Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 96-101 | Grindvíkingar unnu Íslandsmeistarana Arnar Skúli Atlason skrifar 18. janúar 2024 18:30 vísir/hulda margrét Það voru lið Tindastól og Grindavíkur sem leiddu saman hesta sína í kvöld á Sauðárkróki í Subway deild karla í körfubolta. Liðin jöfn að stigum fyrir leikinn, því til mikils að keppa í kvöld. Tindastóll höfðu tapað tveimur seinustu leikjum í deildinni en Grindavík fljúgandi og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Leikurinn hófst með miklum krafti en Tindastól tók af skarið í upphafi leiks og tókum völdin og náði að slíta sér aðeins frá Grindavík, Drungilas byrjaði leikinn að krafi og setti 7 stig snemma leiks og leiddi stigaskorið, Grindavík hins vegar með Deandre Kane í stuði hinu megin og Grindavík aldrei langt undan. Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhluta 30-20. Grindavík byrjaði sterkt í öðrum leikhluta en Tindastóll kom tilbaka og náði að halda gestunum frá sér, mikill hiti var í leiknum og þjálfara beggja liða ósáttir með dómgæslu í leiknum og Jóhann Ólafsson náði sér í tæknivíti. Davis Geks steig upp og skoraði að vild í leikhlutanum en Julio De Asisse hélt Grindavík inní leiknum. Tindastóll leiddi í hálfleik með 12 stigum 54-42. Þriðji leikhlutinn spilaðist mjög svipað og annar leikhlutinn, Tindastóll svaraði öllum áhlaupum Grindavíkur og virtust alltaf vera með svör, Deandre Kane fékk sína fjórðu villu og og settist og komu Tindastóll muninum upp í 14 stig þegar leikhlutinn kláraðist og virtust vera að hlaupa með leikinn. Fjórði leikhlutinn var í jafnvægi lengi framan að og virtust Tindastóll vera að sigla öruggum sigri heim og þegar 5 mínútur voru eftir leiddu Tindastóll með 14 stigum, þá small vörnin hjá Grindvíkingum og þeir skoruðu fimmtán næstu stig og komust yfir 86-87 og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum og Sigtryggur Arnar setti eitt víti og jafnaði leikinn. Grindavík fékk seinasta skot leiksins og Deandre Kane fékk galopinn þrist sem hann klikkaði og leikurinn því framlengdur. Í framlengingunni reyndust Grindvíkingar sterkari og þar munaði um minna um Ólaf Ólafsson og Val Orra Valsson sem komu með mikilvægar körfur. Grindvík sigraði leikinn 96-101. Af hverju vann Grindavík? Þeir tóku leikinn til sín þegar það bauðst og frábær endurkomu sigur, þeir stífnuðu ekki upp á lokamínútum leiksins eins og Íslandsmeistarnari Hverjir stóðu upp úr? Deandre Kane og Julio De Asisse voru frábærir í liði Grindavíkur og áttu Stólarnir erfitt með þá, mikilvægar körfur frá Val Orra og Óla Óla. Hjá Stólunum var Jacob Calloway mjög öflugur. Hvað gekk illa? Tindastóll gekk illa að finna lausnir í fjórða leikhluta eins og í seinustu þremur leikjum. Þeir verða ráðalausir þegar lítið er eftir og það vantar einhvern sem stígur upp og klárar leiki hjá þeim, eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn á. Hvað gerist næst? Tindastóll fær KR í heimsókn í bikarnum á Sunnudaginn klukkan 18:00, á meðan fær Grindavík fær Álftanes í heimsókn líka í bikarnum á Sunnudaginn. Pavel Ermolinskij: Mjög lítið gott Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Svekkjandi tap í kvöld, þín viðbrögð? „Ekkert gott, mjög lítið gott, afskaplega leiðinleg við fengum tækifæri til þess að spyrna okkur svolítið frá og byggja upp, sértaklega í ljósi þess að það voru frábærir kaflar í þessum leik hjá okkur á báðum endum vallarins þar sem að við hefðum getað tekið með okkur, unnið haldið áfram í svona jákvæðum ljósi sem við erum að gera núna, þannig að tapið er sárt og svíður en hérna við eigum engra kosta völ að halda áfram og þetta er okkar leið að þessu og greinilega bara erfitt.“ Jóhann Þór Ólafsson: Virkilega stoltur af mínu liði Jóhann Þór Ólafsson ræðir við sína menn.Vísir/Hulda Margrét Sigur í kvöld, endurkomu sigur, þú hlýtur að vera sáttur með það? „Já ég er bara virkilega stoltur af mínu liði að koma hérna á krókinn og taka 2 stig, þetta var erfið fæðing skiluru, við eltum allan leikinn, geggjaður fjórði leikhluti.“ „Við hertum vörnina og mötsuðum þeirra ákefð varnarlega, erum eins og menn í því að stíga út og taka fráköst, við fengum endalaust af sóknarfráköstum og körfum eftir það í gegnum fyrstu þrjá leikhlutana, við náðum að keyra okkur í gang í fjórða og framlenging flott líka og allt í ljósi aðstæðna mikilvægt að taka sigurinn.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík
Það voru lið Tindastól og Grindavíkur sem leiddu saman hesta sína í kvöld á Sauðárkróki í Subway deild karla í körfubolta. Liðin jöfn að stigum fyrir leikinn, því til mikils að keppa í kvöld. Tindastóll höfðu tapað tveimur seinustu leikjum í deildinni en Grindavík fljúgandi og búnir að vinna fjóra leiki í röð. Leikurinn hófst með miklum krafti en Tindastól tók af skarið í upphafi leiks og tókum völdin og náði að slíta sér aðeins frá Grindavík, Drungilas byrjaði leikinn að krafi og setti 7 stig snemma leiks og leiddi stigaskorið, Grindavík hins vegar með Deandre Kane í stuði hinu megin og Grindavík aldrei langt undan. Tindastóll leiddi eftir fyrsta leikhluta 30-20. Grindavík byrjaði sterkt í öðrum leikhluta en Tindastóll kom tilbaka og náði að halda gestunum frá sér, mikill hiti var í leiknum og þjálfara beggja liða ósáttir með dómgæslu í leiknum og Jóhann Ólafsson náði sér í tæknivíti. Davis Geks steig upp og skoraði að vild í leikhlutanum en Julio De Asisse hélt Grindavík inní leiknum. Tindastóll leiddi í hálfleik með 12 stigum 54-42. Þriðji leikhlutinn spilaðist mjög svipað og annar leikhlutinn, Tindastóll svaraði öllum áhlaupum Grindavíkur og virtust alltaf vera með svör, Deandre Kane fékk sína fjórðu villu og og settist og komu Tindastóll muninum upp í 14 stig þegar leikhlutinn kláraðist og virtust vera að hlaupa með leikinn. Fjórði leikhlutinn var í jafnvægi lengi framan að og virtust Tindastóll vera að sigla öruggum sigri heim og þegar 5 mínútur voru eftir leiddu Tindastóll með 14 stigum, þá small vörnin hjá Grindvíkingum og þeir skoruðu fimmtán næstu stig og komust yfir 86-87 og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum og Sigtryggur Arnar setti eitt víti og jafnaði leikinn. Grindavík fékk seinasta skot leiksins og Deandre Kane fékk galopinn þrist sem hann klikkaði og leikurinn því framlengdur. Í framlengingunni reyndust Grindvíkingar sterkari og þar munaði um minna um Ólaf Ólafsson og Val Orra Valsson sem komu með mikilvægar körfur. Grindvík sigraði leikinn 96-101. Af hverju vann Grindavík? Þeir tóku leikinn til sín þegar það bauðst og frábær endurkomu sigur, þeir stífnuðu ekki upp á lokamínútum leiksins eins og Íslandsmeistarnari Hverjir stóðu upp úr? Deandre Kane og Julio De Asisse voru frábærir í liði Grindavíkur og áttu Stólarnir erfitt með þá, mikilvægar körfur frá Val Orra og Óla Óla. Hjá Stólunum var Jacob Calloway mjög öflugur. Hvað gekk illa? Tindastóll gekk illa að finna lausnir í fjórða leikhluta eins og í seinustu þremur leikjum. Þeir verða ráðalausir þegar lítið er eftir og það vantar einhvern sem stígur upp og klárar leiki hjá þeim, eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn á. Hvað gerist næst? Tindastóll fær KR í heimsókn í bikarnum á Sunnudaginn klukkan 18:00, á meðan fær Grindavík fær Álftanes í heimsókn líka í bikarnum á Sunnudaginn. Pavel Ermolinskij: Mjög lítið gott Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Svekkjandi tap í kvöld, þín viðbrögð? „Ekkert gott, mjög lítið gott, afskaplega leiðinleg við fengum tækifæri til þess að spyrna okkur svolítið frá og byggja upp, sértaklega í ljósi þess að það voru frábærir kaflar í þessum leik hjá okkur á báðum endum vallarins þar sem að við hefðum getað tekið með okkur, unnið haldið áfram í svona jákvæðum ljósi sem við erum að gera núna, þannig að tapið er sárt og svíður en hérna við eigum engra kosta völ að halda áfram og þetta er okkar leið að þessu og greinilega bara erfitt.“ Jóhann Þór Ólafsson: Virkilega stoltur af mínu liði Jóhann Þór Ólafsson ræðir við sína menn.Vísir/Hulda Margrét Sigur í kvöld, endurkomu sigur, þú hlýtur að vera sáttur með það? „Já ég er bara virkilega stoltur af mínu liði að koma hérna á krókinn og taka 2 stig, þetta var erfið fæðing skiluru, við eltum allan leikinn, geggjaður fjórði leikhluti.“ „Við hertum vörnina og mötsuðum þeirra ákefð varnarlega, erum eins og menn í því að stíga út og taka fráköst, við fengum endalaust af sóknarfráköstum og körfum eftir það í gegnum fyrstu þrjá leikhlutana, við náðum að keyra okkur í gang í fjórða og framlenging flott líka og allt í ljósi aðstæðna mikilvægt að taka sigurinn.“
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu