Sakaður um að láta óæskileg ummæli falla um samstarfskonu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 07:00 Ime Udoka á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. Eric Espada/Getty Images Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið. Körfubolti NBA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Sjá meira
Á fimmtudag greindi Vísir frá því að Ime Udoka hefði verið dæmdur í ársbann af félaginu fyrir samband við samstarfskonu. Um var að ræða framhjáhald þar sem Udoka er giftur maður. Hann hefur beðist afsökunar á framferði sínu: „Ég vil biðja leikmenn, stuðningsmenn og alla í Boston Celtics og fjölskyldu mína afsökunar á að hafa brugðist þeim. Ég er miður mín að hafa sett liðið í þessa erfiðu stöðu og uni ákvörðun þess. Af virðingu við alla hlutaðeigandi ætla ég ekki að tjá mig frekar.“ Udoka náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en það var hans fyrsta sem aðalþjálfari Boston Celtics. Liðið fór alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors. Sem stendur er framtíð hans óráðin þar sem forráðamenn félagsins segjast ætla að taka ákvörðun um hana þegar fram líða stundir. Þangað til mun Joe Mazzulla, aðstoðarmaður Udoka, stýra liðinu. Það eru ekki allir sáttir með ákvörðun Celtics og hefur hinn stóryrti Stephen A. Smith - sem starfar meðal annars fyrir ESPN - sagt að ákvörðunin sé „kjaftæði.“ Málið heldur hins vegar áfram að vinda upp á sig og nú hefur komið í ljós að Udoka hafði látið óæskileg ummæli falla í garð samstarfskonu sinnar, þó ekki þeirrar sem hann svaf hjá. Fyrrnefnda konan, ekki hjásvæfan, lét forráðamenn félagsins vita af hegðun þjálfarans og í kjölfarið fór af stað óháð rannsókn á hegðun hans. Í ljós kom að ásamt því að láta óæskileg ummæli falla um téða samstarfskonu þá væri hann að sofa hjá annarri. Í kjölfarið var hann svo dæmdur í ársbann og er alls óvíst hvort hann þjálfi áfram hjá félaginu. Brad Stevens, fyrrverandi þjálfari Boston Celtics og núverandi yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að Celtics standi við bakið á báðum konum sem og öllum þeim konum sem vinna fyrir félagið.
Körfubolti NBA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Sjá meira