Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 16:11 Annar karlmaðurinn leiddur fyrir dómara á dögunum. Vísir/Vilhelm Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. Ríkisútvarpið greinir frá því að óskað hafi verið eftir því að geðlæknir meti hversu mikil alvara hafi verið fólgin í skilaboðum sem karlmennirnir sendu sín á milli. Þar ræddu þeir reglulega um að vilja gera fólki mein. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata bar á góma í slíkum skilaboðum mannanna á milli. Sömuleiðis sósíalistarnir Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þá hefur komið fram að mennirnir höfðu á orði að drepa lögreglumenn á fyrirhugaðri árshátíð þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reglulega gerð krafa um geðmat þegar fólk er sakað um brot af þessum toga. Þá er geðlæknir fenginn til að meta marga hluti. Tekin eru viðtöl við mennina, þeir settir í próf og þá verða skilaboð mannanna skoðuð. Reikna má með því að niðurstaða úr greiningu liggir fyrir eftir einhverjar vikur. Þá mun einnig liggja fyrir sakhæfismat. Lögregla lagði í umfangsmiklum aðgerðum sínum, handtökum og húsleitum, fyrir tæpum fjórum viku hald á skotvopn. Karlmennirnir eru taldir hafa framleitt og breytt skotvopnum. Þeir hafi notað þrívíddarprentara til verksins. Mat geðlæknis á alvarleika samskipta mannanna gæti spilað lykilhlutverk í ákvörðun um hvort karlmennirnir verði ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk eða fyrir vopnalagabrot. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru þó lausir úr einangrun sem þeir hafa sætt frá því þeir voru handteknir. Annar hafði rétt losnað úr vikulangri einangrun þegar hann var handtekinn. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn á föstudaginn til Landsréttar. Má reikna með niðurstöðu í Landsrétti á morgun. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá því að óskað hafi verið eftir því að geðlæknir meti hversu mikil alvara hafi verið fólgin í skilaboðum sem karlmennirnir sendu sín á milli. Þar ræddu þeir reglulega um að vilja gera fólki mein. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata bar á góma í slíkum skilaboðum mannanna á milli. Sömuleiðis sósíalistarnir Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þá hefur komið fram að mennirnir höfðu á orði að drepa lögreglumenn á fyrirhugaðri árshátíð þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reglulega gerð krafa um geðmat þegar fólk er sakað um brot af þessum toga. Þá er geðlæknir fenginn til að meta marga hluti. Tekin eru viðtöl við mennina, þeir settir í próf og þá verða skilaboð mannanna skoðuð. Reikna má með því að niðurstaða úr greiningu liggir fyrir eftir einhverjar vikur. Þá mun einnig liggja fyrir sakhæfismat. Lögregla lagði í umfangsmiklum aðgerðum sínum, handtökum og húsleitum, fyrir tæpum fjórum viku hald á skotvopn. Karlmennirnir eru taldir hafa framleitt og breytt skotvopnum. Þeir hafi notað þrívíddarprentara til verksins. Mat geðlæknis á alvarleika samskipta mannanna gæti spilað lykilhlutverk í ákvörðun um hvort karlmennirnir verði ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk eða fyrir vopnalagabrot. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru þó lausir úr einangrun sem þeir hafa sætt frá því þeir voru handteknir. Annar hafði rétt losnað úr vikulangri einangrun þegar hann var handtekinn. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn á föstudaginn til Landsréttar. Má reikna með niðurstöðu í Landsrétti á morgun.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti Sjá meira
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59