Breiðablik og Ísland í aðalhlutverki í stórri grein á ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:02 Hér má sjá fyrirsögnina og aðalmyndina á fréttinni á ESPN vefnum. Skjámynd/ESPN ESPN gefur lesendum sínum sína upplifun af Meistaradeildarleikjunum sem fóru fram í Kópavogi á dögunum. Ræddu meðal annars við einn svekktan leikmann sem fékk ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir rassskellinn á móti Blikum. Meistaradeildin í fótbolta 2023-24 er farin af stað en hún hófst í ár með for-forkeppni á Kópavogsvellinum í síðustu viku. Blikar tryggði sér sæti í forkeppninni með sannfærandi hætti, fyrst sögulega stórum 7-1 sigri á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitunum og svo 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum. ESPN mætti til Íslands og í Kópavoginn og fjallaði um fyrstu leiki keppninnar í ár. Blaðamaðurinn Mark Ogden hefur nú skilað inn athyglisverði grein um leikina og heimsókn sína til Íslands. Greinin hófst á stuttu viðtali við Antonio Barretta hjá Tre Penne sem var að upplifa æskudrauminn sinn að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði mark liðsins í 7-1 tapinu á móti Blikum. „Það olli smá vonbrigðum að fá ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leikinn. Ég held að UEFA ætti að laga það fyrir okkur en engu að síður var það mjög góð tilfinning að skora í Meistaradeildinni,“ sagði Antonio Barretta. Ogden ræðir við leikmenn úr liðunum og fer yfir aðstæður bæði á Kópavogsvelli og á hinu dýra Íslandi. Það er farið yfir hvað það kostaði liðin að koma og gista á Íslandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, talaði um þá ótrúlegu reynslu að fá að taka þátt í Evrópukeppni og um muninn á liðunum frá litlu þjóðunum og þeim stærri og sterkari. Ogden ræðir einnig við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem fór á kostum í þessum tveimur leikjum. Höskuldur segir þar að fótboltinn sé hans aðalstarf en að hann sinni einnig bakarastörfum í kringum hátíðirnar. Það má sjá lesa þessi viðtöl sem og lýsingu á heimsókninni til Íslands með því að smella hér. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Meistaradeildin í fótbolta 2023-24 er farin af stað en hún hófst í ár með for-forkeppni á Kópavogsvellinum í síðustu viku. Blikar tryggði sér sæti í forkeppninni með sannfærandi hætti, fyrst sögulega stórum 7-1 sigri á Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitunum og svo 5-0 sigri á Buducnost frá Svartfjallalandi í úrslitaleiknum. ESPN mætti til Íslands og í Kópavoginn og fjallaði um fyrstu leiki keppninnar í ár. Blaðamaðurinn Mark Ogden hefur nú skilað inn athyglisverði grein um leikina og heimsókn sína til Íslands. Greinin hófst á stuttu viðtali við Antonio Barretta hjá Tre Penne sem var að upplifa æskudrauminn sinn að skora í Meistaradeildinni en hann skoraði mark liðsins í 7-1 tapinu á móti Blikum. „Það olli smá vonbrigðum að fá ekki að heyra Meistaradeildarlagið fyrir leikinn. Ég held að UEFA ætti að laga það fyrir okkur en engu að síður var það mjög góð tilfinning að skora í Meistaradeildinni,“ sagði Antonio Barretta. Ogden ræðir við leikmenn úr liðunum og fer yfir aðstæður bæði á Kópavogsvelli og á hinu dýra Íslandi. Það er farið yfir hvað það kostaði liðin að koma og gista á Íslandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, talaði um þá ótrúlegu reynslu að fá að taka þátt í Evrópukeppni og um muninn á liðunum frá litlu þjóðunum og þeim stærri og sterkari. Ogden ræðir einnig við Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem fór á kostum í þessum tveimur leikjum. Höskuldur segir þar að fótboltinn sé hans aðalstarf en að hann sinni einnig bakarastörfum í kringum hátíðirnar. Það má sjá lesa þessi viðtöl sem og lýsingu á heimsókninni til Íslands með því að smella hér.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira