Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. október 2022 08:01 Anna Tara Andrésdóttir talaði um áhrif ADHD á ástarsambönd í viðtali við Makamál og Bakaríið. „Ég þekki vel sársaukann sem getur fylgt ADHD,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Ástin og ADHD Röskunin ADHD hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga en október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar um ADHD. Yfirleitt hefur umræðan snúist um réttmæti lyfjagjafa, tíðni röskunarinnar og náms- eða vinnuerfiðleika. Lítið sem ekkert hefur þó verið fjallað um ADHD og ástarsambönd. Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðustu helgi talaði Anna Tara meðal annars um vanþekkingu og algengan misskilning fólks á ADHD. Einnig sagði hún frá áhugaverðum rannsóknum sem sína tvöfalt hærri skilnaðartíðni fólks með ADHD. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Erfitt að byrja, erfitt að stoppa Aðspurð um þær helstu áskoranir sem fólk með ADHD er að kljást við í samböndum segir Anna Tara þær margar og oft á tíðum flóknar. „Sem dæmi getur verið erfitt fyrir fólk með ADHD að taka jafna ábyrgð á heimilinu. ADHD fylgja erfiðleikar með stýrifærni (executive function), það er erfiðleikar með að byrja á hlutum en einnig að stoppa (activation and inhibition).“ Hún segir fólk með ADHD upplifi sig oft á tíðum sem byrði á maka sínum sem skapi ójafnvægi og vanlíðan í sambandinu. Lélegt minni geti eðlilega valdið erfiðleikum í daglegu lífi og skipulagningu heimilislífsins en einnig geti hvatvísari tilfinningar leitt til fleirri ágreininga. Það getur reynst erfitt að stoppa rökræður og rifrildi og ágreiningar sem fara í hringi eru eflaust algengari. Undir þeim kringumstæðum er til dæmis mikilvægt að gera sér grein fyrir að slíkar deilur eru ekki að fara að leysast undir þessum kringumstæðum og að það þurfi pásu. Svo er það að muna að koma aftur að málefninu síðar. Konur með ADHD upplifi meiri skömm Í námi sínu hefur Anna Tara sérhæft sig í konum með ADHD og segir hún að konur upplifi meiri vanlíðan vegna röskunarinnar en karlar. Almennt skammist fólk sín í auknu mæli fyrir ADHD einkennin sín og jafnvel reyni að fela þau. Þar sem konur séu þó líklegri til að taka nærri sér (internalize) ADHD einkennin sín og dragi sig frekar niður. Því miður eru enn í dag oft settar hærri kröfur á konur á heimilinu og þannig fá konur með ADHD minna rými til að uppfylla ekki þessar kröfur. Karlar með ADHD sem axla til dæmis minni ábyrgð á heimilisstörfunum eru kannski líklegri til að fá frípassa. Í þættinum Ísland í dag á miðvikudaginn opnaði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sig um sína reynslu af ADHD. Svanhildur greindist með röskunina fyrir rúmlega einu og hálfu ári og segir hún lífsgæði sín hafa aukist til muna eftir greininguna. ADHD meðhöndlanlegasta röskunin af öllum Þó svo að ADHD fylgi ýmsir erfiðleikar og áskoranir segir Anna Tara það mikilvægt að fólk viti að röskunin sé í raun meðhöndlanlegasta röskunin. „ADHD lyfin virka betur en önnur lyf, samanber þunglyndis- eða kvíðalyf, þau virka á stærri hóp og meira á einkennin,“ segir Anna Tara. „Það eru í raun ótrúlega góðar fréttir og við getum verið mjög þakklát fyrir það.“ Hún segir það þó varhugavert að halda það að lyfjagjöf við ADHD án annarra úrræða „lækni“ röskunina. Lyfin séu aldrei eina lausnin við öllum þeim vandamálum sem röskuninni fylgja og því mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hver og einn þarf að taka ábyrgð á og leita sér hjálpar við að lifa með röskuninni. Lyfin taka ekki einkennin 100%, alls ekki. Þau hafa meiri áhrif á það að maður komi hlutunum í verk en aðeins minni áhrif á minnið og skipulag. Hvetur fólk til að kynna sér rannsóknir Anna segir fordómar og vanþekking ríkja á ADHD lyfjum og því virðist það gleymast í umræðunni hversu mikið ADHD lyf geti hjálpað mörgum. Fólk virðist hafa sterkar skoðanir og alhæfa án þess að hafa nokkuð kynnt sér rannsóknir og tölfræði á bak við ADHD og lyfjanotkun. Anna Tara birti á dögunum skoðanapistil á Vísi sem vakti mikla athygli þar sem hún tekur saman áhugaverða tölfræði út frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á ADHD. Flest segja ADHD hafa valdið álagi og/eða erfiðleikum í sambandinu Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að ADHD hafi valdið erfiðleikum og/eða álagi í ástarsambandinu og var könnunin tvískipt. Önnur ætluð einstaklingum með ADHD og hin mökum einstaklinga með ADHD. