Ótrúlegt tímabil Barcelona heldur áfram: Enduðu með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2022 22:30 Barcelona endaði með fullt hús stiga. FC Barcelona Hið ótrúlega lið Barcelona vann Atlético Madríd 2-1 í spænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Það þýðir að Barcelona endar tímabilið með fullt hús stiga, 30 sigrar í 30 leikjum. Það var löngu orðið ljóst að Barcelona myndi verja Spánarmeistaratitil sinn en félagið er á höttunum á eftir þrennunni annað árið í röð. Liðið er komið í úrslit Meistaradeild Evrópu og möguleikinn því enn til staðar. Liðið gerði sér þó lítið fyrir og vann spænsku úrvalsdeildina með fullt hús stiga þökk sé 2-1 sigri í dag. Irene Paredes kom Barcelona yfir snemma leiks og Aitana Bonmati svo gott sem gulltryggði sigurinn með öðru marki heimakvenna um miðbik fyrri hálfleiks. Merel van Dongen lét svo senda sig af velli í liði Atl. Madríd þegar tæp klukkustund var liðin og engin endurkoma í kortunum. Gestirnir minnkuðu hins vegar muninn fimm mínútum síðar þegar Amanda Sampedro kom boltanum yfir línuna. Bonmati fékk svo beint rautt spjald á 90. mínútu en Börsungum samt sem áður að landa sigrinum og vinna það sem segja má fullkominn sigur á Spáni. 30 leikir, 30 sigrar, 159 mörk skoruð og aðeins 11 fengin á sig. [HIGHLIGHTS] #BarçaAtleti (2-1) #PrimeraIberdrola pic.twitter.com/yD11hoKKIB— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 15, 2022 Fari hins vegar svo að liðið tapi fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu er ljóst að tímabilið verður flokkað sem vonbrigði í Katalóníu. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Það var löngu orðið ljóst að Barcelona myndi verja Spánarmeistaratitil sinn en félagið er á höttunum á eftir þrennunni annað árið í röð. Liðið er komið í úrslit Meistaradeild Evrópu og möguleikinn því enn til staðar. Liðið gerði sér þó lítið fyrir og vann spænsku úrvalsdeildina með fullt hús stiga þökk sé 2-1 sigri í dag. Irene Paredes kom Barcelona yfir snemma leiks og Aitana Bonmati svo gott sem gulltryggði sigurinn með öðru marki heimakvenna um miðbik fyrri hálfleiks. Merel van Dongen lét svo senda sig af velli í liði Atl. Madríd þegar tæp klukkustund var liðin og engin endurkoma í kortunum. Gestirnir minnkuðu hins vegar muninn fimm mínútum síðar þegar Amanda Sampedro kom boltanum yfir línuna. Bonmati fékk svo beint rautt spjald á 90. mínútu en Börsungum samt sem áður að landa sigrinum og vinna það sem segja má fullkominn sigur á Spáni. 30 leikir, 30 sigrar, 159 mörk skoruð og aðeins 11 fengin á sig. [HIGHLIGHTS] #BarçaAtleti (2-1) #PrimeraIberdrola pic.twitter.com/yD11hoKKIB— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 15, 2022 Fari hins vegar svo að liðið tapi fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu er ljóst að tímabilið verður flokkað sem vonbrigði í Katalóníu.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00