Teitur til varnar Milka: Hefur pakkað mönnum saman en ekki fengið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Dominykas Milka þarf að spila vel ef Njarðvíkingar ætla að komast langt í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Anton Brink Dominykas Milka náði ekki að verða Íslandsmeistari með Keflavík en nú reynir hann að vinna titilinn með Njarðvíkurliðinu. Milka byrjar gegn liði sem hefur lítið ráðið við litháenska miðherjann í vetur. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu mætast lið sem þekkja það vel að spila undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Njarðvík og Þór enduðu jöfn að stigum eftir deildarkeppnina en Njarðvíkingar voru ofar á betri árangri í innbyrðis leikjum og verða því með heimavallarréttinn í einvígi liðanna. Búnir að vera geggjaðir á móti þeim „Njarðvíkingar eru bara búnir að vera geggjaðir á móti Þórsurum í vetur,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Báða leikina hafa þeir unnið nokkuð sannfærandi. Verið betra liðið. Seinni leikurinn var aðeins meira spennandi en Njarðvík var samt heilt yfir með leikinn. Þeir eru bara búnir að vera frábærir á móti þeim í vetur,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Njarðvíkur og Þórs „Hver er ástæðan fyrir þessu,“ spurði Stefán Árni. „Seinni leikurinn inn í Þorlákshöfn var mjög skrítinn. Rosalega opinn, fram og til baka. Njarðvík spilaði mjög vel í þeim leik. Ég held að þeir hafi skorað einhver þrjátíu stig úr hraðaupphlaupum í leiknum,“ sagði Teitur. „Ég man að Lalli (Lárus Jónsson, þjálfari Þórs) var virkilega ósáttur með þann leik. Þeir voru ekki líkir sér,“ sagði Teitur. Þetta verður rosalegt einvígi „Þetta verður rosalegt einvígi,“ sagði Teitur. „Fyrir mér er þetta hvernig ætlar Þór að stoppa (Dominykas) Milka og Chaz (Williams). Í báðum leikjunum í vetur eru þeir búnir að dómínera finnst mér,“ sagði Helgi. Milka var með 19 stig og 14 fráköst í fyrri leiknum og 22 stig og 19 fráköst í þeim seinni. Njarðvíkingar unnu leikina með samtals 37 stigum. Ósanngjörn gagnrýni „Það hentar Milka bara að dekka (Jordan) Semple,“ sagði Teitur. Teitur er líka á því að Dominykas Milka hafi ekki fengið alveg sanngjarna umfjöllun á þessu tímabili. „Mér finnst Milka stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Hann hefur átt leiki í vetur þar sem hann hefur pakkað sínum mönnum saman og ekki fengið hrós fyrir það,“ sagði Teitur. Hér fyrir neðan má sjá alla umræðuna um einvígi Njarðvík og Þórs og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu