgæða. ÞEss vegna finnst mér svo brýnt að við leitum allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík, ungmennin hér, fái litið glaðan dag eins og þau eru reynda rað gera núna. Við þurfum bara að hjálpa þeim.“
Grindavík Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira