Skólar í Finnlandi og í Eistlandi fá PISA upplýsingar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. desember 2023 06:53 Hér á landi fá skólastjórnendur ekki upplýsingar um árangur síns skóla í PISA. Vísir/Vilhelm Í Eistlandi og í Finnlandi eru grunnskólarnir sem taka þátt í PISA könnuninni upplýstir um árangurinn, ólíkt því sem tíðkast hér á landi. Þetta kemur fram í svörum menntamálayfirvalda í þessum löndum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eistland kom best allra Evrópulanda út úr könnuninni og Finnar stóðu sig best allra á Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur Menntamálastofnun neitað að upplýsa skóla um hvernig þeim gekk í síðustu tveimur könnunum. Verkefnisstjóri PISA fyrir Eistland segir í samtali við Morgunblaðið að nafnlausar niðurstöður séu gefnar til allra skólanna svo þeir geti séð stöðu sína í samanburði við aðra. Í Finnlandi hefur þessi háttur einnig verið hafður á frá upphafi. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag á Íslandi og segir í samtali við blaðið að á árum áður hafi upplýsingarnar komið að góðum notum til að sjá hvar skóinn kreppti að. Í skriflegu svari til blaðsins frá Menntamálastofnun segir að könnuninni sé ætlað að gefa heildarmynd af þekkingu og færni nemenda í þátttökulöndum við lok skólaskyldu þeirra, en ekki að veita áreiðanlegar upplýsingar um frammistöðu fámennra nemendahópa eins og þeirra sem tilheyrðu einstökum skólum. Skóla - og menntamál Eistland Finnland PISA-könnun Tengdar fréttir Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni. 7. desember 2023 16:15 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum menntamálayfirvalda í þessum löndum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Eistland kom best allra Evrópulanda út úr könnuninni og Finnar stóðu sig best allra á Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur Menntamálastofnun neitað að upplýsa skóla um hvernig þeim gekk í síðustu tveimur könnunum. Verkefnisstjóri PISA fyrir Eistland segir í samtali við Morgunblaðið að nafnlausar niðurstöður séu gefnar til allra skólanna svo þeir geti séð stöðu sína í samanburði við aðra. Í Finnlandi hefur þessi háttur einnig verið hafður á frá upphafi. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag á Íslandi og segir í samtali við blaðið að á árum áður hafi upplýsingarnar komið að góðum notum til að sjá hvar skóinn kreppti að. Í skriflegu svari til blaðsins frá Menntamálastofnun segir að könnuninni sé ætlað að gefa heildarmynd af þekkingu og færni nemenda í þátttökulöndum við lok skólaskyldu þeirra, en ekki að veita áreiðanlegar upplýsingar um frammistöðu fámennra nemendahópa eins og þeirra sem tilheyrðu einstökum skólum.
Skóla - og menntamál Eistland Finnland PISA-könnun Tengdar fréttir Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni. 7. desember 2023 16:15 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Spreyttu þig á PISA-prófinu í stærðfræðilæsi Fimmtán ára börn á Íslandi standa verr að vígi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum þegar kemur að stærðfræðilæsi. Þetta er meðal niðurstaðna í PISA-könnun sem birt var í vikunni. 7. desember 2023 16:15
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5. desember 2023 10:22
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41