Vill rússneskan ríkisborgararétt til að forðast framsal vegna morðtilraunar Valur Páll Eiríksson skrifar 12. desember 2022 15:30 Quincy Promes var kærður fyrir tilraun til manndráps. James Williamson - AMA/Getty Images Hollendingurinn Quincy Promes hefur sótt um rússneskan ríkisborgararétt samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Promes er sakaður um að hafa reynt að myrða frænda sinn og gerir nú allt til að forðast framsal til Hollands. Promes var á meðal bestu leikmanna hollensku deildarinnar með Ajax þegar hann var tekinn fastur í desember 2020 grunaður um að hafa stungið frænda sinn nokkrum mánuðum áður. Hann losnaði úr varðhaldi og brást við með því að fá í gegn félagsskipti til Spartak Moskvu í Rússlandi í febrúar 2021. Hann hafði áður leikið með rússneska liðinu frá 2014 til 2018 og félagið fagnaði tækifærinu til að endurheimta Promes. Hann fær því eiginlegt hæli í Rússlandi á meðan kæran hangir enn yfir honum í heimalandinu. Promes hefur ávallt neitað sök en hefur ekki snúið aftur til heimalandsins frá því að kæra fyrir tilraun til manndráps var gefin út í nóvember í fyrra. Rússneskir fjölmiðlar greina nú frá því að hann hafi sótt um rússneskan ríkisborgararétt til að forðast framsal, en Rússar framselja að jafnaði ekki eigin ríkisborgara. Spartak Moskva stendur með Promes í málinu og herma fregnir frá Rússlandi að félagið hafi aðstoðað hann við að sækja um vegabréf. Hann hefur skorað 23 mörk í 49 deildarleikjum frá því að hann sneri aftur til félagsins. Promes spilaði 50 landsleiki fyrir hollenska landsliðið en knattspyrnusamband landsins gaf út í nóvember í fyrra að hann yrði ekki valinn á meðan hann væri með ákæru á bakinu. Holland Rússland Hollenski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Promes var á meðal bestu leikmanna hollensku deildarinnar með Ajax þegar hann var tekinn fastur í desember 2020 grunaður um að hafa stungið frænda sinn nokkrum mánuðum áður. Hann losnaði úr varðhaldi og brást við með því að fá í gegn félagsskipti til Spartak Moskvu í Rússlandi í febrúar 2021. Hann hafði áður leikið með rússneska liðinu frá 2014 til 2018 og félagið fagnaði tækifærinu til að endurheimta Promes. Hann fær því eiginlegt hæli í Rússlandi á meðan kæran hangir enn yfir honum í heimalandinu. Promes hefur ávallt neitað sök en hefur ekki snúið aftur til heimalandsins frá því að kæra fyrir tilraun til manndráps var gefin út í nóvember í fyrra. Rússneskir fjölmiðlar greina nú frá því að hann hafi sótt um rússneskan ríkisborgararétt til að forðast framsal, en Rússar framselja að jafnaði ekki eigin ríkisborgara. Spartak Moskva stendur með Promes í málinu og herma fregnir frá Rússlandi að félagið hafi aðstoðað hann við að sækja um vegabréf. Hann hefur skorað 23 mörk í 49 deildarleikjum frá því að hann sneri aftur til félagsins. Promes spilaði 50 landsleiki fyrir hollenska landsliðið en knattspyrnusamband landsins gaf út í nóvember í fyrra að hann yrði ekki valinn á meðan hann væri með ákæru á bakinu.
Holland Rússland Hollenski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira