„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2023 11:54 Þyrlur frá ýmsum flugfélögum fara margar útsýnisferðir á dag yfir eldgosið við Litla-Hrút. Vísir/Vilhelm Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira
Síðan eldgosið við Litla-Hrút hófst hafa borgarbúar og íbúar Kársness margir hverjir þurft að þola mikinn hávaða frá þyrlum á leið í útsýnisflug yfir gosið. Þyrlurnar fara margar ferðir á dag og hefur borginni borist fjölmargar kvartanir vegna hávaðans. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgaryfirvöld nú skoða hvort flugvöllur á Hólmsheiði sé mögulegur kostur sem gæti nýst útsýnisfluginu til frambúðar. „Það er í skoðun, það er flugvöllur á Hólmsheiði sem fisflugfélagið notar. Þannig þetta er býsna stórt svæði sem við köllum þessu nafni og það er alls ekki sama hvar svoleiðis er sett niður en það gæti verið tækifæri þarna á ákveðnum stöðum þar sem þegar hefur verið skilgreindur flugvöllur að prjóna yfir það og koma þar upp aðstöðu. Það er auðvitað ekki hægt að slá því föstu,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir flugvöll sem ISAVIA og ríkið lofuðu árið 2013 að byggja hefði getað bjargað málunum. „Í stóra samhenginu er sárgrætilegt að það eru tíu ár síðan skrifað var undir samkomulag þar sem ríkið og borgin skuldbundu sig til að gera nýjan völl fyrir æfingar og kennslu á einkaflugi sem færi þá úr Vatnsmýrinni. Það hefði verið mjög auðvelt aðkoma allri þyrluaðstöðu fyrir á þeim velli en hann hefur enn ekki litið dagsins ljós,“ segir Dagur. Hann bendir á að fólk eigi að kvarta til heilbrigðiseftirlitsins vegna hljóðmengunar en ekki til ISAVIA. „Þetta er töluvert stór hluti af höfuðborgarsvæðinu sem verður var við þessa aukna þyrluferð. Ég held að það sé öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira