Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2023 19:21 Greina á ákveðinn samhljóm í málflutningi Vilhjálms Birgissonar formanns Starfsgreinasambandsins og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra varðandi hvað þurfi að gera til að ná niður verðbólgunni. Vísir Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. Meginvextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir frá því peningastefnunefnd hækkaði þá um 0,5 prósentur hinn 23. ágúst í 9,25 prósent, en ekki 9,5 prósent eins og fram kemur í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt. Eftir ákvörðun nefndarinnar í dag eru allar líkur á að þeir verði óbreyttir fram til næsta vaxtaákvörðnunardags hinn 7. febrúar, en þá verða 24 vikur frá síðustu hækkun í ágúst. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikla óvissu í stöðunni og hiti í hagkerfinu. Er þetta bara biðleikur, megum við búast við frekari vaxtahækkunum á næsta vaxtaákvörðunardegi og áfram inn í næsta ár? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að líta megi á ákvörðun um að hækka ekki stýrivexti nú sem ákveðinn biðleik.Vísir/Vilhelm „Við þurfum bara að sjá til. Miðað við það sem við sjáum núna eru skýr merki um að peningastefnan er að hafa áhrif. Á sama tíma er gífurlegur kraftur í kerfinu," segir Ásgeir. Jarðhræringunum á Reykjanesi væri hins vegar ekki lokið og endanleg áhrif þeirra ekki komin fram, þótt þær muni örugglega kalla á aukin útgjöld ríkisins. Þá væri farið að bera á afbókunum á ferðum til Íslands vegna þeirra þannig að mögulega verði samdráttur í ferðaþjónustunni. „Þannig að mögulega er þetta biðleikur. Það eru margir boltar á lofti um hvað getur gerst. Hins vegar ef það lítur út þannig að verðbólga sé að fara að aukast aftur eða þetta sé ekki að ganga upp, þá verðum við náttúrlega að bregðast við. Við eigum engan annan kost,” segir Ásgeir. Samkvæmt greiningu Seðlabankans hefur dregið úr neyslu heimilanna en verðbólguvæntingar væru enn miklar. Verðbólga væri nú 7,8 prósent og hefði verið yfir 7,5 prósentum í 18 mánuði en bankinn reiknar með að hún verði að jafnaði 5 prósent að næsta ári. Kjarasamningar skiptu miklu máli um framhaldið. „Nafnlaunahækkanir eru ekki það sama og kaupmáttur. Of miklar nafnlaunahækkanir skila ekki kaupmætti. Eina leiðin til að fá kaupmátt er í rauninni að gera kjarasamninga sem tryggja verðstöðugleika,” segir seðlabankastjóri. Ásgeir vísar ásökunum þingmanns Flokks fólksins og formanns VR um mistök í vaxtamálum á bug. Vaxtalækkanir í faraldrinum hafi náð að verja fjölda starfa og framleiðslu. Þá hafi íbúðarverð undanfarin misseri hækkað þrátt fyrir vaxtahækkanir. En skipunartími þinn rennur út á næsta ári. Ætlar þú að sækjast eftir því að gegna embættinu áfram? „Já, ég geri ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson. Allir verða að dansa með Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir betra að sjá vextina standa í stað næstu ellefu vikurnar en horfa upp á enn eina hækkunina. Stýrivextir á Íslandi væru hins vegar allt of háir og væru að leika launafólk, smærri fyrirtæki og bændur grátt. Mikilvægt væri að ná nýjum samningum áður en gildandi skammtímasamningar renni út hinn 31. janúar. Allir væru meðvitaðir um að launahækkanir upp á tugi þúsunda skiptu litlu máli ef aðrir aðilar ætluðu að hækka verð á vöru og þjónustu langt umfram laun. „Það sem er að trufla þetta núna liggur alveg fyrir. Nú eru sveitarfélögin búin að tilkynna um umtalsverðar hækkanir á gjaldskrám sínum sem eiga að taka gildi núna um áramótin. Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé frá 5,5 prósentum upp í allt að 20 prósent á einstökum liðum hjá sveitarfélögunum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson segir mikilvægt að sveitarfélögin og aðrir haldi aftur að sér með gjaldskrár- og verðhækkanir eigi að gera kjarasamninga á hóflegum nótum til að ná verðbólgunni niður.Vísir/Vilhelm Ef sveitarfélögin ætli ekki að taka þátt í þessari vegferð með verkalýðshreyfingunni væri alveg ljóst að ekki gæti orðið að slíku samkomulagi. „Um að ná niður vöxtum, búa hér til nýtt húsnæðislánakerfi og halda verðlagi stöðugu. Að allir aðilar skuldbindi sig til að hækka til dæmis ekki gjaldskrár og verð meira en um 2,5 prósent svo ég nefni eitthvað,” segir Vilhjálmur Birgisson. Seðlabankinn Verðlag Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þrálát verðbólga heldur vöxtum áfram háum Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun. 22. nóvember 2023 12:23 Vöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum þótt verðbólguhorfur hafi versnað Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúinu og versnandi verðbólguhorfur þá hefur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 9,25 prósentum í annað skiptið í röð vegna óvissu um efnahagslegu áhrifin af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ákvörðunin er í takt við væntingar nærri allra markaðsaðila og greinenda en peningastefnunefndin undirstrikar að mögulega þurfi að hækka vexti enn frekar síðar meir. 22. nóvember 2023 08:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir frá því peningastefnunefnd hækkaði þá um 0,5 prósentur hinn 23. ágúst í 9,25 prósent, en ekki 9,5 prósent eins og fram kemur í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt. Eftir ákvörðun nefndarinnar í dag eru allar líkur á að þeir verði óbreyttir fram til næsta vaxtaákvörðnunardags hinn 7. febrúar, en þá verða 24 vikur frá síðustu hækkun í ágúst. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikla óvissu í stöðunni og hiti í hagkerfinu. Er þetta bara biðleikur, megum við búast við frekari vaxtahækkunum á næsta vaxtaákvörðunardegi og áfram inn í næsta ár? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að líta megi á ákvörðun um að hækka ekki stýrivexti nú sem ákveðinn biðleik.Vísir/Vilhelm „Við þurfum bara að sjá til. Miðað við það sem við sjáum núna eru skýr merki um að peningastefnan er að hafa áhrif. Á sama tíma er gífurlegur kraftur í kerfinu," segir Ásgeir. Jarðhræringunum á Reykjanesi væri hins vegar ekki lokið og endanleg áhrif þeirra ekki komin fram, þótt þær muni örugglega kalla á aukin útgjöld ríkisins. Þá væri farið að bera á afbókunum á ferðum til Íslands vegna þeirra þannig að mögulega verði samdráttur í ferðaþjónustunni. „Þannig að mögulega er þetta biðleikur. Það eru margir boltar á lofti um hvað getur gerst. Hins vegar ef það lítur út þannig að verðbólga sé að fara að aukast aftur eða þetta sé ekki að ganga upp, þá verðum við náttúrlega að bregðast við. Við eigum engan annan kost,” segir Ásgeir. Samkvæmt greiningu Seðlabankans hefur dregið úr neyslu heimilanna en verðbólguvæntingar væru enn miklar. Verðbólga væri nú 7,8 prósent og hefði verið yfir 7,5 prósentum í 18 mánuði en bankinn reiknar með að hún verði að jafnaði 5 prósent að næsta ári. Kjarasamningar skiptu miklu máli um framhaldið. „Nafnlaunahækkanir eru ekki það sama og kaupmáttur. Of miklar nafnlaunahækkanir skila ekki kaupmætti. Eina leiðin til að fá kaupmátt er í rauninni að gera kjarasamninga sem tryggja verðstöðugleika,” segir seðlabankastjóri. Ásgeir vísar ásökunum þingmanns Flokks fólksins og formanns VR um mistök í vaxtamálum á bug. Vaxtalækkanir í faraldrinum hafi náð að verja fjölda starfa og framleiðslu. Þá hafi íbúðarverð undanfarin misseri hækkað þrátt fyrir vaxtahækkanir. En skipunartími þinn rennur út á næsta ári. Ætlar þú að sækjast eftir því að gegna embættinu áfram? „Já, ég geri ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson. Allir verða að dansa með Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir betra að sjá vextina standa í stað næstu ellefu vikurnar en horfa upp á enn eina hækkunina. Stýrivextir á Íslandi væru hins vegar allt of háir og væru að leika launafólk, smærri fyrirtæki og bændur grátt. Mikilvægt væri að ná nýjum samningum áður en gildandi skammtímasamningar renni út hinn 31. janúar. Allir væru meðvitaðir um að launahækkanir upp á tugi þúsunda skiptu litlu máli ef aðrir aðilar ætluðu að hækka verð á vöru og þjónustu langt umfram laun. „Það sem er að trufla þetta núna liggur alveg fyrir. Nú eru sveitarfélögin búin að tilkynna um umtalsverðar hækkanir á gjaldskrám sínum sem eiga að taka gildi núna um áramótin. Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé frá 5,5 prósentum upp í allt að 20 prósent á einstökum liðum hjá sveitarfélögunum,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Birgisson segir mikilvægt að sveitarfélögin og aðrir haldi aftur að sér með gjaldskrár- og verðhækkanir eigi að gera kjarasamninga á hóflegum nótum til að ná verðbólgunni niður.Vísir/Vilhelm Ef sveitarfélögin ætli ekki að taka þátt í þessari vegferð með verkalýðshreyfingunni væri alveg ljóst að ekki gæti orðið að slíku samkomulagi. „Um að ná niður vöxtum, búa hér til nýtt húsnæðislánakerfi og halda verðlagi stöðugu. Að allir aðilar skuldbindi sig til að hækka til dæmis ekki gjaldskrár og verð meira en um 2,5 prósent svo ég nefni eitthvað,” segir Vilhjálmur Birgisson.
Seðlabankinn Verðlag Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þrálát verðbólga heldur vöxtum áfram háum Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun. 22. nóvember 2023 12:23 Vöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum þótt verðbólguhorfur hafi versnað Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúinu og versnandi verðbólguhorfur þá hefur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 9,25 prósentum í annað skiptið í röð vegna óvissu um efnahagslegu áhrifin af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ákvörðunin er í takt við væntingar nærri allra markaðsaðila og greinenda en peningastefnunefndin undirstrikar að mögulega þurfi að hækka vexti enn frekar síðar meir. 22. nóvember 2023 08:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Þrálát verðbólga heldur vöxtum áfram háum Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun. 22. nóvember 2023 12:23
Vöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum þótt verðbólguhorfur hafi versnað Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúinu og versnandi verðbólguhorfur þá hefur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 9,25 prósentum í annað skiptið í röð vegna óvissu um efnahagslegu áhrifin af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ákvörðunin er í takt við væntingar nærri allra markaðsaðila og greinenda en peningastefnunefndin undirstrikar að mögulega þurfi að hækka vexti enn frekar síðar meir. 22. nóvember 2023 08:56