Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft Atli Arason skrifar 13. júní 2022 16:30 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty Images Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna. „Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
„Ef ég á að mæla hvað er að vera soft þá kíki ég á tölfræði,“ svaraði Arnar, aðspurður út í gagnrýnina á fréttamannafundi í gær. Arnar nefndi að Ísland hefði unnið fleiri einvígi en San Marínó í leiknum. „Ég skil alveg hluta af því sem Kári var að segja. Kári skilur alveg leikinn og hefur verið í þessu. Það sem mér finnst óheppileg var hvernig Kári kom þessu frá sér en það er bara mín skoðun. Hann má vinna sína vinnu sem sparkspekingur eins og hann vill sjálfur gera,“ bætti Arnar við. „Ég veit hvert hann er að fara með þessu, hann vill að liðið sé þroskaðra og harðara. Ég skil það alveg en það gerist samt ekki nema strákarnir fá að spila saman, fá reynsluna og skilja út á hvað þessir landsleikir ganga. Kári skildi þetta ekkert þegar hann var 21 árs. Ég spilað með Kára í landsliðinu og ég man alveg eftir fullt af lélegum leikjum hjá honum og eins hjá mér. Kári má hafa skoðun og ef einhver má það er það hann en að mínu mati var þetta svolítið soft hjá honum, hvernig hann kom þessu frá sér.“ Umræðan um að vera soft byrjaði þegar Kári var að vitna í myndband af æfingu sem er á samfélagsmiðlum KSÍ. „Þetta er vídeó úr upphitun og þetta er í flestum liðum í Evrópu, þar sem það er reynt að hafa gaman, að búa til keppnir og sigurvilja hjá strákunum. Þetta snýst um að búa til stemningu en ég þarf ekkert að leita lengi á netinu til að finna Kára hlægjandi á æfingu hjá landsliðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fann sig knúna til að skrifa yfirlýsingu um æfingaraðferðir hjá landsliðinu eftir að mikill umræða fór af stað á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla Kára. Landsleikur Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni hefst klukkan 18.45. Ef Ísland á að eiga möguleika á að vinna 2. riðil B-deildar þá má liðið ekki tapa í kvöld. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Ísrael er á toppnum með 4 stig þegar tvær umferðir af fjórum eru búnar.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira