Sjáðu Danijel fylltan hetjumóð og glæsimark Telmo gegn FH Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 09:03 Hinn 19 ára gamli Danijel Dejan Djuric hefur komið af fítonskrafti inn í lið Víkings. VÍSIR/VILHELM Víkingar gerðu endanlega út um vonir Vals um Evrópusæti með mögnuðum 3-2 endurkomusigri í Bestu deild karla í fótbolta og FH er enn í fallsæti eftir 2-1 tap í Vestmannaeyjum. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Hinn 19 ára gamli Danijel Dejan Djuric var að öðrum ólöstuðum hetja Víkinga í gær en hann skoraði tvö lagleg mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins, eftir að Jesper Juelsgård og Birkir Heimisson höfðu komið Val í 2-0. Danijel skoraði fyrst með föstu skoti úr frekar þröngu færi í teignum og Nikolaj Hansen jafnaði svo metin á 84. mínútu eftir fyrirgjöf Arnórs Borg Guðjohnsen. Tveimur mínútum síðar skoraði Danijel sigurmarkið eftir að hafa farið illa með Heiðar Ægisson, bakvörð Vals. Víkingar eru þar með í 2. sæti, fyrir ofan KA á markatölu, en liðin eru átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nú er endanlega ljóst að þessi þrjú lið fara í Evrópukeppni á næstu leiktíð, þó að enn séu fjórar umferðir eftir. Klippa: Mörk Víkings og Vals ÍBV kom sér fjórum stigum frá fallsæti með 2-1 sigri gegn FH sem enn situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 23 leiki. Liðið er stigi á eftir Leikni fyrir leik liðanna næsta sunnudag. Telmo Castanheira kom ÍBV yfir í gær með frábæru skoti á áttundu mínútu en Ólafur Guðmundsson jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu. Sigurmarkið skoraði svo miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson með föstu skoti úr teignum, á 56. mínútu. Klippa: Mörk ÍBV og FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur FH ÍBV Fótbolti Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Danijel Dejan Djuric var að öðrum ólöstuðum hetja Víkinga í gær en hann skoraði tvö lagleg mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins, eftir að Jesper Juelsgård og Birkir Heimisson höfðu komið Val í 2-0. Danijel skoraði fyrst með föstu skoti úr frekar þröngu færi í teignum og Nikolaj Hansen jafnaði svo metin á 84. mínútu eftir fyrirgjöf Arnórs Borg Guðjohnsen. Tveimur mínútum síðar skoraði Danijel sigurmarkið eftir að hafa farið illa með Heiðar Ægisson, bakvörð Vals. Víkingar eru þar með í 2. sæti, fyrir ofan KA á markatölu, en liðin eru átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nú er endanlega ljóst að þessi þrjú lið fara í Evrópukeppni á næstu leiktíð, þó að enn séu fjórar umferðir eftir. Klippa: Mörk Víkings og Vals ÍBV kom sér fjórum stigum frá fallsæti með 2-1 sigri gegn FH sem enn situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 23 leiki. Liðið er stigi á eftir Leikni fyrir leik liðanna næsta sunnudag. Telmo Castanheira kom ÍBV yfir í gær með frábæru skoti á áttundu mínútu en Ólafur Guðmundsson jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu. Sigurmarkið skoraði svo miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson með föstu skoti úr teignum, á 56. mínútu. Klippa: Mörk ÍBV og FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur FH ÍBV Fótbolti Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira