Innlent

Bein út­sending: Fundað um for­varnir gegn of­beldi meðal barna

Samúel Karl Ólason skrifar
Silhouette of sad and depressed woman sitting on the floor at home
Getty

Samband íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneyti og fleiri halda opinn fund um mikilvægi forvarna gegn ofbeldi í dag. Fundurinn ber yfirskriftina „Tökum samtalið“ og fer hann fram rafrænt en áhorfendur geta sent inn spurningar.

Í tilkynningu segir að markmið fundarins sé að vekja athygli á brýnni þörf fyrir samstillt átak í forvörnum gegn ofbeldi gegn og meðal barna og auka meðvitund um hvernig ríki, sveitarfélög, foreldrar, forsjáraðilar og önnur sem koma að málefnum barna geta tekið virkan þátt í því að tryggja öruggt samfélag fyrir öll.

Sérfræðingar sem hafa unnið að málaflokknum halda erindi á fundinum og í lokin verður opið samtal og fá áhorfendur þá tækifæri til að spyrja spurninga. Það er gert í gegnum slido.com.

Erindi fundarins miða að því að gefa foreldrum og forsjáraðilum innsýn og verkfæri sem mótvægi við neikvæð samfélagsleg áhrif sem steðja að í lífi barna og ungmenna.

Horfa má á fundinn í spilaranum hér að neðan og hefst hann klukkan 13:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×