Ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum heldur hámarka arðsemi þeirra Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. mars 2023 22:01 Sigríður Dögg bendir á að íslensk ferðaþjónusta hafi skapað sér mjög sterka stöðu undanfarin ár en þá sé einnig mikilvægt að viðhalda þessari stöðu og standa vörð um ánægju ferðamanna. Íslandsstofa „Við þurfum að passa svolítið hvernig við tölum um ferðaþjónustuna. Fólk talar stundum á svolítið óvæginn hátt um ferðaþjónustuna, og ég er alveg ekki viss um að það sé henni eða okkur til tekna að tala um að Ísland sé uppselt eða að þurfi að loka landinu eða að við séum að drukkna í ferðamönnum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Sigríður mætti í viðtal hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um fjölda ferðamanna á Íslandi. Eins og umferðin hefði tvöfaldast Á dögunum birti Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur færslu á Facebook þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann telur að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. Sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að „drukkna í ferðamönnum.“ Reykjavík síðdegis ræddi við Þórarinn síðastliðinn mánudag. Í viðtalinu sagði Þórarinn að þeir leiðsögumenn sem hann hafi rætt við um málið séu flestir sammála honum.„Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk.“ Aðspurður um það hvernig hægt væri að leysa þetta sagði Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Markmið að draga úr árstíðasveiflu „Það er vissulega mikið af ferðamönnum núna í febrúar, en það hefur líka verið markmið hjá okkur í nokkur ár að draga úr árstíðasveiflu, og það er akkúrat það sem við viljum sjá. Við viljum sjá jafnan ferðamannastraum til landsins þannig að megnið sé ekki að koma yfir sumartímann,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þá segir hún að þegar kemur að að kynningu og markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu séu það lykilmarkmiðin að draga úr árstíðasveiflu annars vegar, og hins vegar að kynna aðra landshluta og hvetja ferðamenn til að ferðast víðar um landið. „Og við höfum séð mikinn árangur í þessu. Við vorum með mestu árshátíðsveiflu allra Norðurlanda fyrir áratug. Í dag erum við í öðru sæti á eftir Finnlandi,“ segir Sigríður og bætir við að á síðasta ári hafi 61 prósent erlendra ferðamanna komið hingað til lands utan háannatíma. Að sögn Sigríðar er staðan ennþá sú að í dag kemur megnið af erlendum ferðamönnum til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. „En það er verið að gera ýmislegt, til dæmis að kynna nýjar gáttir inn í landið eins og Akureyri og Egilsstaði. Og það eru mjög spennandi tíðindi sem eru að koma út úr því verkefni. Það eru flugfélög sem eru að veðja á þessa landshluta, að fara beint þangað núna. Við erum að sjá það núna að það eru miklu fleiri ferðamenn að fara í þessa landshluta núna en áður.“ Málið með íslenska ferðaþjónustu er að þetta er mjög ný og stór grein, hún óx mjög hratt og fór úr því að vera mjög lítil yfir í að vera ein af okkar lykil útflutningsgreinum. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskan efnahag að fá aðra stoð þarna undir. Núna er markvisst verið að vinna í því að vera að fjölga þessum stoðum, eins og varðandi hugvit og skapandi greinar og annað. Þá bendir Sigríður á að í gegnum allan þennan vöxt ferðaþjónustunnar hér á landi hefur ánægja ferðamanna haldist mjög há. „Stundum teljum við að það sé allt í kalda koli, og að fólki finnist vera alltof mikið af ferðamönnum í kringum sig. En ef við skoðum gögnin þá segja þau okkur að ferðamennirnir eru ánægðir með að koma hingað. En það eru áskoranir, og við þurfum að horfa til þess hvaða aðferðum er hægt að beita til að lyfta öðrum stöðum sem geta tekið á móti ferðamönnum. Þetta er vinna sem er að eiga sér stað í öllum landshlutum.“ Vel skilgreindur markhópur Aðspurð um hvað helst þurfi að laga í þessum málum nefnir Sigríður innviðamálin. „Það þarf að gæta að álag á fjölsóttustu staðina sé alltaf á grænu, að við séum ekki að fara umfram það sem staðirnir þola. Það eru einhverjir staðir þar sem væri hægt að grípa til einhverra aðgerða og stýra kannski betur.“ Þá segir Sigríður að markvisst sé verið að vinna að því ýta undir svokallaða fágæta ferðamennsku, sem sumir kalla „lúxus ferðamennsku.“ „Það er kannski vert að taka fram að það er ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum, heldur er markmiðið að auka arðsemi per ferðamann. Og við sjáum það, að í fyrra vorum við með 73 prósent af ferðamannafjölda sem var árið 2018, en við vorum hins vegar með 86 prósent af útflutningstekjum ferðaþjónustunnar 2018, sem þýðir að hver ferðamaður var að skila meira til þjóðarbúsins.“ Hún segir að ferðaþjónustan sé með skilgreindan markhóp. „Það eru ferðamenn sem vilja ferðast árið um kring, ekki bara um hásumarið. Þeir vilja ferðast utan alfaraleiða, eru tilbúnir til að ferðast í fleiri landshluti. Það eru ferðamenn sem bera virðingu fyrir náttúrunni, og hafa meira á milli handanna. Þegar við erum að keyra herferðir og auglýsingar þá erum við að reyna að ná til þessa fólks.“ Hún bendir á að íslensk ferðaþjónusta hafi skapað sér mjög sterka stöðu undanfarin ár en þá sé einnig mikilvægt að viðhalda þessari stöðu og standa vörð um þessa ánægju ferðamanna. „Fólk er að stoppa lengur en áður. Í fyrra vorum við með 73 prósent af ferðamönnum miðað við 2018 en fyrir sama tímabil vorum við með 94 prósent af gistinóttum. Þannig að það voru miklu fleiri gistinætur sem voru á bak við ferðamenn í fyrra heldur en árið 2018. Þannig að tíminn er að lengjast. Og það er akkúrat það sem við viljum. Við viljum ekki kynna Ísland sem helgaráfangastað. Við viljum hvetja fólk til að koma og vera hérna lengi, svo það geti ferðast í aðra landshluta.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Sigríður mætti í viðtal hjá Reykjavík síðdegis fyrr í dag og ræddi þar um fjölda ferðamanna á Íslandi. Eins og umferðin hefði tvöfaldast Á dögunum birti Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur færslu á Facebook þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann telur að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. Sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að „drukkna í ferðamönnum.“ Reykjavík síðdegis ræddi við Þórarinn síðastliðinn mánudag. Í viðtalinu sagði Þórarinn að þeir leiðsögumenn sem hann hafi rætt við um málið séu flestir sammála honum.„Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk.“ Aðspurður um það hvernig hægt væri að leysa þetta sagði Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Markmið að draga úr árstíðasveiflu „Það er vissulega mikið af ferðamönnum núna í febrúar, en það hefur líka verið markmið hjá okkur í nokkur ár að draga úr árstíðasveiflu, og það er akkúrat það sem við viljum sjá. Við viljum sjá jafnan ferðamannastraum til landsins þannig að megnið sé ekki að koma yfir sumartímann,“ segir Sigríður Dögg í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þá segir hún að þegar kemur að að kynningu og markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu séu það lykilmarkmiðin að draga úr árstíðasveiflu annars vegar, og hins vegar að kynna aðra landshluta og hvetja ferðamenn til að ferðast víðar um landið. „Og við höfum séð mikinn árangur í þessu. Við vorum með mestu árshátíðsveiflu allra Norðurlanda fyrir áratug. Í dag erum við í öðru sæti á eftir Finnlandi,“ segir Sigríður og bætir við að á síðasta ári hafi 61 prósent erlendra ferðamanna komið hingað til lands utan háannatíma. Að sögn Sigríðar er staðan ennþá sú að í dag kemur megnið af erlendum ferðamönnum til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. „En það er verið að gera ýmislegt, til dæmis að kynna nýjar gáttir inn í landið eins og Akureyri og Egilsstaði. Og það eru mjög spennandi tíðindi sem eru að koma út úr því verkefni. Það eru flugfélög sem eru að veðja á þessa landshluta, að fara beint þangað núna. Við erum að sjá það núna að það eru miklu fleiri ferðamenn að fara í þessa landshluta núna en áður.“ Málið með íslenska ferðaþjónustu er að þetta er mjög ný og stór grein, hún óx mjög hratt og fór úr því að vera mjög lítil yfir í að vera ein af okkar lykil útflutningsgreinum. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskan efnahag að fá aðra stoð þarna undir. Núna er markvisst verið að vinna í því að vera að fjölga þessum stoðum, eins og varðandi hugvit og skapandi greinar og annað. Þá bendir Sigríður á að í gegnum allan þennan vöxt ferðaþjónustunnar hér á landi hefur ánægja ferðamanna haldist mjög há. „Stundum teljum við að það sé allt í kalda koli, og að fólki finnist vera alltof mikið af ferðamönnum í kringum sig. En ef við skoðum gögnin þá segja þau okkur að ferðamennirnir eru ánægðir með að koma hingað. En það eru áskoranir, og við þurfum að horfa til þess hvaða aðferðum er hægt að beita til að lyfta öðrum stöðum sem geta tekið á móti ferðamönnum. Þetta er vinna sem er að eiga sér stað í öllum landshlutum.“ Vel skilgreindur markhópur Aðspurð um hvað helst þurfi að laga í þessum málum nefnir Sigríður innviðamálin. „Það þarf að gæta að álag á fjölsóttustu staðina sé alltaf á grænu, að við séum ekki að fara umfram það sem staðirnir þola. Það eru einhverjir staðir þar sem væri hægt að grípa til einhverra aðgerða og stýra kannski betur.“ Þá segir Sigríður að markvisst sé verið að vinna að því ýta undir svokallaða fágæta ferðamennsku, sem sumir kalla „lúxus ferðamennsku.“ „Það er kannski vert að taka fram að það er ekki markmiðið að fjölga ferðamönnum, heldur er markmiðið að auka arðsemi per ferðamann. Og við sjáum það, að í fyrra vorum við með 73 prósent af ferðamannafjölda sem var árið 2018, en við vorum hins vegar með 86 prósent af útflutningstekjum ferðaþjónustunnar 2018, sem þýðir að hver ferðamaður var að skila meira til þjóðarbúsins.“ Hún segir að ferðaþjónustan sé með skilgreindan markhóp. „Það eru ferðamenn sem vilja ferðast árið um kring, ekki bara um hásumarið. Þeir vilja ferðast utan alfaraleiða, eru tilbúnir til að ferðast í fleiri landshluti. Það eru ferðamenn sem bera virðingu fyrir náttúrunni, og hafa meira á milli handanna. Þegar við erum að keyra herferðir og auglýsingar þá erum við að reyna að ná til þessa fólks.“ Hún bendir á að íslensk ferðaþjónusta hafi skapað sér mjög sterka stöðu undanfarin ár en þá sé einnig mikilvægt að viðhalda þessari stöðu og standa vörð um þessa ánægju ferðamanna. „Fólk er að stoppa lengur en áður. Í fyrra vorum við með 73 prósent af ferðamönnum miðað við 2018 en fyrir sama tímabil vorum við með 94 prósent af gistinóttum. Þannig að það voru miklu fleiri gistinætur sem voru á bak við ferðamenn í fyrra heldur en árið 2018. Þannig að tíminn er að lengjast. Og það er akkúrat það sem við viljum. Við viljum ekki kynna Ísland sem helgaráfangastað. Við viljum hvetja fólk til að koma og vera hérna lengi, svo það geti ferðast í aðra landshluta.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira