Finnst Arsenal líklegri en í fyrra en segir enn einn stóran póst vanta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 14:45 Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus og félagar í Arsenal völtuðu yfir Lens á Emirates í gær. getty/Alex Pantling Aroni Jóhannssyni finnst Arsenal líklegri til að vinna titil á þessu tímabili en því síðasta. Arsenal sýndi Lens enga miskunn þegar Frakkarnir komu í heimsókn í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Skytturnar unnu 6-0 sigur og tryggðu sér þar með sigur í B-riðlinum. Í Meistaradeildarmörkunum spurðir Kjartan Atli Kjartansson Aron og Ólaf Kristjánsson hvort Arsenal væri líklegra til að vinna titil í ár en í fyrra. „Já, ég held það. Mér finnst þeir vera búnir að taka skref áfram,“ sagði Aron. Hann segir samt að Arsenal vanti enn topp framherja. „Eins og oft er búið að tala um vantar einn stóran póst í þetta lið. Ég er sammála mörgum öðrum, mér finnst vanta alvöru níu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Arsenal Aron segir að Arsenal muni fá erfiðari verkefni upp í hendurnar á tímabilinu en það sem Lens lagði fyrir Skytturnar í gær. „Þetta minnti mig smá á þegar maður er að spila ellefu á móti ellefu á æfingu, A og á móti B, og B-liðið má ekki pressa hundrað prósent. Þeir leyfðu þeim að gera hlutina, allavega eftir að þeir komust í 2-0,“ sagði Aron. „Þegar þú gefur þessum mönnum með alla þessa hæfileika svona mikinn tíma og frjálsræði til að leika sér fær maður að sjá svona úrslit. En ég held að þeir þurfi að bæta við sig 1-2 topp klassa leikmönnum ef þeir ætla að komast á sama stall og Manchester City og Real Madrid.“ Umræðuna um Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Arsenal sýndi Lens enga miskunn þegar Frakkarnir komu í heimsókn í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Skytturnar unnu 6-0 sigur og tryggðu sér þar með sigur í B-riðlinum. Í Meistaradeildarmörkunum spurðir Kjartan Atli Kjartansson Aron og Ólaf Kristjánsson hvort Arsenal væri líklegra til að vinna titil í ár en í fyrra. „Já, ég held það. Mér finnst þeir vera búnir að taka skref áfram,“ sagði Aron. Hann segir samt að Arsenal vanti enn topp framherja. „Eins og oft er búið að tala um vantar einn stóran póst í þetta lið. Ég er sammála mörgum öðrum, mér finnst vanta alvöru níu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Arsenal Aron segir að Arsenal muni fá erfiðari verkefni upp í hendurnar á tímabilinu en það sem Lens lagði fyrir Skytturnar í gær. „Þetta minnti mig smá á þegar maður er að spila ellefu á móti ellefu á æfingu, A og á móti B, og B-liðið má ekki pressa hundrað prósent. Þeir leyfðu þeim að gera hlutina, allavega eftir að þeir komust í 2-0,“ sagði Aron. „Þegar þú gefur þessum mönnum með alla þessa hæfileika svona mikinn tíma og frjálsræði til að leika sér fær maður að sjá svona úrslit. En ég held að þeir þurfi að bæta við sig 1-2 topp klassa leikmönnum ef þeir ætla að komast á sama stall og Manchester City og Real Madrid.“ Umræðuna um Arsenal má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00