„Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 17:45 Stepen Curry og félagar eiga titil að verja. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu