„Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 21:22 Ingveldur Anna er búsett undir Eyjafjöllum og pælir mikið í pólitík. Ingveldur Anna Hin 27 ára Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi, lýsir sér sem skemmtilegri stemmningskonu og sveitatúttu sem er hugfangin af pólitík. Spurð hvað heilli hana í fari annarra segir hún sjálfsöryggi og dugnað ofarlega á blaði. „Mikilvægast er samt að geta látið mig hlægja rosalega mikið,“ segir Ingveldur. Ingveldur Anna er Einhleypa vikunnar á Vísi. Hvað hefurðu verið að gera síðustu mánuði og hvað ber framtíðin í skauti sér? Ég hef verið að gera allskonar! Ég tók sæti sem þingmaður á Alþingi í viku, fór til Munchen á EM í handbolta og ferðaðist um Austurland. Framtíðin verður örugglega full af skemmtilegum hlutum, efast ekki um það. Aldur? 27 ára. Starf? Fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi og starfa við hið órómantíska en skemmtilega fag þinglýsingar. Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga sem fulltrúi sýslumanns. Áhugamál? Ferðast, gera skemmtilega hluti með vinum mínum og pæli mikið í stjórnmálum. Finnst mjög gaman að elda en fylgi aldrei uppskriftum, þannig það endar oft skrautlega. Gælunafn eða hliðarsjálf? Sumir kalla mig Gveldu og það er hægt að nota það í allskonar, Kingveldur, Partygvelda, Kósýgvelda o.s.frv. Aldur í anda? Myndi segja svona 50 ára eða 15 ára. Fer rosalega eftir því í hvaða aðstæðum ég er. Menntun? Er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Stuð og stemming. Guilty pleasure kvikmynd? Notebook alveg klárlega! Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Voru ekki allar stelpur á mínum aldri skotnar í Zac Efron eða Channing Tatum? Það voru allavega nokkur plaggöt af þeim upp á vegg í herberginu hjá undirritaðri. Ekki lengur samt. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei það held ég nú ekki. Hef ekki pælt sérstaklega í því. Ingveldur Anna Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Ég syng ekki í sturtu en fæ bestu hugmyndirnar mínar þar! Hlusta yfirleitt á podcast í sturtu! Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram og Tiktok, get ekki valið! Ertu á stefnumótaforritum? Ég er á Smitten og Tinder en er alveg hrikalega léleg á þeim og finnst þau ekkert svakalega skemmtileg! En ágæt til þess að skanna markaðinn samt sem áður. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Skemmtileg, fyndin og vinur vina minna. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Sjálfstæð, dugleg og traust Ákveðin, fyndin og hávær Fyndin, ákveðin og klár Harðdugleg, fyndin og ákveðin Glaðvær, drífandi og skemmtileg „Gerði óformlega könnun meðal vinkvenna minna og er greinilega mjög ákveðin,“ segir Ingveldur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Alveg klárlega að vera sjálfsöruggur og duglegur. Mikilvægast er samt að geta látið mig hlægja rosalega mikið. Hann verður að geta mætt á þorrablót í sveitinni. En óheillandi? Ekkert minna heillandi en latur maður, ósnyrtilegur eða snobbaður. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ég væri Collie hundur eins og hundarnir mínir! Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Margret Thatcher, Elísabet II og Joey úr Friends. Umræðurnar væru vægast sagt áhugaverðar. Ingveldur Anna Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Örugglega að ferðast, þá bæði utan- og innanlands. Alltaf gaman að upplifa nýja hluti og sjá heiminn. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka upp úr töskum eftir ferðalag! Þarf að gíra mig alveg svakalega upp í það. Ertu A eða B týpa? Eiginlega bæði! Finnst alveg svakalega gott að fara snemma að sofa en elska að hanga upp í rúmi fram eftir morgni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ekkert svakalega leyndur en ég er mjög góð í að gera kokteila og þá sérstaklega minn heitelskaða Basil Gimlet. Hvernig viltu eggin þín? Veit ekki hversu mörg Eggs Benedict ég hef borðað á Duck and Rose, þannig líklegast eins þau gera það! Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sykurlaust er langbest! Uppáhellingurinn í Hámu á háskólatorgi var orðinn furðulega góður á tímabili. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Svo margir og vinkonur mínar gera mikið grín af því! Kann ekki marga söngtexta utan að nema þessa helstu slagara. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er svakalegur hámhorfari og er að horfa á The Rookie á Netflix núna. Er smá alæta á sjónvarpsefni. Hvaða bók lastu síðast? Örugglega Eignarréttur II! Glugga oft í hana í vinnunni, mjög fróðleg lesning. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég rúnta yfirleitt Petersen, Danska og Írska! Kann virkilega að meta góðan trúbador sem heldur stemningunni uppi. Finnið mig þar stundum um helgar að öskursyngja með trúbba! Ingveldur Anna Ertu með einhvern bucket lista? Auðvitað! Ég reyni að framkvæma þá hluti sem mig langar að gera. Labba Laugaveginn, á eftir að heimsækja Afríku og Suður-Ameríku, læra að gönguskíða og skíða almennilega. Mjög óformlegur bucket listi en langar almennt að ferðast og sjá nýja hluti. Draumastefnumótið? Fara í pílu og út að borða! Mér finnst mjög gaman í pílu og elska að fara út að borða, þetta þarf ekki að vera flókið. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi búin að kaupa fasteign og orðin venjulegur vísitölu íslendingur, sem þrátt fyrir vísitöluna er enn að gera eitthvað skemmtilegt. Hvað er Ást? Ást er að vera saman í gegnum gamanið, hverdagsleikann og ömurlegheitin. Ástin og lífið Einhleypan Tengdar fréttir Seiðandi glæsikvendi á lausu Íslenskar konur hafa lengi vel þótt þær fegurstu í heimi. Þær eru þekktar fyrir unglegt útlit og sagðar bera af sér mikinn þokka. Við í Lífinu erum sammála þeirri kenningu og settum saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum í samráði við vel valda álitsgjafa. 2. febrúar 2024 07:02 „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Leikarinn og húmoristinn Starkaður Pétursson lýsir sjálfum sér sem spjátrungi úr Hafnarfirði í tilvistarkreppu sem finnst ekkert betra en að sitja í heitum potti, hlusta á undarlega tónlist og reyna að koma fólki til að hlæja, með misjöfnum árangri. 29. janúar 2024 20:01 „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Hin 29 ára Katrín Ósk Ásgeirsdóttir lýsir sjálfri sem ævintýragjarnri stemningskonu með stórt hjarta sem nýtur sín best í faðmi fjölskyldu og vina. Hún segist heillast að húmor og heiðarleika í fari anarra en er snúin við á punktinum ef hroki og stælar eru annars vegar. 9. janúar 2024 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Segir sambönd geta orðið sterkari eftir framhjáhald Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Spurð hvað heilli hana í fari annarra segir hún sjálfsöryggi og dugnað ofarlega á blaði. „Mikilvægast er samt að geta látið mig hlægja rosalega mikið,“ segir Ingveldur. Ingveldur Anna er Einhleypa vikunnar á Vísi. Hvað hefurðu verið að gera síðustu mánuði og hvað ber framtíðin í skauti sér? Ég hef verið að gera allskonar! Ég tók sæti sem þingmaður á Alþingi í viku, fór til Munchen á EM í handbolta og ferðaðist um Austurland. Framtíðin verður örugglega full af skemmtilegum hlutum, efast ekki um það. Aldur? 27 ára. Starf? Fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi og starfa við hið órómantíska en skemmtilega fag þinglýsingar. Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga sem fulltrúi sýslumanns. Áhugamál? Ferðast, gera skemmtilega hluti með vinum mínum og pæli mikið í stjórnmálum. Finnst mjög gaman að elda en fylgi aldrei uppskriftum, þannig það endar oft skrautlega. Gælunafn eða hliðarsjálf? Sumir kalla mig Gveldu og það er hægt að nota það í allskonar, Kingveldur, Partygvelda, Kósýgvelda o.s.frv. Aldur í anda? Myndi segja svona 50 ára eða 15 ára. Fer rosalega eftir því í hvaða aðstæðum ég er. Menntun? Er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Stuð og stemming. Guilty pleasure kvikmynd? Notebook alveg klárlega! Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Voru ekki allar stelpur á mínum aldri skotnar í Zac Efron eða Channing Tatum? Það voru allavega nokkur plaggöt af þeim upp á vegg í herberginu hjá undirritaðri. Ekki lengur samt. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei það held ég nú ekki. Hef ekki pælt sérstaklega í því. Ingveldur Anna Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Ég syng ekki í sturtu en fæ bestu hugmyndirnar mínar þar! Hlusta yfirleitt á podcast í sturtu! Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram og Tiktok, get ekki valið! Ertu á stefnumótaforritum? Ég er á Smitten og Tinder en er alveg hrikalega léleg á þeim og finnst þau ekkert svakalega skemmtileg! En ágæt til þess að skanna markaðinn samt sem áður. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Skemmtileg, fyndin og vinur vina minna. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Sjálfstæð, dugleg og traust Ákveðin, fyndin og hávær Fyndin, ákveðin og klár Harðdugleg, fyndin og ákveðin Glaðvær, drífandi og skemmtileg „Gerði óformlega könnun meðal vinkvenna minna og er greinilega mjög ákveðin,“ segir Ingveldur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Alveg klárlega að vera sjálfsöruggur og duglegur. Mikilvægast er samt að geta látið mig hlægja rosalega mikið. Hann verður að geta mætt á þorrablót í sveitinni. En óheillandi? Ekkert minna heillandi en latur maður, ósnyrtilegur eða snobbaður. