Í röng göng með gæslumenn á hælunum eftir stórt tap gegn Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2022 07:32 Dómarinn David Guthrie reynir að stía þeim Bismack Biyombo og Marquese Chriss í sundur. AP/Ross D. Franklin Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix vann öruggan 110-80 heimasigur gegn Dallas Mavericks og staðan er því 3-2 í einvíginu svo að Phoenix gæti komist áfram með sigri í Dallas annað kvöld. Allir leikir einvígisins hafa hins vegar unnist á heimavelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig en hann setti meðal annars niður tvo þrista snemma í seinni hálfleik þegar heimamenn bjuggu sér til forskot og komust í 61-50, og síðar 82-60 áður en fjórði leikhluti hófst. The @Suns were led by @DevinBook in their Game 5 W! 28 PTS 7 REB 2 STL The Suns take a 3-2 series leadGame 6: Thursday, 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/27Q9rovYzz— NBA (@NBA) May 11, 2022 Þó að spennan færi fljótt úr leiknum í seinni hálfleik í gær þá hefur verið talsverður hiti í einvíginu og minnstu munaði að upp úr syði í lok leiks. Bismack Biyombo hafði átt fínan leik fyrir Phoenix en var vísað af velli þegar örfáar sekúndur voru eftir, líkt og Marquese Chriss í kjölfar villu Chriss sem ýtti auk þess Biyombo. Biyombo fór af vellinum í gegnum rétt göng á leið sinni inn í búningsklefa heimamanna en Chriss, sem gjörþekkir staðinn eftir að hafa spilað með Phoenix 2016-18, ákvað að hlaupa á eftir honum í gegnum sömu göng. Hann átti að fara í gegnum göng hinu megin á vellinum. Gæslumenn hlupu strax á eftir Chriss og sáu til þess að ekki kæmi til neinna frekari átaka, eins og sjá má. Marquese Chriss and Bismack Biyombo almost went at it in the locker room hallway pic.twitter.com/erLrolsXcO— Bleacher Report (@BleacherReport) May 11, 2022 Miami Heat vann einnig öruggan sigur gegn Philadelphia 76ers, 120-85, og komst í 3-2. Miami, með DJ Khaled í stuði á fremsta áhorfendabekk, hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa en næsti leikur er í Philadelphia annað kvöld. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami og Max Strus skoraði 19 auk þess að taka 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Phoenix vann öruggan 110-80 heimasigur gegn Dallas Mavericks og staðan er því 3-2 í einvíginu svo að Phoenix gæti komist áfram með sigri í Dallas annað kvöld. Allir leikir einvígisins hafa hins vegar unnist á heimavelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig en hann setti meðal annars niður tvo þrista snemma í seinni hálfleik þegar heimamenn bjuggu sér til forskot og komust í 61-50, og síðar 82-60 áður en fjórði leikhluti hófst. The @Suns were led by @DevinBook in their Game 5 W! 28 PTS 7 REB 2 STL The Suns take a 3-2 series leadGame 6: Thursday, 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/27Q9rovYzz— NBA (@NBA) May 11, 2022 Þó að spennan færi fljótt úr leiknum í seinni hálfleik í gær þá hefur verið talsverður hiti í einvíginu og minnstu munaði að upp úr syði í lok leiks. Bismack Biyombo hafði átt fínan leik fyrir Phoenix en var vísað af velli þegar örfáar sekúndur voru eftir, líkt og Marquese Chriss í kjölfar villu Chriss sem ýtti auk þess Biyombo. Biyombo fór af vellinum í gegnum rétt göng á leið sinni inn í búningsklefa heimamanna en Chriss, sem gjörþekkir staðinn eftir að hafa spilað með Phoenix 2016-18, ákvað að hlaupa á eftir honum í gegnum sömu göng. Hann átti að fara í gegnum göng hinu megin á vellinum. Gæslumenn hlupu strax á eftir Chriss og sáu til þess að ekki kæmi til neinna frekari átaka, eins og sjá má. Marquese Chriss and Bismack Biyombo almost went at it in the locker room hallway pic.twitter.com/erLrolsXcO— Bleacher Report (@BleacherReport) May 11, 2022 Miami Heat vann einnig öruggan sigur gegn Philadelphia 76ers, 120-85, og komst í 3-2. Miami, með DJ Khaled í stuði á fremsta áhorfendabekk, hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa en næsti leikur er í Philadelphia annað kvöld. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami og Max Strus skoraði 19 auk þess að taka 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu