Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2022 19:21 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir vaxtahækkun Seðlabankans, ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn og algerlega óaðgengilegt tilboð atvinnurekenda hafa sameiginlega stuðlað að því að viðræðum við SA var slitið í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi eftir um tólf klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara. Fyrr í gær funduðu forystumenn aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Eftir þann fund var heldur léttara yfir forystumönnum sem héldu strax á samningafund hjá ríkissáttasemjara. Það lagðist hins vegar ekki vel í verkalýðsforystuna þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á peningastefnufundi Viðskiptaráðs síðar um daginn að vinnumarkaðinn væri „raunverulega vandamálið í stöðunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að tekist hafi að byggja upp varnir fjármálakerfisins með ströngum kröfum um eiginfjárstöðu þeirra. Hins vegar hefði ekki tekist að móta stefnu um gerð kjarasamninga í landinu.Vísir/Vilhelm „Já, mér finnst að það sé sanngjarnt. Vegna þess að það er engin samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Við erum ekki með neitt samkomulag um að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna út hvert svigrúmið er og láta lotuna síðan snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ segir Bjarni. Það er engu líkara en Ragnar Þór Jónsson formaður VR sé að gefa Samtökum atvinnulífsinis fingurinn. En VR sleit viðræðum við SA eftir um 12 klukkustunda samningafund í gær.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Jónsson formaður VR segir vaxtahækkun Seðlabankans, þessi ummæli fjármálaráðherra og algerlega óaðgengilegt tilboð Samtaka atvinnulífsins hafa gert útslagið. „Ef við tökum þetta allt saman var algerlega ljóst að mínu mati og samninganefndar VR í gærkvöldi að lengra verður ekki farið í þessari atlögu,“ segir Ragnar Þór. Enn verði þó reynt að ná fram viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins. Staða atvinnulífsins hefði aldrei verið betri. „Hagnaður fyrirtækja var 450 til 480 milljarðar á síðasta ári. Þær tölur sem við erum að greina í dag sýna að staða atvinnulífsins er enn þá betri en hún var í fyrra. Alla vega fyrstu tölur. Þannig að það er einhver að græða á þessu ástandi og græða vel,“ segir formaður VR. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir verkefnið ekki hverfa þrátt fyrir þá stöðu sem nú væri komin upp. Sem betur fer væri almennur skilningur á að bæta þyrfti kjör þeirra sem stæðu höllustum fæti og það væri til dæmis taxtafólk innan félaga sambandsins. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir yfirlýsingar fjármálaráðherra í gær algerlega á skjön við góðan anda sem ríkt hefði á fundi með forsætisráðherra fyrr um daginnVísir/Vilhelm „Þeir voru búnir að mæta okkur í raun og veru hvað Starfsgreinasambandsfélögin varðar töluvert. Það bar ekki ýkja mikið í milli okkar og Samtaka atvinnulífsins þegar upp úr slitnaði við VR í gærkvöldi,“ segir Vilhjálmur. Ummæli fjármálaráðherra væru hins vegar alveg á skjön við það sem forsætisráðherra hefði sagt á góðum fundi skömmu áður. Þar hefði hún boðaði framlag til að styðja við samninginn. „Þannig að þetta kom okkur á óvart. Ég tek undir með Ragnari og finnst leikskilningur þessa ágæta fólks, hvort sem það er seðlabankastjóri eða fjármálaráðherra, vera algerlega með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. Enda sýndu rannsóknir Seðlabankans að launahækkanir frá aldamótum hefðu ekki valdið aukinni verðbólgu. Vilhjálmur segir ríkissáttasemjara hafa haldið vel á málum og menn hlýddu kalli hans um næsta fund á þriðjudag. Ragnar Þór reiknar með að samninganefnd VR mæti einnig til fundar. Ef SA bjóði ekki viðunandi kjarabætur útilokar hann hins vegar ekki aðgerðir eins og skæruverkföll, mögulega í bandalagi við ýmis önnur verkalýðsfélög. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir engar deilur um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig hún vilji koma að kjarasamningum þótt menn innan hennar hefðu ólíka pólitíska sýn á málin.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir enga óeiningu um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig hún gæti komið að samningum. Menn hefðu hins vegar að sjálfsögðu ólíka pólitíska sýn á þessi mál. „Það liggur algerlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum til að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algerlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Farið var yfir stöðuna í kjaradeilunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Harmar viðræðuslit Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. 25. nóvember 2022 12:21 Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi eftir um tólf klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara. Fyrr í gær funduðu forystumenn aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Eftir þann fund var heldur léttara yfir forystumönnum sem héldu strax á samningafund hjá ríkissáttasemjara. Það lagðist hins vegar ekki vel í verkalýðsforystuna þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á peningastefnufundi Viðskiptaráðs síðar um daginn að vinnumarkaðinn væri „raunverulega vandamálið í stöðunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að tekist hafi að byggja upp varnir fjármálakerfisins með ströngum kröfum um eiginfjárstöðu þeirra. Hins vegar hefði ekki tekist að móta stefnu um gerð kjarasamninga í landinu.Vísir/Vilhelm „Já, mér finnst að það sé sanngjarnt. Vegna þess að það er engin samhljómur hjá hinum ólíku stéttarfélögum á vinnumarkaði. Við erum ekki með neitt samkomulag um að kjaralotan eigi að hefjast á því að finna út hvert svigrúmið er og láta lotuna síðan snúast um það hvernig við spilum því svigrúmi út,“ segir Bjarni. Það er engu líkara en Ragnar Þór Jónsson formaður VR sé að gefa Samtökum atvinnulífsinis fingurinn. En VR sleit viðræðum við SA eftir um 12 klukkustunda samningafund í gær.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Jónsson formaður VR segir vaxtahækkun Seðlabankans, þessi ummæli fjármálaráðherra og algerlega óaðgengilegt tilboð Samtaka atvinnulífsins hafa gert útslagið. „Ef við tökum þetta allt saman var algerlega ljóst að mínu mati og samninganefndar VR í gærkvöldi að lengra verður ekki farið í þessari atlögu,“ segir Ragnar Þór. Enn verði þó reynt að ná fram viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins. Staða atvinnulífsins hefði aldrei verið betri. „Hagnaður fyrirtækja var 450 til 480 milljarðar á síðasta ári. Þær tölur sem við erum að greina í dag sýna að staða atvinnulífsins er enn þá betri en hún var í fyrra. Alla vega fyrstu tölur. Þannig að það er einhver að græða á þessu ástandi og græða vel,“ segir formaður VR. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir verkefnið ekki hverfa þrátt fyrir þá stöðu sem nú væri komin upp. Sem betur fer væri almennur skilningur á að bæta þyrfti kjör þeirra sem stæðu höllustum fæti og það væri til dæmis taxtafólk innan félaga sambandsins. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir yfirlýsingar fjármálaráðherra í gær algerlega á skjön við góðan anda sem ríkt hefði á fundi með forsætisráðherra fyrr um daginnVísir/Vilhelm „Þeir voru búnir að mæta okkur í raun og veru hvað Starfsgreinasambandsfélögin varðar töluvert. Það bar ekki ýkja mikið í milli okkar og Samtaka atvinnulífsins þegar upp úr slitnaði við VR í gærkvöldi,“ segir Vilhjálmur. Ummæli fjármálaráðherra væru hins vegar alveg á skjön við það sem forsætisráðherra hefði sagt á góðum fundi skömmu áður. Þar hefði hún boðaði framlag til að styðja við samninginn. „Þannig að þetta kom okkur á óvart. Ég tek undir með Ragnari og finnst leikskilningur þessa ágæta fólks, hvort sem það er seðlabankastjóri eða fjármálaráðherra, vera algerlega með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. Enda sýndu rannsóknir Seðlabankans að launahækkanir frá aldamótum hefðu ekki valdið aukinni verðbólgu. Vilhjálmur segir ríkissáttasemjara hafa haldið vel á málum og menn hlýddu kalli hans um næsta fund á þriðjudag. Ragnar Þór reiknar með að samninganefnd VR mæti einnig til fundar. Ef SA bjóði ekki viðunandi kjarabætur útilokar hann hins vegar ekki aðgerðir eins og skæruverkföll, mögulega í bandalagi við ýmis önnur verkalýðsfélög. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir engar deilur um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig hún vilji koma að kjarasamningum þótt menn innan hennar hefðu ólíka pólitíska sýn á málin.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir enga óeiningu um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig hún gæti komið að samningum. Menn hefðu hins vegar að sjálfsögðu ólíka pólitíska sýn á þessi mál. „Það liggur algerlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum til að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algerlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Farið var yfir stöðuna í kjaradeilunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Harmar viðræðuslit Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. 25. nóvember 2022 12:21 Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Harmar viðræðuslit Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. 25. nóvember 2022 12:21
Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04
Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR. 25. nóvember 2022 13:01
VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47