Innlent

Funda á­fram á morgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þorgerður, Kristrún og Inga ræddu saman í gær og hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag.
Þorgerður, Kristrún og Inga ræddu saman í gær og hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Vísir/Vilhelm

Viðræður formanna Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa gengið vel í dag, og verður fram haldið á morgun.

Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

„Viðræður hafa verið fínar í dag. Haldið áfram á morgun,“ segir Þorgerður. 

Viðræður formannanna þriggja, þeirra Kristrúnar Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar og Ingu Sæland, hófust formlega í dag. Í gær hittust þær til að ræða málin, eftir að forseti Íslands veitti Kristrúnu, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar. 

Fundur þeirra þriggja gekk að þeirra sögn vel, og grundvöllur til frekari viðræðna sem nú eru hafnar. 


Tengdar fréttir

Telur fækkun ráðuneyta óheppilega

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag. Eitt af því sem rætt hefur verið um er fækkun ráðuneyta. Stjórnsýslufræðingur segir slíkt óheppilegt.

„Menn ætla sér alla leið með þetta“

Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×