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ég væri Collie hundur eins og hundarnir mínir! Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Margret Thatcher, Elísabet II og Joey úr Friends. Umræðurnar væru vægast sagt áhugaverðar. Ingveldur Anna Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Örugglega að ferðast, þá bæði utan- og innanlands. Alltaf gaman að upplifa nýja hluti og sjá heiminn. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka upp úr töskum eftir ferðalag! Þarf að gíra mig alveg svakalega upp í það. Ertu A eða B týpa? Eiginlega bæði! Finnst alveg svakalega gott að fara snemma að sofa en elska að hanga upp í rúmi fram eftir morgni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ekkert svakalega leyndur en ég er mjög góð í að gera kokteila og þá sérstaklega minn heitelskaða Basil Gimlet. Hvernig viltu eggin þín? Veit ekki hversu mörg Eggs Benedict ég hef borðað á Duck and Rose, þannig líklegast eins þau gera það! Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sykurlaust er langbest! Uppáhellingurinn í Hámu á háskólatorgi var orðinn furðulega góður á tímabili. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Svo margir og vinkonur mínar gera mikið grín af því! Kann ekki marga söngtexta utan að nema þessa helstu slagara. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Ég er svakalegur hámhorfari og er að horfa á The Rookie á Netflix núna. Er smá alæta á sjónvarpsefni. Hvaða bók lastu síðast? Örugglega Eignarréttur II! Glugga oft í hana í vinnunni, mjög fróðleg lesning. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég rúnta yfirleitt Petersen, Danska og Írska! Kann virkilega að meta góðan trúbador sem heldur stemningunni uppi. Finnið mig þar stundum um helgar að öskursyngja með trúbba! Ingveldur Anna Ertu með einhvern bucket lista? Auðvitað! Ég reyni að framkvæma þá hluti sem mig langar að gera. Labba Laugaveginn, á eftir að heimsækja Afríku og Suður-Ameríku, læra að gönguskíða og skíða almennilega. Mjög óformlegur bucket listi en langar almennt að ferðast og sjá nýja hluti. Draumastefnumótið? Fara í pílu og út að borða! Mér finnst mjög gaman í pílu og elska að fara út að borða, þetta þarf ekki að vera flókið. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi búin að kaupa fasteign og orðin venjulegur vísitölu íslendingur, sem þrátt fyrir vísitöluna er enn að gera eitthvað skemmtilegt. Hvað er Ást? Ást er að vera saman í gegnum gamanið, hverdagsleikann og ömurlegheitin.
Ástin og lífið Einhleypan Tengdar fréttir Seiðandi glæsikvendi á lausu Íslenskar konur hafa lengi vel þótt þær fegurstu í heimi. Þær eru þekktar fyrir unglegt útlit og sagðar bera af sér mikinn þokka. Við í Lífinu erum sammála þeirri kenningu og settum saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum í samráði við vel valda álitsgjafa. 2. febrúar 2024 07:02 „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Leikarinn og húmoristinn Starkaður Pétursson lýsir sjálfum sér sem spjátrungi úr Hafnarfirði í tilvistarkreppu sem finnst ekkert betra en að sitja í heitum potti, hlusta á undarlega tónlist og reyna að koma fólki til að hlæja, með misjöfnum árangri. 29. janúar 2024 20:01 „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Hin 29 ára Katrín Ósk Ásgeirsdóttir lýsir sjálfri sem ævintýragjarnri stemningskonu með stórt hjarta sem nýtur sín best í faðmi fjölskyldu og vina. Hún segist heillast að húmor og heiðarleika í fari anarra en er snúin við á punktinum ef hroki og stælar eru annars vegar. 9. janúar 2024 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn? Makamál Einhleypan: Finnst skemmtilegt að veiða fisk og menn Makamál Segir sambönd geta orðið sterkari eftir framhjáhald Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Seiðandi glæsikvendi á lausu Íslenskar konur hafa lengi vel þótt þær fegurstu í heimi. Þær eru þekktar fyrir unglegt útlit og sagðar bera af sér mikinn þokka. Við í Lífinu erum sammála þeirri kenningu og settum saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum í samráði við vel valda álitsgjafa. 2. febrúar 2024 07:02
„Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Leikarinn og húmoristinn Starkaður Pétursson lýsir sjálfum sér sem spjátrungi úr Hafnarfirði í tilvistarkreppu sem finnst ekkert betra en að sitja í heitum potti, hlusta á undarlega tónlist og reyna að koma fólki til að hlæja, með misjöfnum árangri. 29. janúar 2024 20:01
„Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Hin 29 ára Katrín Ósk Ásgeirsdóttir lýsir sjálfri sem ævintýragjarnri stemningskonu með stórt hjarta sem nýtur sín best í faðmi fjölskyldu og vina. Hún segist heillast að húmor og heiðarleika í fari anarra en er snúin við á punktinum ef hroki og stælar eru annars vegar. 9. janúar 2024 20:00