„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2023 08:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið öflug milli stanganna. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. Ísland féll á svekkjandi hátt úr leik í riðlakeppninni eftir jafntefli við Angóla þar sem þær angólsku voru með betri markatölu. Sigur hefði dugað Íslandi í milliriðil og segir Elín að það hafi reynst liðinu erfitt að kyngja jafnteflinu, sem í raun hafi virkað sem tap. „Þetta var smá brekka til að byrja með. Við vorum rosa sárar og svekktar að komast ekki í milliriðilinn, sérstaklega af því það var bara eitt mark á milli. Þetta var alveg erfitt og það hefur verið smá erfitt að gíra sig inn í þessa leiki sem maður er að fara í en samt hafa þeir gefið okkur mjög mikið. Við erum mjög þakklátar. Við erum búnar að læra rosa mikið inn á hvora aðra og þetta hefur gefið mikið,“ segir Elín Jóna. Angólska liðið stóð sig vel í milliriðli og vann tvo leiki, við Austurríki og Suður-Kóreu. En er þá sárt fyrir stelpurnar að sjá þær vinna leiki þar sem Ísland hefði hæglega getað verið? „Já og nei, það er alveg flott að sjá að þær séu að vinna þessi lið vegna þess að þá hefur maður mikla trú á því að við myndum líka gera það ef við værum þarna. Þetta gefur manni ákveðið sjálfstraust að sjá, við getum unnið Angóla, og það að þær vinni Austurríki og Suður-Kóreu sýnir að við getum líka gert það.“ Markmiðið í Forsetabikarnum, sem Ísland fór í sem neðsta lið síns riðils, hafi þá alltaf verið skýrt. Liðið er nú aðeins einum sigri frá því markmiði. „Þetta var leikurinn sem við vildum fá eftir að við fréttum að við værum að fara í Forsetabikarinn. Við erum gríðarlega vel stemmdar. Kongó er með sterkt lið og þetta verður hörkuleikur,“ segir Elín Jóna. Þá eigi að koma bikarnum til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem var í stúkunni á leiknum við Angóla í Stafangri. „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði þannig að við verðum að sækja hann.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00 „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Körfubolti „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Sjá meira
Ísland féll á svekkjandi hátt úr leik í riðlakeppninni eftir jafntefli við Angóla þar sem þær angólsku voru með betri markatölu. Sigur hefði dugað Íslandi í milliriðil og segir Elín að það hafi reynst liðinu erfitt að kyngja jafnteflinu, sem í raun hafi virkað sem tap. „Þetta var smá brekka til að byrja með. Við vorum rosa sárar og svekktar að komast ekki í milliriðilinn, sérstaklega af því það var bara eitt mark á milli. Þetta var alveg erfitt og það hefur verið smá erfitt að gíra sig inn í þessa leiki sem maður er að fara í en samt hafa þeir gefið okkur mjög mikið. Við erum mjög þakklátar. Við erum búnar að læra rosa mikið inn á hvora aðra og þetta hefur gefið mikið,“ segir Elín Jóna. Angólska liðið stóð sig vel í milliriðli og vann tvo leiki, við Austurríki og Suður-Kóreu. En er þá sárt fyrir stelpurnar að sjá þær vinna leiki þar sem Ísland hefði hæglega getað verið? „Já og nei, það er alveg flott að sjá að þær séu að vinna þessi lið vegna þess að þá hefur maður mikla trú á því að við myndum líka gera það ef við værum þarna. Þetta gefur manni ákveðið sjálfstraust að sjá, við getum unnið Angóla, og það að þær vinni Austurríki og Suður-Kóreu sýnir að við getum líka gert það.“ Markmiðið í Forsetabikarnum, sem Ísland fór í sem neðsta lið síns riðils, hafi þá alltaf verið skýrt. Liðið er nú aðeins einum sigri frá því markmiði. „Þetta var leikurinn sem við vildum fá eftir að við fréttum að við værum að fara í Forsetabikarinn. Við erum gríðarlega vel stemmdar. Kongó er með sterkt lið og þetta verður hörkuleikur,“ segir Elín Jóna. Þá eigi að koma bikarnum til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, sem var í stúkunni á leiknum við Angóla í Stafangri. „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði þannig að við verðum að sækja hann.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00 „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Körfubolti „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Sjá meira
Elín Jóna með flest varin víti á HM Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur varið flest víti allra markvarða á heimsmeistaramótinu í handbolta til þessa. 5. desember 2023 15:00
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31