La Liga leggur fram kvörtun vegna nýs samnings Mbappé við PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2022 09:01 Kylian Mbappé verður áfram hjá PSG til 2025. EPA-EFE/Mohammed Badra La Liga, spænska úrvalsdeildin, hefur gefið út að deildin ætli að leggja inn kvörtun hjá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna nýs samnings Kylian Mbappé við París-Saint Germain. Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur verið orðaður við Real Madríd allt síðan félagið reyndi að kaupa hann sumarið 2021. Mbappé hefur gefið út að hann hafi verið stuðningsmaður Real allt síðan í æsku og benti allt til þess að franski sóknarmaðurinn myndi færa sig til Madrídar er samningur hans í París rynni út að tímabilinu loknu. Það er þangað til í gær þegar fregnir bárust af nýjum þriggja ára samning PSG við Mbappé. Spænska úrvalsdeildin er ekki par sátt með ákvörðun Mbappé og ætlar í hart. Deildin hefur gefið út að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að fjárhagsstaða París Saint-Germain geri liðinu kleift að bjóða Mbappé svipaðan samning og Real Madríd gerði. Ætlar spænska deildin að leggja fram kvörtun við UEFA, frönsk skattayfirvöld og Evrópusambandið. Í yfirlýsingu La Liga segir að PSG hafi tapað 220 milljónum evra á síðustu leiktíð og meira en 700 milljónum evra á undanförnum árum. Þá gagnrýnir La Liga auglýsinga samninga franska liðsins og tekur saman hversu dýr leikmannahópur þess sé (650 milljónir evra). Að lokum segir að hegðun Al-Khelafi, forseta PSG, ógni stöðugleika evrópsks fótbolta á sama hátt og hin svokallaða „Ofurdeild Evrópu“ en Real Madríd – liðið sem taldi sig vera að fá Mbappé – var meðal liða sem barðist hvað mest fyrir stofnun hennar. BREAKING: LaLiga have released a statement announcing they will file a complaint against Paris Saint-Germain over Kylian Mbappe's new contract... pic.twitter.com/Ymjf0YlJpd— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 21, 2022 Mbappé hélt upp á nýjan samning sinn við PSG með því að skora þrennu í 5-0 sigri á Metz í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Talandi um að nudda salti í sárin. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur verið orðaður við Real Madríd allt síðan félagið reyndi að kaupa hann sumarið 2021. Mbappé hefur gefið út að hann hafi verið stuðningsmaður Real allt síðan í æsku og benti allt til þess að franski sóknarmaðurinn myndi færa sig til Madrídar er samningur hans í París rynni út að tímabilinu loknu. Það er þangað til í gær þegar fregnir bárust af nýjum þriggja ára samning PSG við Mbappé. Spænska úrvalsdeildin er ekki par sátt með ákvörðun Mbappé og ætlar í hart. Deildin hefur gefið út að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að fjárhagsstaða París Saint-Germain geri liðinu kleift að bjóða Mbappé svipaðan samning og Real Madríd gerði. Ætlar spænska deildin að leggja fram kvörtun við UEFA, frönsk skattayfirvöld og Evrópusambandið. Í yfirlýsingu La Liga segir að PSG hafi tapað 220 milljónum evra á síðustu leiktíð og meira en 700 milljónum evra á undanförnum árum. Þá gagnrýnir La Liga auglýsinga samninga franska liðsins og tekur saman hversu dýr leikmannahópur þess sé (650 milljónir evra). Að lokum segir að hegðun Al-Khelafi, forseta PSG, ógni stöðugleika evrópsks fótbolta á sama hátt og hin svokallaða „Ofurdeild Evrópu“ en Real Madríd – liðið sem taldi sig vera að fá Mbappé – var meðal liða sem barðist hvað mest fyrir stofnun hennar. BREAKING: LaLiga have released a statement announcing they will file a complaint against Paris Saint-Germain over Kylian Mbappe's new contract... pic.twitter.com/Ymjf0YlJpd— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 21, 2022 Mbappé hélt upp á nýjan samning sinn við PSG með því að skora þrennu í 5-0 sigri á Metz í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Talandi um að nudda salti í sárin.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01