„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 07:31 Óvíst er hvenær Gunnar Nelson snýr aftur í UFC bardagabúrið. Vísir/Getty Óljóst er á þessari stundu hvenær Gunnar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sambandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmtilegar fréttir. Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“ MMA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Gunnar er á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC og á hann enn nokkra bardaga eftir af núverandi samningi sínum við bardagasambandið. Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bardaga sínum við Bryan Barberena í London í mars fyrr á þessu ári. „Eins og er hefur einbeitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmislegt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undirbúning fyrir bardaga eins og er. Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint tilbúinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitthvað aðeins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmtilegar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“ Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntanlegum endalokum samstarfs UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið USADA þann 1. janúar á næsta ári. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í framhaldinu í samstarfi við Drug Free Sports International. Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrirkomulagi í tengslum við lyfjaeftirlit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka áherslu að bardagakappar séu lyfjaprófaðir. „Þetta eru ekki skemmtilegar fréttir,“ segir Gunnar um væntanlegan viðskilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svolítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bardagasamböndum í Ameríku. Þar er lyfjaeftirlitið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi augaleið að margir af þessum íþróttamönnum séu ekki alveg clean athletes.“ „Mér finnst það bara svolítið leiðinleg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðkenda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í íþróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögulega. Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig einhver lyf og efni, að þú verðir ekki samkeppnishæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðinlegt, ef ég á að segja alveg eins og er.“
MMA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira