UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 15:30 Erling Haaland verður í sviðsljósinu með Manchester City á Bernabeu í kvöld. Getty/Justin Setterfield Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. UEFA segir jafnframt að leikirnir muni fara fram þrátt fyrir hættu á ódæðisverkum. Á samfélagskvöldmiðlum mátti í vikunni finna færslu þar sem sagt var að það væri von á hryðjuverkaárás á einum leikjanna í Meistaradeildinni en pósturinn á að hafa komið frá ISIS-liða. Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir horfa til stórra íþróttaviðburða á næstu vikum og mánuðum og Ólympíuleikarnir í París eru þar ofarlega á blaði. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það eru hins vegar þessir risaleikir í Meistaradeildinni sem eiga sviðsljósið næstu tvö kvöld. Arsenal tekur á móti Bayern München í London í kvöld og á sama tíma mætast Real Madrid og Manchester City í Madrid. Annað kvöld tekur Paris Saint-Germain á móti Barcelona í París og lið Atlético Madrid og Borussia Dortmund mætast í Madrid. Frönsk yfirvöld hafa tilkynnt það að aukin öryggisgæsla verði í kringum leikinn í París og kemur það til vegna fyrrnefndra hótanna. Spænska innanríkisráðuneytið segir að yfir tvö þúsund auka öryggisverðir verða á vakt en vanalegt er á fótboltaleik hjá Real og Atletico. UEFA mun hafa samband við aðila á hverjum stað til að fara betur yfir málin. Leikirnir verða aftur á móti spilaðir í kvöld. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2. Leikur Arsenal og Bayern München verðir á Stöð 2 Sport 2 en leikur Real Madrid og Manchester City á Vodafone Sport. Upphitun fyrir kvöldið hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
UEFA segir jafnframt að leikirnir muni fara fram þrátt fyrir hættu á ódæðisverkum. Á samfélagskvöldmiðlum mátti í vikunni finna færslu þar sem sagt var að það væri von á hryðjuverkaárás á einum leikjanna í Meistaradeildinni en pósturinn á að hafa komið frá ISIS-liða. Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir horfa til stórra íþróttaviðburða á næstu vikum og mánuðum og Ólympíuleikarnir í París eru þar ofarlega á blaði. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það eru hins vegar þessir risaleikir í Meistaradeildinni sem eiga sviðsljósið næstu tvö kvöld. Arsenal tekur á móti Bayern München í London í kvöld og á sama tíma mætast Real Madrid og Manchester City í Madrid. Annað kvöld tekur Paris Saint-Germain á móti Barcelona í París og lið Atlético Madrid og Borussia Dortmund mætast í Madrid. Frönsk yfirvöld hafa tilkynnt það að aukin öryggisgæsla verði í kringum leikinn í París og kemur það til vegna fyrrnefndra hótanna. Spænska innanríkisráðuneytið segir að yfir tvö þúsund auka öryggisverðir verða á vakt en vanalegt er á fótboltaleik hjá Real og Atletico. UEFA mun hafa samband við aðila á hverjum stað til að fara betur yfir málin. Leikirnir verða aftur á móti spilaðir í kvöld. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2. Leikur Arsenal og Bayern München verðir á Stöð 2 Sport 2 en leikur Real Madrid og Manchester City á Vodafone Sport. Upphitun fyrir kvöldið hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira