Karólína Lea sneri aftur | Guðrún fékk á sig sex mörk í Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2022 22:15 Karólína Lea sneri til baka eftir erfið meiðsli í kvöld. Daniel Kopatsch/Getty Images Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Rosengård þegar liðið tapaði 6-0 fyrir stórliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Athygli vakti að enginn Íslendingur var í byrjunarliði Bayern München í 2-0 sigri á Benfica en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum undir lok leiks. Guðrún var í byrjunarliði Rosengård í Katalóníu í kvöld en snemma leiks var ljóst í hvað stefndi. Börsungar þurftu sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og sigurinn var sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Asisat Oshoala skoraði tvívegis á fyrstu 16 mínútum leiksins og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Mapi Leon bætti svo við þriðja markinu áður en fyrri hálfleik var lokið. MAPI LEON FREE KICK ALERT #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/B8sTgXxRjY— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fridolina Rolfo, Marta Torrejon og Irene Paredes skoruðu svo allar eitt mark hver í síðari hálfleik og 6-0 stórsigur Barcelona staðreynd. Irene Paredes scores from the corner to make it 6-0 TO BARCELONA #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/25WqwAA5JX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Bayern átti enn möguleika á að vinna riðilinn þegar Benfica kom í heimsókn. Til að það myndi gerast hefðu Guðrún og stöllur þurft að ná í stig í Katalóníu. Það vakti athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona ársins á Íslandi, var á varamannabekk Bayern í kvöld. Fyrrum leikmaður ÍBV, Cloé Lacasse, var hins vegar á sínum stað í byrjunarliði Benfica. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Klara Bühl sem skoraði tvívegis, í bæði skiptin eftir sendingu Georgiu Stanway, og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern. @FCBfrauen DO take the lead after a SUBLIME pass from @StanwayGeorgia https://t.co/Dd2g8Gbt8L https://t.co/u5yhSe5DMw https://t.co/Tk5WDQacL7 pic.twitter.com/mxDaZ6AsEa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Undir lok leiks kom Karólína Lea inn af bekknum hjá Bayern en hún hefur ekki spilað síðan hún lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Í viðtali við Vísi nýverið greindi hún frá því að endurkoma væri í kortunum og hún stefndi á að spila þennan leik. D-riðill endar því þannig að Barcelona og Bayern eru með 15 stig en Barcelona með betri markatölu. Benfica er með sex stig og Rosengård án stiga. Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona, Bayern, Arsenal, Lyon, Wolfsburg, Roma, Chelsea og París Saint-Germain. THE @UWCL QUARTER-FINAL LINE UP IS COMPLETE pic.twitter.com/cqjN7hG0UP— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
Guðrún var í byrjunarliði Rosengård í Katalóníu í kvöld en snemma leiks var ljóst í hvað stefndi. Börsungar þurftu sigur til að tryggja sér toppsæti riðilsins og sigurinn var sannfærandi svo ekki sé meira sagt. Asisat Oshoala skoraði tvívegis á fyrstu 16 mínútum leiksins og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Mapi Leon bætti svo við þriðja markinu áður en fyrri hálfleik var lokið. MAPI LEON FREE KICK ALERT #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/B8sTgXxRjY— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Fridolina Rolfo, Marta Torrejon og Irene Paredes skoruðu svo allar eitt mark hver í síðari hálfleik og 6-0 stórsigur Barcelona staðreynd. Irene Paredes scores from the corner to make it 6-0 TO BARCELONA #UWCL LIVE NOW https://t.co/3LQDdOQnX2 https://t.co/EEdcylaqco https://t.co/nnsDJWGtFP pic.twitter.com/25WqwAA5JX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Bayern átti enn möguleika á að vinna riðilinn þegar Benfica kom í heimsókn. Til að það myndi gerast hefðu Guðrún og stöllur þurft að ná í stig í Katalóníu. Það vakti athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona ársins á Íslandi, var á varamannabekk Bayern í kvöld. Fyrrum leikmaður ÍBV, Cloé Lacasse, var hins vegar á sínum stað í byrjunarliði Benfica. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Klara Bühl sem skoraði tvívegis, í bæði skiptin eftir sendingu Georgiu Stanway, og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern. @FCBfrauen DO take the lead after a SUBLIME pass from @StanwayGeorgia https://t.co/Dd2g8Gbt8L https://t.co/u5yhSe5DMw https://t.co/Tk5WDQacL7 pic.twitter.com/mxDaZ6AsEa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022 Undir lok leiks kom Karólína Lea inn af bekknum hjá Bayern en hún hefur ekki spilað síðan hún lék með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu síðastliðið sumar. Í viðtali við Vísi nýverið greindi hún frá því að endurkoma væri í kortunum og hún stefndi á að spila þennan leik. D-riðill endar því þannig að Barcelona og Bayern eru með 15 stig en Barcelona með betri markatölu. Benfica er með sex stig og Rosengård án stiga. Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru Barcelona, Bayern, Arsenal, Lyon, Wolfsburg, Roma, Chelsea og París Saint-Germain. THE @UWCL QUARTER-FINAL LINE UP IS COMPLETE pic.twitter.com/cqjN7hG0UP— DAZN Football (@DAZNFootball) December 21, 2022
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira