Nýjasta stjarna Dallas Cowboys liðsins kom úr óvæntri átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 12:00 Brandon Aubrey hefur slegið í gegn hjá Dallas Cowboys liðinu. Getty/Richard Rodriguez Saga sparkarans Brandon Aubrey er stórmerkileg en hann setti tvö NFL-met i sigri Dallas Cowboys liðsins á sunnudaginn. Fyrir aðeins fjórum árum síðan hafði Aubrey gefist upp á fótboltaferli sínum og fór þess í stað að læra að verða hugbúnaðarverkfræðingur. Þar eru við að tala um það sem við Evrópubúar köllum fótbolta en ekki fótbolta þeirra Bandaríkjamanna sem er er hér auðvitað bara kallaður amerískur fótbolti. Aubrey hafði verið valin í nýliðvalinu fyrir bandarísku MLS-fótboltadeildina árið 2017 en spilaði þó bara fyrir varalið félagsins. Before setting NFL records, Brandon Aubrey was a FIRST ROUND PICK in the MLS draft pic.twitter.com/MDLOqUoL8b— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2023 Hann spilaði síðan eitt tímabil með Bethlehem Steel FC í United Soccer League. Árið 2018 hætti hann í fótboltanum og hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við Notre Dame háskólann. Árið 2019 var hann að horfa á leik í NFL-deildinni þegar sparkari í leiknum klikkaði á vallarmarkstilraun. Konan hans sagði þá við hann: „Þú gætir gert þetta.“ Frá 2019 til 2022 þá æfði Aubrey þrisvar í viku með þjálfaranum Brian Egan sem sérhæfir sig í að þjálfa sparkara í ameríska fótboltanum. Egan vann lengi hjá Mississippi State háskólanum. Brandon Aubrey was a software engineer before becoming a kicker in the USFL Now? He s 28-28 as the kicker of the #CowboysHe s the first kicker in NFL history to kick two field goals of 59 or more yards in the same game.The Cowboys signed a superstar off the streets pic.twitter.com/jRaURg89YZ— JPAFootball (@jasrifootball) December 11, 2023 Aubrey fékk síðan samning hjá Birmingham Stallions í USFL deildinni og spilaði í tvö tímabil í deildinni með góðum árangri. Hann fékk síðan í framhaldinu samning hjá stórliði Dallas Cowboys í sumar. Aubrey hefur nú spilað þrettán leiki með Dallas liðinu og skorað úr öllum þrjátíu vallarmarkstilraunum sínum. Því hefur enginn náð frá upphafi ferils síns í sögu NFL. Í frábærum sigri á Philadelphia Eagles á sunnudaginn setti hann annað met með því að verða fyrsti sparkarinn til að skora tvö vallarmörk af 59 jarda færi eða lengra, í sama leiknum. Fyrir nokkrum árum sat hann í sófanum og horfði á NFL leik en nú er hann einn af stjörnuleikmönnum Dallas Cowboys liðsins og farinn að slá NFL-met. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) NFL Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Fyrir aðeins fjórum árum síðan hafði Aubrey gefist upp á fótboltaferli sínum og fór þess í stað að læra að verða hugbúnaðarverkfræðingur. Þar eru við að tala um það sem við Evrópubúar köllum fótbolta en ekki fótbolta þeirra Bandaríkjamanna sem er er hér auðvitað bara kallaður amerískur fótbolti. Aubrey hafði verið valin í nýliðvalinu fyrir bandarísku MLS-fótboltadeildina árið 2017 en spilaði þó bara fyrir varalið félagsins. Before setting NFL records, Brandon Aubrey was a FIRST ROUND PICK in the MLS draft pic.twitter.com/MDLOqUoL8b— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2023 Hann spilaði síðan eitt tímabil með Bethlehem Steel FC í United Soccer League. Árið 2018 hætti hann í fótboltanum og hóf nám í hugbúnaðarverkfræði við Notre Dame háskólann. Árið 2019 var hann að horfa á leik í NFL-deildinni þegar sparkari í leiknum klikkaði á vallarmarkstilraun. Konan hans sagði þá við hann: „Þú gætir gert þetta.“ Frá 2019 til 2022 þá æfði Aubrey þrisvar í viku með þjálfaranum Brian Egan sem sérhæfir sig í að þjálfa sparkara í ameríska fótboltanum. Egan vann lengi hjá Mississippi State háskólanum. Brandon Aubrey was a software engineer before becoming a kicker in the USFL Now? He s 28-28 as the kicker of the #CowboysHe s the first kicker in NFL history to kick two field goals of 59 or more yards in the same game.The Cowboys signed a superstar off the streets pic.twitter.com/jRaURg89YZ— JPAFootball (@jasrifootball) December 11, 2023 Aubrey fékk síðan samning hjá Birmingham Stallions í USFL deildinni og spilaði í tvö tímabil í deildinni með góðum árangri. Hann fékk síðan í framhaldinu samning hjá stórliði Dallas Cowboys í sumar. Aubrey hefur nú spilað þrettán leiki með Dallas liðinu og skorað úr öllum þrjátíu vallarmarkstilraunum sínum. Því hefur enginn náð frá upphafi ferils síns í sögu NFL. Í frábærum sigri á Philadelphia Eagles á sunnudaginn setti hann annað met með því að verða fyrsti sparkarinn til að skora tvö vallarmörk af 59 jarda færi eða lengra, í sama leiknum. Fyrir nokkrum árum sat hann í sófanum og horfði á NFL leik en nú er hann einn af stjörnuleikmönnum Dallas Cowboys liðsins og farinn að slá NFL-met. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports)
NFL Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira