Lengi lifir í gömlum glæðum Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2022 07:31 Al Horford hafði ærna ástæðu til að fagna gegn Milwaukee Bucks í gærkvöld. AP/Morry Gash Hinn 35 ára gamli Al Horford hefur á fimmtán ára ferli í NBA-deildinni í körfubolta aldrei skorað eins mörg stig í úrslitakeppni eins og í gærkvöld. Hann átti ríkan þátt í 116-108 sigri Boston Celtics á meisturum Milwaukee Bucks. Boston jafnaði þar með einvígið í 2-2 og getur komist yfir þegar liðin mætast í fimmta leik í Boston annað kvöld, í undanúrslitum austurdeildarinnar. Horford er ekki beinlínis týpan sem lætur tilfinningarnar bera sig ofurliði en hann fagnaði vel eftir að hafa troðið og jafnað leikinn í 80-80, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Um leið fiskaði hann villu á Giannis Antetokounmpo sem náði ekki að stöðva gamla brýnið. BIG AL BIG SLAM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/HF7Lq6g56d— NBA (@NBA) May 10, 2022 Horford endaði með 30 stig og varð stigahæstur ásamt Jayson Tatum. Það var í fjórða leikhlutanum sem að Boston komst yfir og tryggði sér sigurinn, með því að vinna leikhlutann 43-28. Horford skoraði 16 stig og Tatum 12 í leikhlutanum. Curry fór fyrir Golden State í naumum sigri Memphis Grizzlies voru nálægt því að jafna einvígi sitt gegn Golden State Warriors en Stephen Curry var á öðru máli og tryggði Golden State 101-98 sigur. Curry og félagar eru því 3-1 yfir í einvíginu en fimmti leikurinn er í Memphis annað kvöld. Curry setti niður átta vítaskot á síðustu 46 sekúndum leiksins og endaði með 32 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. Heimamenn í Golden State þurftu að spjara sig án þjálfarans Steve Kerr sem greindist með Covid-19 tveimur tímum fyrir leik. Aðstoðarþjálfarinn Mike Brown, sem er búinn að semja um að taka við Sacramento Kings í sumar, stýrði því liðinu eins og hann gerði reyndar einnig um tíma þegar Golden State varð meistari 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Boston jafnaði þar með einvígið í 2-2 og getur komist yfir þegar liðin mætast í fimmta leik í Boston annað kvöld, í undanúrslitum austurdeildarinnar. Horford er ekki beinlínis týpan sem lætur tilfinningarnar bera sig ofurliði en hann fagnaði vel eftir að hafa troðið og jafnað leikinn í 80-80, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Um leið fiskaði hann villu á Giannis Antetokounmpo sem náði ekki að stöðva gamla brýnið. BIG AL BIG SLAM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel on TNT pic.twitter.com/HF7Lq6g56d— NBA (@NBA) May 10, 2022 Horford endaði með 30 stig og varð stigahæstur ásamt Jayson Tatum. Það var í fjórða leikhlutanum sem að Boston komst yfir og tryggði sér sigurinn, með því að vinna leikhlutann 43-28. Horford skoraði 16 stig og Tatum 12 í leikhlutanum. Curry fór fyrir Golden State í naumum sigri Memphis Grizzlies voru nálægt því að jafna einvígi sitt gegn Golden State Warriors en Stephen Curry var á öðru máli og tryggði Golden State 101-98 sigur. Curry og félagar eru því 3-1 yfir í einvíginu en fimmti leikurinn er í Memphis annað kvöld. Curry setti niður átta vítaskot á síðustu 46 sekúndum leiksins og endaði með 32 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. Heimamenn í Golden State þurftu að spjara sig án þjálfarans Steve Kerr sem greindist með Covid-19 tveimur tímum fyrir leik. Aðstoðarþjálfarinn Mike Brown, sem er búinn að semja um að taka við Sacramento Kings í sumar, stýrði því liðinu eins og hann gerði reyndar einnig um tíma þegar Golden State varð meistari 2017. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu