Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 79-68 | Stjörnumenn jöfnuðu Stólana að stigum Kári Mímisson skrifar 9. febrúar 2023 22:45 Stólarnir hlupu á vegg, eða handakrika, í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Lærisveinar Pavels Ermolinskij í Tindastóli mættu Stjörnunni í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ nú í kvöld. Lokatölur 79-68 fyrir heimamenn í spennandi leik. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Tindastól að stigum og gerir baráttuna um sæti í úrslitakeppninni verulega spennandi. Leikurinn byrjaði hægt en það var lítið skorað í upphafi leiks. Tindastóll alltaf skrefinu á undan til að byrja með en þó voru heimamenn aldrei langt á eftir. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16-17 fyrir gestina í mjög opnum leik. Byrjunin á öðrum leikhluta voru lykil leikmenn strax komnir í villuvandræði. Bæði Adomas Drungilas og Ragnar Ágústsson voru snemma báðir komnir með þrjár villur. Lokakafli annars leikhluta var hinsvegar mjög góður hjá Tindastól sem lauk leikhlutanum með 1-13 kafla og staðan í hálfleik 33-48 fyrir gestina. Eitthvað hefur Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunar sagt við sína menn í hálfleik því jafnt og þétt saxaði Stjarnan á forskot Tindastóls sem voru í miklum vandræðum sérstaklega sóknarlega þar sem skotin vildu bara hreinlega ekki niður. Það sama var uppá teningnum í fjórða leikhluta. Stjarnan sigldi þessum sigri heim nokkuð þægilega og lánlausir Sauðkræklingar áttu í stökustu vandræðum að koma boltanum í körfuna. Lokatölur í Garðabænum 79-68 fyrir Stjörnuna. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan sýndi mikla yfirburði í seinni hálfleik og gekk á lagið á meðan Tindastóll gat hreinlega ekki keypt sér stig. Þessir stóðu upp úr Armani Moore spilaði sinn fyrsta leik eftir rúmlega mánaðar bið. Hann mætti til landsins 6. janúar en fékk bara leikheimild í vikunni þar sem útlendingastofnun hafði ekki fengið sakavottorðið hans frá Þýskalandi til sín. Armani hafði greinilega nýtt tíman vel því hann átti frábæran leik fyrir heimamenn. Skoraði 20 stigi, gaf 5 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Armani T´Bori Moore verst Pétri Rúnari Birgissyni.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Tindastóll skoraði 20 stig í seinni hálfleik! Heildar skotnýting liðsins er 39 prósent og af þriggja stiga línunni hittir Tindastóll 11 af 41 skoti (26 prósent). Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst við Hött á heimavelli. Tindastóll fá Hött í Síkið mánudaginn 13. febrúar og svo mætir Höttur í Umhyggjuhöllina og leika við Stjörnuna föstudaginn 17. Febrúar. Þetta eiga vera skyldusigrar fyrir bæði lið sem meiga ekki við því að misstíga í baráttunni við að komast í úrslitakeppnina. „Eins og alltaf þegar maður vinnur er það gleði“ Arnar sáttur að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Arnar var að vonum sáttur með sigurinn og var stuttorður þegar hann var spurður um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. „Eins og alltaf þegar maður vinnur er það gleði.“ En hver var munurinn á Stjörnuliðinu í fyrri og seinni hálfleik? „Sérstaklega eru það lokin á fyrri hálfleik sem eru slæm. Ég held að þeir klári þetta 13-0 eða eitthvað svoleiðis ef ég man þetta rétt. Fyrri hálfleikurinn í heild sinni var ekkert slakur en það voru síðustu fimm mínúturnar sem voru mjög lélegar. Hluti af því er að þeir hittu ekki jafn vel og svo er hvort er eggið og hvort er hænan skilur þú og hvort kemur á undan en það var svona það sem skipti mestu.” Arnar ekki jafn sáttur á meðan leik stóð.Vísir/Hulda Margrét Armani Moore lék loksins fyrir Stjörnuna í kvöld og var Arnar ánægður með hann sem og aðra í liðinu. „Ég er ánægður með hann. Þeir hafa byrjað oft verr í fyrsta leik en hann er nú samt búinn að hafa ágætis tíma til að aðlagast. Ég er bara mjög ánægður með hann og ekki bara hann, það voru margir sem áttu góðan leik. Júlíus Orri kom hérna og startaði þessu fyrir okkur í seinni hálfleik. Ég er rosalega ánægður með Friðrik Anton í dag til dæmis. Hann frákastaði vel og gerði mjög vel varnarlega. Þetta var liðs performance fannst mér.“ Antonio spilaði vel í kvöld og var að vonum ánægður með sigurinn. „Ég er bara ánægður að vera á vellinum eftir að hafa verið hér í einn mánuð þá er þetta frábært. Þetta var mjög líkamlegur leikur í dag og ég fékk að próf innri styrk minn hér í dag en það er bara gaman eftir að hafa verið í burtu í heila mánuð. Ég er búinn að æfa með liðsfélögum mínum á hverjum einasta degi og var vægast sagt spenntur að fá að koma og spila þennan leik.“ Myndir „Málaðu mig eins og eina af frönsku stelpunum þinum,“ gæti Antonio Keyshawn Woods verið að segja hér.Vísir/Hulda Margrét Antonio Keyshawn Woods í þann mund að fara troða.Vísir/Hulda Margrét Niels Gustav William Gutenius í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét Sigtryggur Arnar Björnsson í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Adama Kasper Darbo sáttur.Vísir/Hulda Margrét Allir sem einn og einn fyrir alla.Vísir/Hulda Margrét Stuð hjá Taiwo Hassan Badmus.Vísir/Hulda Margrét Subway-deild karla Stjarnan Tindastóll
Lærisveinar Pavels Ermolinskij í Tindastóli mættu Stjörnunni í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ nú í kvöld. Lokatölur 79-68 fyrir heimamenn í spennandi leik. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Tindastól að stigum og gerir baráttuna um sæti í úrslitakeppninni verulega spennandi. Leikurinn byrjaði hægt en það var lítið skorað í upphafi leiks. Tindastóll alltaf skrefinu á undan til að byrja með en þó voru heimamenn aldrei langt á eftir. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16-17 fyrir gestina í mjög opnum leik. Byrjunin á öðrum leikhluta voru lykil leikmenn strax komnir í villuvandræði. Bæði Adomas Drungilas og Ragnar Ágústsson voru snemma báðir komnir með þrjár villur. Lokakafli annars leikhluta var hinsvegar mjög góður hjá Tindastól sem lauk leikhlutanum með 1-13 kafla og staðan í hálfleik 33-48 fyrir gestina. Eitthvað hefur Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunar sagt við sína menn í hálfleik því jafnt og þétt saxaði Stjarnan á forskot Tindastóls sem voru í miklum vandræðum sérstaklega sóknarlega þar sem skotin vildu bara hreinlega ekki niður. Það sama var uppá teningnum í fjórða leikhluta. Stjarnan sigldi þessum sigri heim nokkuð þægilega og lánlausir Sauðkræklingar áttu í stökustu vandræðum að koma boltanum í körfuna. Lokatölur í Garðabænum 79-68 fyrir Stjörnuna. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan sýndi mikla yfirburði í seinni hálfleik og gekk á lagið á meðan Tindastóll gat hreinlega ekki keypt sér stig. Þessir stóðu upp úr Armani Moore spilaði sinn fyrsta leik eftir rúmlega mánaðar bið. Hann mætti til landsins 6. janúar en fékk bara leikheimild í vikunni þar sem útlendingastofnun hafði ekki fengið sakavottorðið hans frá Þýskalandi til sín. Armani hafði greinilega nýtt tíman vel því hann átti frábæran leik fyrir heimamenn. Skoraði 20 stigi, gaf 5 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Armani T´Bori Moore verst Pétri Rúnari Birgissyni.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Tindastóll skoraði 20 stig í seinni hálfleik! Heildar skotnýting liðsins er 39 prósent og af þriggja stiga línunni hittir Tindastóll 11 af 41 skoti (26 prósent). Hvað gerist næst? Bæði lið leika næst við Hött á heimavelli. Tindastóll fá Hött í Síkið mánudaginn 13. febrúar og svo mætir Höttur í Umhyggjuhöllina og leika við Stjörnuna föstudaginn 17. Febrúar. Þetta eiga vera skyldusigrar fyrir bæði lið sem meiga ekki við því að misstíga í baráttunni við að komast í úrslitakeppnina. „Eins og alltaf þegar maður vinnur er það gleði“ Arnar sáttur að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Arnar var að vonum sáttur með sigurinn og var stuttorður þegar hann var spurður um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. „Eins og alltaf þegar maður vinnur er það gleði.“ En hver var munurinn á Stjörnuliðinu í fyrri og seinni hálfleik? „Sérstaklega eru það lokin á fyrri hálfleik sem eru slæm. Ég held að þeir klári þetta 13-0 eða eitthvað svoleiðis ef ég man þetta rétt. Fyrri hálfleikurinn í heild sinni var ekkert slakur en það voru síðustu fimm mínúturnar sem voru mjög lélegar. Hluti af því er að þeir hittu ekki jafn vel og svo er hvort er eggið og hvort er hænan skilur þú og hvort kemur á undan en það var svona það sem skipti mestu.” Arnar ekki jafn sáttur á meðan leik stóð.Vísir/Hulda Margrét Armani Moore lék loksins fyrir Stjörnuna í kvöld og var Arnar ánægður með hann sem og aðra í liðinu. „Ég er ánægður með hann. Þeir hafa byrjað oft verr í fyrsta leik en hann er nú samt búinn að hafa ágætis tíma til að aðlagast. Ég er bara mjög ánægður með hann og ekki bara hann, það voru margir sem áttu góðan leik. Júlíus Orri kom hérna og startaði þessu fyrir okkur í seinni hálfleik. Ég er rosalega ánægður með Friðrik Anton í dag til dæmis. Hann frákastaði vel og gerði mjög vel varnarlega. Þetta var liðs performance fannst mér.“ Antonio spilaði vel í kvöld og var að vonum ánægður með sigurinn. „Ég er bara ánægður að vera á vellinum eftir að hafa verið hér í einn mánuð þá er þetta frábært. Þetta var mjög líkamlegur leikur í dag og ég fékk að próf innri styrk minn hér í dag en það er bara gaman eftir að hafa verið í burtu í heila mánuð. Ég er búinn að æfa með liðsfélögum mínum á hverjum einasta degi og var vægast sagt spenntur að fá að koma og spila þennan leik.“ Myndir „Málaðu mig eins og eina af frönsku stelpunum þinum,“ gæti Antonio Keyshawn Woods verið að segja hér.Vísir/Hulda Margrét Antonio Keyshawn Woods í þann mund að fara troða.Vísir/Hulda Margrét Niels Gustav William Gutenius í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét Sigtryggur Arnar Björnsson í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Adama Kasper Darbo sáttur.Vísir/Hulda Margrét Allir sem einn og einn fyrir alla.Vísir/Hulda Margrét Stuð hjá Taiwo Hassan Badmus.Vísir/Hulda Margrét
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu