Klopp eins og þrumuský á blaðamannafundi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2023 07:31 Jürgen Klopp var ekki sáttur við hvar blaðamannafundurinn eftir leikinn gegn Toulouse var haldinn. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki beint í góðu skapi eftir leikinn gegn Toulouse í Evrópudeildinni í gær. Ekki nóg með að Liverpool tapaði leiknum heldur þurfti Klopp að svara spurningum blaðamanna undir fagnaðarlátum stuðningsmanna Toulouse. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Toulouse, 3-2, á útivelli í E-riðli Evrópudeildarinnar í gær. Með sigri hefði Rauði herinn tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Eftir leikinn var blaðamannafundur Liverpool haldinn í einhvers konar tjaldi. Þar heyrðist vel í stuðningsmönnum Toulouse sem fögnuðu sigrinum á hæsta styrk svo það heyrðist varla í Klopp sem var hinn pirraðasti. „Hverjum datt í hug að halda blaðamannafund hér? Það er mjög áhugaverð spurning. Vá,“ sagði Þjóðverjinn sem horfði í kringum sig í smá stund áður en hann svaraði næstu spurningu. "Who had the idea to do the press conference here?" Jurgen Klopp was left furious after his post-match press conference was interrupted by Toulouse's celebrations pic.twitter.com/YGMOf5gzso— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 9, 2023 Liverpool lenti tvisvar tveimur mörkum undir í leiknum í Toulouse í gær. En Diogo Jota kveikti vonarneista hjá gestunum þegar hann minnkaði muninn á 89. mínútu. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Jarell Quansah þriðja mark Liverpool en það var dæmt af vegna hendi á Alexis Mac Allister. Liverpool er enn á toppi E-riðils með níu stig en Toulouse er í 2. sætinu með sjö stig. Næsti leikur Liverpool, og sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Evrópudeild UEFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Toulouse, 3-2, á útivelli í E-riðli Evrópudeildarinnar í gær. Með sigri hefði Rauði herinn tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Eftir leikinn var blaðamannafundur Liverpool haldinn í einhvers konar tjaldi. Þar heyrðist vel í stuðningsmönnum Toulouse sem fögnuðu sigrinum á hæsta styrk svo það heyrðist varla í Klopp sem var hinn pirraðasti. „Hverjum datt í hug að halda blaðamannafund hér? Það er mjög áhugaverð spurning. Vá,“ sagði Þjóðverjinn sem horfði í kringum sig í smá stund áður en hann svaraði næstu spurningu. "Who had the idea to do the press conference here?" Jurgen Klopp was left furious after his post-match press conference was interrupted by Toulouse's celebrations pic.twitter.com/YGMOf5gzso— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 9, 2023 Liverpool lenti tvisvar tveimur mörkum undir í leiknum í Toulouse í gær. En Diogo Jota kveikti vonarneista hjá gestunum þegar hann minnkaði muninn á 89. mínútu. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Jarell Quansah þriðja mark Liverpool en það var dæmt af vegna hendi á Alexis Mac Allister. Liverpool er enn á toppi E-riðils með níu stig en Toulouse er í 2. sætinu með sjö stig. Næsti leikur Liverpool, og sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira