Hannes þarf að gefa FIBA svör um þjóðarhöll fyrir mánaðarmót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 23:16 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, þarf að gefa FIBA svar um þjóðarhöll á Íslandi innan tíu daga. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að hann þurfi að gefa Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA svar um gang mála um þjóðarhöll hér á landi innan tíu daga. Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“ Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu