Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 79-82 | Keflvíkingar misstu 3. sætið Andri Már Eggertsson skrifar 30. mars 2023 22:46 KR- Keflavík Subway deild karla KKÍ 2022 - 2023. vísir/vilhelm Grannarnir og erkifjendurnir Keflavík og Njarðvík áttust við í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn olli engum vonbrigðum og gestirnir frá Njarðvík unnu að lokum nauman þriggja stiga sigur, 79-82, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Það var látið reyna á Hörð Axel Vilhjálmsson sem var í byrjunarliði Keflavíkur í kvöld. Hörður Axel hefur verið að glíma við meiðsli og misst af síðustu fjórum leikjum. Það var ekkert hik á Herði sem kveikti í húsinu með þriggja stiga körfu á fyrstu mínútunni. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta fjórðungi en Maciek Stanislav Baginski endaði á að setja niður flautuþrist og kom Njarðvík tveimur stigum yfir 20-22. David Okeke átti tilþrif kvöldsins þegar hann tróð yfir Mario Matasovic sem braut á honum í leiðinni. Þessi troðsla kveikti í Okeke sem spilaði vel í öðrum leikhluta. Okeke gerði sex stig, tók sex fráköst og fiskaði sex villur. Keflavík spilaði betur á báðum endum í öðrum leikhluta og vann fjórðunginn með fimm stigum. Heimamenn voru því þremur stigum yfir í hálfleik 41-38. Njarðvík byrjaði seinni hálfleik töluvert betur og gerði fyrstu fjórar körfurnar í síðari hálfleik. Keflavík var að tapa klaufalegum boltum ásamt því að fá á sig sóknarvillur. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé eftir að Njarðvík komst átta stigum yfir. Heimamenn voru ekki lengi að svara og gerðu sjö stig í röð. Ólíkt fyrri hálfleik komu áhlaup frá báðum liðum í þriðja leikhluta. Heimamenn enduðu leikhlutann á afar jákvæðum nótum og voru fjórum stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Síðasti leikhluti var æsispennandi. Liðin skiptust á körfum á lokamínútunum. Dedrick Deon Basile jafnaði leikinn þegar 40 sekúndur voru eftir en í kjölfarið tapaði Halldór Garðar boltanum og Nacho Martin setti niður þrist. Keflavík fékk þrjár sekúndur til að jafna og stillti upp í kerfi fyrir Igor Maric sem klikkaði á þriggja stiga skoti. Maric vildi fá villu ásamt öllum öðrum Keflvíkingum og það voru mikil læti eftir leik. Njarðvík vann þriggja stiga sigur 79-82. Af hverju vann Njarðvík? Þetta var hörkuleikur og munurinn á liðunum afar lítill. Njarðvík vann síðasta fjórðung með sjö stigum. Keflavík spilaði töluvert betur í kvöld heldur en í undanförnum leikjum og það var afar lítill munur á liðunum í kvöld. Nacho Martin var hetja Njarðvíkur þar sem hann stal boltanum og gerði sigurkörfuna. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke spilaði afar vel í kvöld. Okeke byrjaði á bekknum en þegar hann var inn á tók hann mikið til sín. Okeke endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 10 stig og tók 10 fráköst. Okeke fiskaði sjö villur og var framlagshæstur með 15 framlagspunkta. Nacho Martin átti ekki sinn besta skotleik en gerði sigurkörfuna. Nacho var 1 af 7 í þriggja stiga skotum áður en hann tók þriggja stiga skotið sem tryggði Njarðvík sigurinn. Hvað gekk illa? Þegar fjórar mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og með leikinn í hendi sér. Keflavík gerði aðeins eina körfu úr opnum leik á síðustu fjórum mínútunum og Njarðvík vann á endanum leikinn með þremur stigum. Hvað gerist næst? Úrslitakeppnin hefst í næstu viku og það liggur fyrir hvaða lið mætast. Njarðvík mætir Grindavík á þriðjudaginn klukkan 20:15. Keflavík fær Tindastól í heimsókn á miðvikudaginn klukkan 20:15. Hjalti: Ætlum að vinna alla leiki sem við förum í Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu Keflavíkur í kvöld þrátt fyrir þriggja stiga tap gegn Njarðvík. „Auðvitað var svekkjandi að vinna ekki leikinn en ég kallaði eftir frammistöðu og ég fékk hana. Það hefði auðvitað verið flott að fá tvö stig en það var ekki það sem skipti öllu máli. Við sýndum karakter og vilja í kvöld,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir tap gegn Njarðvík. Keflavík spilaði sinn besta leik í langan tíma og Hjalti var ánægður með frammistöðu Keflavíkur í kvöld. „Þetta er bara í hausnum á mönnum. Menn verða að ákveða að gera þessa jákvæðu hluti og menn verða að gera það saman. Um leið og við gerum það þá erum við mjög góðir og það gerist ekkert nema að við gerum það sjálfir og það hefur oft verið eins og við höfum verið að bíða eftir einhverjum öðrum frekar en að taka af skarið sjálfir.“ Igor Maric fékk tækifæri á að jafna leikinn. Hjalta fannst brotið á Maric í skotinu og hefði viljað fá villu. „Þetta var klárlega villa en dómarinn sleppti villunni og þannig er það bara.“ Keflavík mætir Tindastóli í 8-liða úrslitum og Hjalti sagði að Keflavík færi inn í úrslitakeppnina með það hugarfar að ætla að vinna alla leiki. „Við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í,“ Hjalti sagðist ekki vera viss hvenær Eric Ayala, Bandaríkjamaður Keflvíkinga, kæmi til baka úr meiðslum. „Mér var sagt 2-3 vikur en mér var líka sagt að Hörður Axel væri frá út tímabilið þannig að ég vona að Eric verði klár í næsta leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum. Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Grannarnir og erkifjendurnir Keflavík og Njarðvík áttust við í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn olli engum vonbrigðum og gestirnir frá Njarðvík unnu að lokum nauman þriggja stiga sigur, 79-82, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Það var látið reyna á Hörð Axel Vilhjálmsson sem var í byrjunarliði Keflavíkur í kvöld. Hörður Axel hefur verið að glíma við meiðsli og misst af síðustu fjórum leikjum. Það var ekkert hik á Herði sem kveikti í húsinu með þriggja stiga körfu á fyrstu mínútunni. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta fjórðungi en Maciek Stanislav Baginski endaði á að setja niður flautuþrist og kom Njarðvík tveimur stigum yfir 20-22. David Okeke átti tilþrif kvöldsins þegar hann tróð yfir Mario Matasovic sem braut á honum í leiðinni. Þessi troðsla kveikti í Okeke sem spilaði vel í öðrum leikhluta. Okeke gerði sex stig, tók sex fráköst og fiskaði sex villur. Keflavík spilaði betur á báðum endum í öðrum leikhluta og vann fjórðunginn með fimm stigum. Heimamenn voru því þremur stigum yfir í hálfleik 41-38. Njarðvík byrjaði seinni hálfleik töluvert betur og gerði fyrstu fjórar körfurnar í síðari hálfleik. Keflavík var að tapa klaufalegum boltum ásamt því að fá á sig sóknarvillur. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé eftir að Njarðvík komst átta stigum yfir. Heimamenn voru ekki lengi að svara og gerðu sjö stig í röð. Ólíkt fyrri hálfleik komu áhlaup frá báðum liðum í þriðja leikhluta. Heimamenn enduðu leikhlutann á afar jákvæðum nótum og voru fjórum stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Síðasti leikhluti var æsispennandi. Liðin skiptust á körfum á lokamínútunum. Dedrick Deon Basile jafnaði leikinn þegar 40 sekúndur voru eftir en í kjölfarið tapaði Halldór Garðar boltanum og Nacho Martin setti niður þrist. Keflavík fékk þrjár sekúndur til að jafna og stillti upp í kerfi fyrir Igor Maric sem klikkaði á þriggja stiga skoti. Maric vildi fá villu ásamt öllum öðrum Keflvíkingum og það voru mikil læti eftir leik. Njarðvík vann þriggja stiga sigur 79-82. Af hverju vann Njarðvík? Þetta var hörkuleikur og munurinn á liðunum afar lítill. Njarðvík vann síðasta fjórðung með sjö stigum. Keflavík spilaði töluvert betur í kvöld heldur en í undanförnum leikjum og það var afar lítill munur á liðunum í kvöld. Nacho Martin var hetja Njarðvíkur þar sem hann stal boltanum og gerði sigurkörfuna. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke spilaði afar vel í kvöld. Okeke byrjaði á bekknum en þegar hann var inn á tók hann mikið til sín. Okeke endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 10 stig og tók 10 fráköst. Okeke fiskaði sjö villur og var framlagshæstur með 15 framlagspunkta. Nacho Martin átti ekki sinn besta skotleik en gerði sigurkörfuna. Nacho var 1 af 7 í þriggja stiga skotum áður en hann tók þriggja stiga skotið sem tryggði Njarðvík sigurinn. Hvað gekk illa? Þegar fjórar mínútur voru eftir var Keflavík sex stigum yfir og með leikinn í hendi sér. Keflavík gerði aðeins eina körfu úr opnum leik á síðustu fjórum mínútunum og Njarðvík vann á endanum leikinn með þremur stigum. Hvað gerist næst? Úrslitakeppnin hefst í næstu viku og það liggur fyrir hvaða lið mætast. Njarðvík mætir Grindavík á þriðjudaginn klukkan 20:15. Keflavík fær Tindastól í heimsókn á miðvikudaginn klukkan 20:15. Hjalti: Ætlum að vinna alla leiki sem við förum í Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu Keflavíkur í kvöld þrátt fyrir þriggja stiga tap gegn Njarðvík. „Auðvitað var svekkjandi að vinna ekki leikinn en ég kallaði eftir frammistöðu og ég fékk hana. Það hefði auðvitað verið flott að fá tvö stig en það var ekki það sem skipti öllu máli. Við sýndum karakter og vilja í kvöld,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson eftir tap gegn Njarðvík. Keflavík spilaði sinn besta leik í langan tíma og Hjalti var ánægður með frammistöðu Keflavíkur í kvöld. „Þetta er bara í hausnum á mönnum. Menn verða að ákveða að gera þessa jákvæðu hluti og menn verða að gera það saman. Um leið og við gerum það þá erum við mjög góðir og það gerist ekkert nema að við gerum það sjálfir og það hefur oft verið eins og við höfum verið að bíða eftir einhverjum öðrum frekar en að taka af skarið sjálfir.“ Igor Maric fékk tækifæri á að jafna leikinn. Hjalta fannst brotið á Maric í skotinu og hefði viljað fá villu. „Þetta var klárlega villa en dómarinn sleppti villunni og þannig er það bara.“ Keflavík mætir Tindastóli í 8-liða úrslitum og Hjalti sagði að Keflavík færi inn í úrslitakeppnina með það hugarfar að ætla að vinna alla leiki. „Við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í,“ Hjalti sagðist ekki vera viss hvenær Eric Ayala, Bandaríkjamaður Keflvíkinga, kæmi til baka úr meiðslum. „Mér var sagt 2-3 vikur en mér var líka sagt að Hörður Axel væri frá út tímabilið þannig að ég vona að Eric verði klár í næsta leik,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu