Skynvíkkunarrokkarar með skæting snúa aftur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Anton Newcombe og félagar koma fram í Gamla bíói 3. mars næstkomandi. aðsend Anton Newcombe er forsprakki sýrurokkssveitarinnar The Brian Jonestown Massacre. Í byrjun mars snýr hann aftur til landsins sem hann dvaldi á löngum stundum snemma á þessu árþúsundi. Ástæðan eru tónleikar sveitarinnar í Gamla bíói þann 3. mars næstkomandi. Þar verður ekkert hálfkák í boði, engin óþarfa upphitunarbönd og von á þriggja tíma prógrammi. Sveitin, sem á sér dyggan aðdáendahóp hér á landi, lék síðast á tónleikum hér á Nasa árið 2006. Nokkrir Íslendingar hafa leikið með sveitinni í gegnum tíðina. Hákon Aðalsteinsson, sem gert hefur það gott erlendis með sveit sinni The Third Sound, hefur verið á gítar síðan 2018 og Hallberg Daði Hallbergsson lék á bassa á tímabili fyrir heimsfaraldurinn. Anemone hefur af einni eða annarri ástæðu orðið að mest streymda lagi sveitarinnar. Lagið var m.a. í uppáhaldi hjá Anthony Bourdain sem hafði orð á því við Rolling Stone að hann hafi kynnst laginu „gegnvotur af ópíötum og eftirsjá, og orðið hugfanginn af því“. Árið 2003 hituðu töffararokkararnir í Singapore Sling upp fyrir sveitina á tónleikum í Mercury Lounge í New York. Upp úr því þróaðist vinskapur sem leiddi til þess að Anton fór að venja komur sínar hingað og að hann tæki eins konar ástfóstri við landinu. Plöturnar My Bloody Underground frá 2008 og Who Killed Sgt. Pepper frá 2010 voru að öllu eða hluta til teknar upp hérlendis ásamt ýmsu efni sem kom út á stuttskífum á svipuðum tíma. Unnur Andrea Einarsdóttir, sem gerir í dag tónlist undir nafninu Apex Anima, söng inn á nokkur lög með sveitinni. Forsagan að því var ekki flóknari en svo að Anton spurði hana á barvakt á Sirkus hvort hún kynni að syngja. Auk þess komu Henrik Baldvin Björnsson, forsprakki Singapore Sling, og myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur að lögum á plötunum. Nokkuð er síðan Anton fór á snúruna en á árum áður var hann alræmdur fyrir gegndarlausan gleðskap og manískan lífstíl, og til eru margar skrautlegar sögur af honum frá tíma hans hérlendis. Sama gegnir um upphafsár BJM í Bandaríkjunum sem voru gerð ágæt skil í heimildarmyndinni Dig! frá 2004. Í henni eru stormasamt samband sveitarinnar við rokksveitina The Dandy Warhols til umfjöllunar. Kótilettan 2023 verður haldin 3. mars í Gamla bíói. Joel Gion tambúrínugení Brian Jonestown Massacre og Anton Newcombe í hljómsveitarmyndatöku í heimildarmyndinni Dig!skjáskot Í dag slást hljómsveitarmeðlimirnir umtalsvert minna hver við annan á tónleikum, hvað þá við áhorfendur, en eins og kemur fram í nýlegri umfjöllun The Guardian þá lætur Anton enn í dag hina meðlimina heyra það á miðjum tónleikum. The Brian Jonestown Massacre var stofnuð í San Francisco árið 1990. Rúmum þrjátíu árum síðar var sveitin að enda við að gefa út sína tuttugustu breiðskífu, The Future Is Your Past, sem er til marks um gríðarlegan sköpunarkraft samkundunnar síbreytilegu. Töluverð umskipti hafa orðið á meðlimaskipan og tónlistarstíl hjá þeim gegnum tíðina. Ræturnar hafa þó alltaf legið í sixtís sýru- og bílskúrsrokki í bandarísku skilgreiningunni. Á allra fyrstu útgáfum, þá helst á Methodrone frá 1995, mátti heyra töluverðan táglápstón að hætti My Bloody Valentine og fleiri samtímasveita, en hin heilaga þrenning breiðskífa frá árinu 1996 markaði skýra stefnu fyrir hljóðheiminn sem sveitin varð þekkt fyrir: Their Satanic Majesties’ Second Request sem sjálfstætt framhald skynvillutrufluðu Rolling Stones plötunnar. Take It From The Man! sem hluti af endurkomu bresks bílskúrsrokks. Thank God for Mental Illness sem enn hrárri og þjóðlagaskotnari partur af hljóðmynd bandsins. Lagið Straight Up And Down var síðar notað sem upphafsstefið í þáttunum Boardwalk Empire. Eftir skinið, skynörvunina og skúrirnar sem einkenna sögu sveitarinnar býr Anton í dag í Berlín og tekur upp tónlist annarra milli þess sem hann sinnir sinni eigin. Þökk sé skapstærð sinni og þrjósku á hann í dag réttinn á allri tónlist BJM ólíkt mörgum öðrum hljómsveitum sem störfuðu samsíða honum og afsöluðu sér réttinum til útgáfurisanna. Á gjörbreyttum tónlistarmarkaði hafa þeir hver af öðrum tekið hamskiptum eða leyst upp og rétturinn á tónlistinni jafnvel horfið eitthvert inn í hringiðu þess ferlis. Tónleikarnir í Gamla bíó eru liður í 25 ára afmælishátíðarhöldum plötubúðarinnar 12 Tóna, en Anton kallaði á árum áður eigendur hennar „patróna“ sína. Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Ástæðan eru tónleikar sveitarinnar í Gamla bíói þann 3. mars næstkomandi. Þar verður ekkert hálfkák í boði, engin óþarfa upphitunarbönd og von á þriggja tíma prógrammi. Sveitin, sem á sér dyggan aðdáendahóp hér á landi, lék síðast á tónleikum hér á Nasa árið 2006. Nokkrir Íslendingar hafa leikið með sveitinni í gegnum tíðina. Hákon Aðalsteinsson, sem gert hefur það gott erlendis með sveit sinni The Third Sound, hefur verið á gítar síðan 2018 og Hallberg Daði Hallbergsson lék á bassa á tímabili fyrir heimsfaraldurinn. Anemone hefur af einni eða annarri ástæðu orðið að mest streymda lagi sveitarinnar. Lagið var m.a. í uppáhaldi hjá Anthony Bourdain sem hafði orð á því við Rolling Stone að hann hafi kynnst laginu „gegnvotur af ópíötum og eftirsjá, og orðið hugfanginn af því“. Árið 2003 hituðu töffararokkararnir í Singapore Sling upp fyrir sveitina á tónleikum í Mercury Lounge í New York. Upp úr því þróaðist vinskapur sem leiddi til þess að Anton fór að venja komur sínar hingað og að hann tæki eins konar ástfóstri við landinu. Plöturnar My Bloody Underground frá 2008 og Who Killed Sgt. Pepper frá 2010 voru að öllu eða hluta til teknar upp hérlendis ásamt ýmsu efni sem kom út á stuttskífum á svipuðum tíma. Unnur Andrea Einarsdóttir, sem gerir í dag tónlist undir nafninu Apex Anima, söng inn á nokkur lög með sveitinni. Forsagan að því var ekki flóknari en svo að Anton spurði hana á barvakt á Sirkus hvort hún kynni að syngja. Auk þess komu Henrik Baldvin Björnsson, forsprakki Singapore Sling, og myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur að lögum á plötunum. Nokkuð er síðan Anton fór á snúruna en á árum áður var hann alræmdur fyrir gegndarlausan gleðskap og manískan lífstíl, og til eru margar skrautlegar sögur af honum frá tíma hans hérlendis. Sama gegnir um upphafsár BJM í Bandaríkjunum sem voru gerð ágæt skil í heimildarmyndinni Dig! frá 2004. Í henni eru stormasamt samband sveitarinnar við rokksveitina The Dandy Warhols til umfjöllunar. Kótilettan 2023 verður haldin 3. mars í Gamla bíói. Joel Gion tambúrínugení Brian Jonestown Massacre og Anton Newcombe í hljómsveitarmyndatöku í heimildarmyndinni Dig!skjáskot Í dag slást hljómsveitarmeðlimirnir umtalsvert minna hver við annan á tónleikum, hvað þá við áhorfendur, en eins og kemur fram í nýlegri umfjöllun The Guardian þá lætur Anton enn í dag hina meðlimina heyra það á miðjum tónleikum. The Brian Jonestown Massacre var stofnuð í San Francisco árið 1990. Rúmum þrjátíu árum síðar var sveitin að enda við að gefa út sína tuttugustu breiðskífu, The Future Is Your Past, sem er til marks um gríðarlegan sköpunarkraft samkundunnar síbreytilegu. Töluverð umskipti hafa orðið á meðlimaskipan og tónlistarstíl hjá þeim gegnum tíðina. Ræturnar hafa þó alltaf legið í sixtís sýru- og bílskúrsrokki í bandarísku skilgreiningunni. Á allra fyrstu útgáfum, þá helst á Methodrone frá 1995, mátti heyra töluverðan táglápstón að hætti My Bloody Valentine og fleiri samtímasveita, en hin heilaga þrenning breiðskífa frá árinu 1996 markaði skýra stefnu fyrir hljóðheiminn sem sveitin varð þekkt fyrir: Their Satanic Majesties’ Second Request sem sjálfstætt framhald skynvillutrufluðu Rolling Stones plötunnar. Take It From The Man! sem hluti af endurkomu bresks bílskúrsrokks. Thank God for Mental Illness sem enn hrárri og þjóðlagaskotnari partur af hljóðmynd bandsins. Lagið Straight Up And Down var síðar notað sem upphafsstefið í þáttunum Boardwalk Empire. Eftir skinið, skynörvunina og skúrirnar sem einkenna sögu sveitarinnar býr Anton í dag í Berlín og tekur upp tónlist annarra milli þess sem hann sinnir sinni eigin. Þökk sé skapstærð sinni og þrjósku á hann í dag réttinn á allri tónlist BJM ólíkt mörgum öðrum hljómsveitum sem störfuðu samsíða honum og afsöluðu sér réttinum til útgáfurisanna. Á gjörbreyttum tónlistarmarkaði hafa þeir hver af öðrum tekið hamskiptum eða leyst upp og rétturinn á tónlistinni jafnvel horfið eitthvert inn í hringiðu þess ferlis. Tónleikarnir í Gamla bíó eru liður í 25 ára afmælishátíðarhöldum plötubúðarinnar 12 Tóna, en Anton kallaði á árum áður eigendur hennar „patróna“ sína.
Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira