Nei eða já: Er Luka Doncic sá besti sem er á lífi í úrslitakeppninni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 07:31 Luka Doncic hélt sínum mönnum í Dallas Mavericks á tánum og mótherjunum í Phoenix Suns við efnið í oddaleiknum. Getty/Christian Petersen Þegar Sigga Beinteins og Sigrún Eva byrja að syngja í NBA þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport þá vita áhorfendur hvað er að fara að gerast. NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
- Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn?
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu