Ótækt að innheimtufyrirtæki græði á skuldavanda borgarbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2022 13:09 Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur til að Reykjavíkurborg hætti að nota innheimtufyrirtæki og taki upp manneskjulegri nálgun. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir harðlega að Reykjavíkurborg noti innheimtufyrirtæki til að innheimta reikninga og gjöld. Það sé ómanneskjuleg aðferð sem auki á vanda fólks í fátækt. Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“ Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira