Albert mætir liðsfélaga og staðan 9-4 fyrir Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 12:46 Ruslan Malinovskyi og Albert Guðmundsson eru liðsfélagar hjá Genoa en aðeins annar þeirra verður brosandi eftir leikinn á þriðjudagskvöld. Getty/Emmanuele Ciancaglini Ljóst er að Ísland á fyrir höndum talsvert erfiðari leik á þriðjudaginn, gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í fótbolta, en þegar liðið sló út Ísrael með 4-1 sigri á fimmtudaginn. Það er að minnsta kosti það sem ætla má út frá leikmannahópum liðanna. Úkraínumenn, sem voru ótrúlega nálægt því að skilja Ítalíu eftir og komast beint á EM úr undankeppninni, eru með leikmenn í sumum af allra bestu liðum Evrópu. Ef horft er til leikmanna félagsliða í stóru deildunum fimm í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands), þá er staðan 8-4 fyrir Úkraínu miðað við 23 manna hópana sem liðin tefldu fram á fimmtudaginn. Úkraína vann þá afar torsóttan sigur á Bosníu, 2-1, eftir að hafa verið undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Mykhailo Mudryk er ein helsta stjarna Úkraínumanna enda borgaði Chelsea 100 milljónir evra fyrir hann.Getty/Srdjan Stevanovic Zinchenko, Mudryk og Mykolenko bíða Íslands Í liði Úkraínumanna eru þekktastir þeir Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, og Myhkailo Mudryk, leikmaður Chelsea. Tveir leikmenn til viðbótar spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru varnarmennirnir Vitaliy Mykolenko og Ilya Zabarnyi, sem spila með Everton og Bournemouth. Artem Dovbyk hefur raðað inn mörkum á Spáni í vetur og fagnar hér sigurmarki sínu gegn Bosníu á fimmtudaginn.Getty/Srdjan Stevanovic Fjórir leikmenn Úkraínu spila í efstu deild á Spáni, þar á meðal Artem Dovbyk sem er í baráttunni um gullskóinn eftir að hafa skorað 14 deildarmörk fyrir Girona í vetur. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bosníu eftir fyrirgjöf Roman Yaremchuk, leikmanns Valencia, sem skoraði fyrra mark Úkraínu og er markahæstur í úkraínska hópnum með 14 mörk í 47 landsleikjum. Aðalmarkvörður Real Madrid í rammanum Markvörðurinn Andriy Lunin er orðinn aðalmarkvörður stórliðs Real Madrid, í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur í allan vetur, og heldur hann Kepa Arrizabalaga á bekknum. Fjórði leikmaður Úkraínu á Spáni er svo Viktor Tsyhankov, sem skorað hefur 6 deildarmörk fyrir Girona í vetur, en hann var þó ekki í hópnum gegn Bosníu. Andriy Lunin er aðalmarkvörður Real Madrid.Getty/Helios de la Rubia Loks er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa, Ruslan Malinovskyi, í liði Úkraínu og þar með níu leikmenn í æfingahópi Úkraínu sem spila í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu. Fjórir íslenskir í bestu deildunum Hjá Íslandi eru auk Alberts þeir Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson á mála hjá félögum í einhverri af stóru deildunum. Hákon hefur spilað mikið að undanförnu með Lille en Jóhann lítið með Burnley og Hákon bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford eftir komuna í janúar. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Sjá meira
Það er að minnsta kosti það sem ætla má út frá leikmannahópum liðanna. Úkraínumenn, sem voru ótrúlega nálægt því að skilja Ítalíu eftir og komast beint á EM úr undankeppninni, eru með leikmenn í sumum af allra bestu liðum Evrópu. Ef horft er til leikmanna félagsliða í stóru deildunum fimm í Evrópu (efstu deildum Englands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Frakklands), þá er staðan 8-4 fyrir Úkraínu miðað við 23 manna hópana sem liðin tefldu fram á fimmtudaginn. Úkraína vann þá afar torsóttan sigur á Bosníu, 2-1, eftir að hafa verið undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Mykhailo Mudryk er ein helsta stjarna Úkraínumanna enda borgaði Chelsea 100 milljónir evra fyrir hann.Getty/Srdjan Stevanovic Zinchenko, Mudryk og Mykolenko bíða Íslands Í liði Úkraínumanna eru þekktastir þeir Oleksandr Zinchenko, leikmaður Arsenal, og Myhkailo Mudryk, leikmaður Chelsea. Tveir leikmenn til viðbótar spila í ensku úrvalsdeildinni en það eru varnarmennirnir Vitaliy Mykolenko og Ilya Zabarnyi, sem spila með Everton og Bournemouth. Artem Dovbyk hefur raðað inn mörkum á Spáni í vetur og fagnar hér sigurmarki sínu gegn Bosníu á fimmtudaginn.Getty/Srdjan Stevanovic Fjórir leikmenn Úkraínu spila í efstu deild á Spáni, þar á meðal Artem Dovbyk sem er í baráttunni um gullskóinn eftir að hafa skorað 14 deildarmörk fyrir Girona í vetur. Hann skoraði sigurmarkið gegn Bosníu eftir fyrirgjöf Roman Yaremchuk, leikmanns Valencia, sem skoraði fyrra mark Úkraínu og er markahæstur í úkraínska hópnum með 14 mörk í 47 landsleikjum. Aðalmarkvörður Real Madrid í rammanum Markvörðurinn Andriy Lunin er orðinn aðalmarkvörður stórliðs Real Madrid, í fjarveru Thibaut Courtois sem verið hefur meiddur í allan vetur, og heldur hann Kepa Arrizabalaga á bekknum. Fjórði leikmaður Úkraínu á Spáni er svo Viktor Tsyhankov, sem skorað hefur 6 deildarmörk fyrir Girona í vetur, en hann var þó ekki í hópnum gegn Bosníu. Andriy Lunin er aðalmarkvörður Real Madrid.Getty/Helios de la Rubia Loks er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa, Ruslan Malinovskyi, í liði Úkraínu og þar með níu leikmenn í æfingahópi Úkraínu sem spila í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu. Fjórir íslenskir í bestu deildunum Hjá Íslandi eru auk Alberts þeir Hákon Arnar Haraldsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson á mála hjá félögum í einhverri af stóru deildunum. Hákon hefur spilað mikið að undanförnu með Lille en Jóhann lítið með Burnley og Hákon bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford eftir komuna í janúar. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Sjá meira