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en tæplega 80% svarenda sögðu röskunina hafa valdið miklu eða töluverðu álagi/erfiðleikum í sambandinu. Anna Tara segir niðurstöðurnar þó ekki koma sér á óvart. Það er í raun ánægjulegt að fólk geri sér grein fyrir því að það sé ADHD sem valdi þessum erfiðleikum. Það eru því miður allt of margir þarna úti sem skilja ekkert af hverju þessir erfiðleikar eru til staðar og vita því ekki hvert þau geta leitað sér hjálpar. Niðurstöður* Einstaklingar með ADHD greiningu: Já, miklu álagi og/eða erfiðleikum – 36%% Já, töluverðu álagi og/eða erfiðleikum 38% Já en litlu álagi og /eða erfiðleikum -22% Nei, engu álagi og/eða erfiðleikum 4% Makar einstaklinga með ADHD greiningu: Já, miklu álagi og/eða erfiðleikum – 34%% Já, töluverðu álagi og/eða erfiðleikum 42% Já en litlu álagi og /eða erfiðleikum -18% Nei, engu álagi og/eða erfiðleikum 6% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Tvöfalt hærri skilnaðartíðni Anna Tara segir alltof marga ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif ADHD geti haft, eða hafi haft, á sambönd. „Það eru því miður allt of margir þarna úti sem skilja ekkert af hverju þessir erfiðleikar eru til staðar og vita því ekki hvert þau geta leitað sér hjálpar.“ Anna Tara segist hafa fundið allavega fjórar rannsóknir sem sýni fram á tvöfalt hærri skilnaðartíðni fólks með ADHD. Það er mjög sorglegt að hanga í erfiðu hjónabandi í jafnvel einhverja áratugi eða að missa jafnvel ástina í lífinu sínu því maður vissi annað hvort ekki að ADHD væri að valda þessum erfiðleikum eða var ekki tilbúin/nn til að horfast í augu við það og leita sér hjálpar. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Spurning vikunnar Geðheilbrigði Ástin og lífið Bakaríið Bylgjan Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Makamál Bone-orðin 10: Sara vill sjálfsörugga karlmenn sem græja og gera Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ástin og ADHD Röskunin ADHD hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga en október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar um ADHD. Yfirleitt hefur umræðan snúist um réttmæti lyfjagjafa, tíðni röskunarinnar og náms- eða vinnuerfiðleika. Lítið sem ekkert hefur þó verið fjallað um ADHD og ástarsambönd. Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðustu helgi talaði Anna Tara meðal annars um vanþekkingu og algengan misskilning fólks á ADHD. Einnig sagði hún frá áhugaverðum rannsóknum sem sína tvöfalt hærri skilnaðartíðni fólks með ADHD. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Erfitt að byrja, erfitt að stoppa Aðspurð um þær helstu áskoranir sem fólk með ADHD er að kljást við í samböndum segir Anna Tara þær margar og oft á tíðum flóknar. „Sem dæmi getur verið erfitt fyrir fólk með ADHD að taka jafna ábyrgð á heimilinu. ADHD fylgja erfiðleikar með stýrifærni (executive function), það er erfiðleikar með að byrja á hlutum en einnig að stoppa (activation and inhibition).“ Hún segir fólk með ADHD upplifi sig oft á tíðum sem byrði á maka sínum sem skapi ójafnvægi og vanlíðan í sambandinu. Lélegt minni geti eðlilega valdið erfiðleikum í daglegu lífi og skipulagningu heimilislífsins en einnig geti hvatvísari tilfinningar leitt til fleirri ágreininga. Það getur reynst erfitt að stoppa rökræður og rifrildi og ágreiningar sem fara í hringi eru eflaust algengari. Undir þeim kringumstæðum er til dæmis mikilvægt að gera sér grein fyrir að slíkar deilur eru ekki að fara að leysast undir þessum kringumstæðum og að það þurfi pásu. Svo er það að muna að koma aftur að málefninu síðar. Konur með ADHD upplifi meiri skömm Í námi sínu hefur Anna Tara sérhæft sig í konum með ADHD og segir hún að konur upplifi meiri vanlíðan vegna röskunarinnar en karlar. Almennt skammist fólk sín í auknu mæli fyrir ADHD einkennin sín og jafnvel reyni að fela þau. Þar sem konur séu þó líklegri til að taka nærri sér (internalize) ADHD einkennin sín og dragi sig frekar niður. Því miður eru enn í dag oft settar hærri kröfur á konur á heimilinu og þannig fá konur með ADHD minna rými til að uppfylla ekki þessar kröfur. Karlar með ADHD sem axla til dæmis minni ábyrgð á heimilisstörfunum eru kannski líklegri til að fá frípassa. Í þættinum Ísland í dag á miðvikudaginn opnaði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sig um sína reynslu af ADHD. Svanhildur greindist með röskunina fyrir rúmlega einu og hálfu ári og segir hún lífsgæði sín hafa aukist til muna eftir greininguna. ADHD meðhöndlanlegasta röskunin af öllum Þó svo að ADHD fylgi ýmsir erfiðleikar og áskoranir segir Anna Tara það mikilvægt að fólk viti að röskunin sé í raun meðhöndlanlegasta röskunin. „ADHD lyfin virka betur en önnur lyf, samanber þunglyndis- eða kvíðalyf, þau virka á stærri hóp og meira á einkennin,“ segir Anna Tara. „Það eru í raun ótrúlega góðar fréttir og við getum verið mjög þakklát fyrir það.“ Hún segir það þó varhugavert að halda það að lyfjagjöf við ADHD án annarra úrræða „lækni“ röskunina. Lyfin séu aldrei eina lausnin við öllum þeim vandamálum sem röskuninni fylgja og því mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hver og einn þarf að taka ábyrgð á og leita sér hjálpar við að lifa með röskuninni. Lyfin taka ekki einkennin 100%, alls ekki. Þau hafa meiri áhrif á það að maður komi hlutunum í verk en aðeins minni áhrif á minnið og skipulag. Hvetur fólk til að kynna sér rannsóknir Anna segir fordómar og vanþekking ríkja á ADHD lyfjum og því virðist það gleymast í umræðunni hversu mikið ADHD lyf geti hjálpað mörgum. Fólk virðist hafa sterkar skoðanir og alhæfa án þess að hafa nokkuð kynnt sér rannsóknir og tölfræði á bak við ADHD og lyfjanotkun. Anna Tara birti á dögunum skoðanapistil á Vísi sem vakti mikla athygli þar sem hún tekur saman áhugaverða tölfræði út frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á ADHD. Flest segja ADHD hafa valdið álagi og/eða erfiðleikum í sambandinu Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að ADHD hafi valdið erfiðleikum og/eða álagi í ástarsambandinu og var könnunin tvískipt. Önnur ætluð einstaklingum með ADHD og hin mökum einstaklinga með ADHD. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en tæplega 80% svarenda sögðu röskunina hafa valdið miklu eða töluverðu álagi/erfiðleikum í sambandinu. Anna Tara segir niðurstöðurnar þó ekki koma sér á óvart. Það er í raun ánægjulegt að fólk geri sér grein fyrir því að það sé ADHD sem valdi þessum erfiðleikum. Það eru því miður allt of margir þarna úti sem skilja ekkert af hverju þessir erfiðleikar eru til staðar og vita því ekki hvert þau geta leitað sér hjálpar. Niðurstöður* Einstaklingar með ADHD greiningu: Já, miklu álagi og/eða erfiðleikum – 36%% Já, töluverðu álagi og/eða erfiðleikum 38% Já en litlu álagi og /eða erfiðleikum -22% Nei, engu álagi og/eða erfiðleikum 4% Makar einstaklinga með ADHD greiningu: Já, miklu álagi og/eða erfiðleikum – 34%% Já, töluverðu álagi og/eða erfiðleikum 42% Já en litlu álagi og /eða erfiðleikum -18% Nei, engu álagi og/eða erfiðleikum 6% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Tvöfalt hærri skilnaðartíðni Anna Tara segir alltof marga ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif ADHD geti haft, eða hafi haft, á sambönd. „Það eru því miður allt of margir þarna úti sem skilja ekkert af hverju þessir erfiðleikar eru til staðar og vita því ekki hvert þau geta leitað sér hjálpar.“ Anna Tara segist hafa fundið allavega fjórar rannsóknir sem sýni fram á tvöfalt hærri skilnaðartíðni fólks með ADHD. Það er mjög sorglegt að hanga í erfiðu hjónabandi í jafnvel einhverja áratugi eða að missa jafnvel ástina í lífinu sínu því maður vissi annað hvort ekki að ADHD væri að valda þessum erfiðleikum eða var ekki tilbúin/nn til að horfast í augu við það og leita sér hjálpar. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Spurning vikunnar Geðheilbrigði Ástin og lífið Bakaríið Bylgjan Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Makamál Bone-orðin 10: Sara vill sjálfsörugga karlmenn sem græja og gera Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira