„Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 20:57 Helgi Magnússon, þjálfari KR. Vísir/Bára KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta. Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu