„Held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2023 09:00 Erik ten Hag er á sínu öðru tímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. getty/BSR Agency Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson segja að það veiki stöðu Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til liðsins hafa verið. United missti tvisvar niður tveggja marka forskot þegar liðið sótti Galatasaray heim í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Leikar fóru 3-3 og United er á botni A-riðils með einungis fjögur stig. André Onana, markvörður United, gerði afdrifarík mistök í leiknum í Istanbúl og hefur verið afar mistækur í Meistaradeildinni í vetur. Aðrir leikmenn sem Ten Hag hefur fengið til United hafa heldur ekki slegið í gegn. Aron segir að sú staðreynd veiki stöðu Ten Hags. „Alveg klárlega. Maður sér bara að margir leikmenn sem hann hefur fengið eru lánsmenn sem eru að koma og fara. Svo keypti hann Antony á hátt í hundrað milljónir, Onana á 50-60 milljónir og [Sofyan] Amrabat sem er ekki búinn að vera góður,“ sagði Aron í Meistaradeildarmörkunum. „Þessir tveir leikmenn sem hann er búinn að kaupa á svona rosalega mikinn pening, Antony og Onana, þurfa bara að standa sig. Þegar þú kemur inn í United á svona upphæð, sérstaklega markvörður, áttu ekki að fá 1-2 ár til reyna að verða góður. Þú átt bara að standa þig strax. Það er það sem maður býst við í United.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Man. Utd. Ólafur tók undir orð Arons. „Ég held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag. En það sem gerist líka, sem er ekkert sérstaklega gott fyrir Manchester United og stuðningsmenn þeirra er að fókusinn á það sem er raunverulega að fjarlægist það og yfir á þetta, bæði leikmannakaupin hjá Ten Hag og frammistöðu Onanas,“ sagði Ólafur. „En það er alveg ljóst að það er miklu meira og stærra að hjá Manchester United heldur en að Ten Hag hafi ekki hitt á rétta leikmenn.“ Umræðuna um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
United missti tvisvar niður tveggja marka forskot þegar liðið sótti Galatasaray heim í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Leikar fóru 3-3 og United er á botni A-riðils með einungis fjögur stig. André Onana, markvörður United, gerði afdrifarík mistök í leiknum í Istanbúl og hefur verið afar mistækur í Meistaradeildinni í vetur. Aðrir leikmenn sem Ten Hag hefur fengið til United hafa heldur ekki slegið í gegn. Aron segir að sú staðreynd veiki stöðu Ten Hags. „Alveg klárlega. Maður sér bara að margir leikmenn sem hann hefur fengið eru lánsmenn sem eru að koma og fara. Svo keypti hann Antony á hátt í hundrað milljónir, Onana á 50-60 milljónir og [Sofyan] Amrabat sem er ekki búinn að vera góður,“ sagði Aron í Meistaradeildarmörkunum. „Þessir tveir leikmenn sem hann er búinn að kaupa á svona rosalega mikinn pening, Antony og Onana, þurfa bara að standa sig. Þegar þú kemur inn í United á svona upphæð, sérstaklega markvörður, áttu ekki að fá 1-2 ár til reyna að verða góður. Þú átt bara að standa þig strax. Það er það sem maður býst við í United.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Man. Utd. Ólafur tók undir orð Arons. „Ég held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag. En það sem gerist líka, sem er ekkert sérstaklega gott fyrir Manchester United og stuðningsmenn þeirra er að fókusinn á það sem er raunverulega að fjarlægist það og yfir á þetta, bæði leikmannakaupin hjá Ten Hag og frammistöðu Onanas,“ sagði Ólafur. „En það er alveg ljóst að það er miklu meira og stærra að hjá Manchester United heldur en að Ten Hag hafi ekki hitt á rétta leikmenn.“ Umræðuna um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00