Tímaspursmál með Rúnar Má: „Þú ert að segja mér fréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2024 16:30 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Vísir/Bjarni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA í Bestu deild karla, segir leikmannahóp liðsins kláran fyrir komandi tímabil. Rúnar Már Sigurjónsson er að líkindum á leið til félagsins þegar heilsa hans leyfir. „Við erum mjög ánægðir með okkar leikmannahóp og þá leikmenn sem við höfum fengið inn í vetur og hvernig þeir hafa komið inn í okkar lið, umhverfi og starf,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi þegar litið var við á Skaganum í dag. „Við erum mjög ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er í dag og erum ekki að leita að neinum frekari styrkinugm. Við lítum svo á að við séum búnir að loka okkar leikmannahóp og klárir í að hefja Bestu deildina,“ bætir Jón við. Ekki frágengið með Rúnar Má Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur mikið verður orðaður við ÍA en hann er fluttur á Skagann. Rúnar gekk undir aðgerð á nára í vetur og er enn að ná heilsu. Klippa: Þú ert að segja mér fréttir Jón Þór var spurður hvort skipti Rúnars væru ekki hreinlega frágengin. „Það er þá spurning hvenær það verður tilkynnt. Þú ert að segja mér fréttir ef það er klárt. Það væri auðvitað bara stórkostleg viðbót við okkar góða leikmannahóp. Það er ekkert leyndarmál að við höfum unnið lengi í því að fá Rúnar Má til ÍA,“ „Hann er auðvitað fluttur til Akraness, það var fyrsta skrefið og við unnum aðeins með honum í hitteðfyrra sumar þegar hann æfði aðeins með okkur. Það er ekki nokkur einasta spurning að hvert einasta lið í deildinni myndi vilja styrkja sitt lið með leikmanni eins og Rúnari Má,“ segir Jón Þór. Samkvæmt heimildum Vísis er aðeins tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum. Rúnar fari með ÍA í æfingaferð á næstu vikum. Skagamenn bíði með formsatriðin á meðan Rúnar er meiddur, þar sem hann er ekki enn fær um að standast læknisskoðun. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla ÍA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með okkar leikmannahóp og þá leikmenn sem við höfum fengið inn í vetur og hvernig þeir hafa komið inn í okkar lið, umhverfi og starf,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi þegar litið var við á Skaganum í dag. „Við erum mjög ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er í dag og erum ekki að leita að neinum frekari styrkinugm. Við lítum svo á að við séum búnir að loka okkar leikmannahóp og klárir í að hefja Bestu deildina,“ bætir Jón við. Ekki frágengið með Rúnar Má Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur mikið verður orðaður við ÍA en hann er fluttur á Skagann. Rúnar gekk undir aðgerð á nára í vetur og er enn að ná heilsu. Klippa: Þú ert að segja mér fréttir Jón Þór var spurður hvort skipti Rúnars væru ekki hreinlega frágengin. „Það er þá spurning hvenær það verður tilkynnt. Þú ert að segja mér fréttir ef það er klárt. Það væri auðvitað bara stórkostleg viðbót við okkar góða leikmannahóp. Það er ekkert leyndarmál að við höfum unnið lengi í því að fá Rúnar Má til ÍA,“ „Hann er auðvitað fluttur til Akraness, það var fyrsta skrefið og við unnum aðeins með honum í hitteðfyrra sumar þegar hann æfði aðeins með okkur. Það er ekki nokkur einasta spurning að hvert einasta lið í deildinni myndi vilja styrkja sitt lið með leikmanni eins og Rúnari Má,“ segir Jón Þór. Samkvæmt heimildum Vísis er aðeins tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum. Rúnar fari með ÍA í æfingaferð á næstu vikum. Skagamenn bíði með formsatriðin á meðan Rúnar er meiddur, þar sem hann er ekki enn fær um að standast læknisskoðun. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira