Sterkt bandalag vinstriflokka ógnar meirihluta Macron Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 13. júní 2022 08:01 Emmanuel Macron Frakklandsforseti á kjörstað í gær. AP Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta og bandalag vinstri flokka sem leitt er af Jean-Luc Mélenchon virðast nær hnífjöfn eftir fyrstu umferð frönsku þingkosninganna sem fram fóru í gær. Seinni umferð kosninganna verður haldin þann 19. júní næstkomandi og í dag hefst því lokaatrennan í harðri kosningabaráttu en úrslit kosninganna gætu haft mikil áhrif á kjörtímabil Macrons sem náði kjöri í annað sinn í apríl síðastliðnum. Kosningaþátttakan í gær var 47 prósent og hefur aldrei verið minni. Það skiptir forsetann miklu máli að hafa þingið með sér í liði og því er hörð barátta framundan. Búist er við að bandalag Macrons fái 25,2 prósent atkvæða í fyrri umferð en að vinstrimenn séu rétt á undan, með 25,6 prósent atkvæða. Forsetinn þarf að hafa þingið með sér í liði ætli hann sér að fá fram þeim breytingum á velferðarkerfinu og skattkerfinu sem hann boðaði í kosningabaráttunni í vor. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum. Eins og sakir standa nú gera spár ráð fyrir að miðjubandalagið nái stærstum hluta þingsætanna, á bilinu 255 til 295 þingsæti, en 577 þingmenn sitja á franska þinginu. Þessar spár virðast því benda til þess að svo gæti farið að Macron og hans menn nái ekki hreinum meirihluta, sem eru 289 þingsæti. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. 12. júní 2022 23:50 Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. 12. júní 2022 12:39 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Sjá meira
Seinni umferð kosninganna verður haldin þann 19. júní næstkomandi og í dag hefst því lokaatrennan í harðri kosningabaráttu en úrslit kosninganna gætu haft mikil áhrif á kjörtímabil Macrons sem náði kjöri í annað sinn í apríl síðastliðnum. Kosningaþátttakan í gær var 47 prósent og hefur aldrei verið minni. Það skiptir forsetann miklu máli að hafa þingið með sér í liði og því er hörð barátta framundan. Búist er við að bandalag Macrons fái 25,2 prósent atkvæða í fyrri umferð en að vinstrimenn séu rétt á undan, með 25,6 prósent atkvæða. Forsetinn þarf að hafa þingið með sér í liði ætli hann sér að fá fram þeim breytingum á velferðarkerfinu og skattkerfinu sem hann boðaði í kosningabaráttunni í vor. Í Frakklandi eru einmenningskjördæmi og þingmaður nær kjöri ef hann nær hreinum meirihluta atkvæða. Nái enginn einn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja efstu, eða þá þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 12,5 prósentum. Eins og sakir standa nú gera spár ráð fyrir að miðjubandalagið nái stærstum hluta þingsætanna, á bilinu 255 til 295 þingsæti, en 577 þingmenn sitja á franska þinginu. Þessar spár virðast því benda til þess að svo gæti farið að Macron og hans menn nái ekki hreinum meirihluta, sem eru 289 þingsæti.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. 12. júní 2022 23:50 Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. 12. júní 2022 12:39 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Sjá meira
Miðjubandalag Macrons með flest þingsæti eftir fyrstu tölur Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í dag. Miðjubandalag Emmanuels Macron Frakklandsforseta leiðir eftir fyrstu tölur með 25,2 prósent atkvæða en flest spáð þingsæti. Bandalag vinstri flokka fylgir fast á hæla miðjuflokkanna með 25,6 prósent atkvæða en öllu færri spáð þingsæti en bandalag Macrons. 12. júní 2022 23:50
Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. 12. júní 2022 12:39