Heimtar afsökunarbeiðni frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 13:30 Michael Jordan skorar á Isiah Thomas í frægu einvígi Chicago Bulls og Detroit Pistons í úrslitakeppninni 1991. Getty/Focus Isiah Thomas er ekki búinn að fyrirgefa Michael Jordan og þá erum við ekki bara að tala um Draumaliðið í Barcelona 1992. Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu