Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Njarðvík 69-88 | Njarðvík tyllti sér á toppinn Andri Már Eggertsson skrifar 31. janúar 2022 22:42 Njarðvík vann stórsigur á Val. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík komst á toppinn í Subway-deildinni eftir nítján stiga sigur á Val. Njarðvík lék á als oddi í þriðja leikhluta og vann að lokum stórsigur 69-88. Valur hefur spilað frábæran varnarleik í undanförnum leikjum og það var sama upp á teningnum í byrjun leiks. Njarðvík skoraði aðeins tvær körfur á fyrstu fimm mínútunum. Heimamenn gengu á lagið og komust ellefu stigum yfir 15-4. Veigar Páll Alexandersson var sá fyrsti til að skila punktum á töfluna hjá Njarðvík. Veigar gerði sjö af fyrstu níu stigum Njarðvíkur. Restin af liðinu mætti svo til leik og endaði Njarðvík 1. leikhluta á að gera níu stig í röð og minnka muninn niður í þrjú stig. Fotios Lampropoulos kastar í traffíkVísir/Hulda Margrét Í öðrum leikhluta hélt ég um stund að ég væri að horfa á fyrsta leikhluta aftur. Valur byrjaði betur og var Callum Lawson allt í öllu til að byrja með og gerði sjö stig á tæplega þrem mínútum. Valur var með yfirhöndina þar til fyrri hálfleikur var að líða undir lok og þá gerðu gestirnir tíu stig gegn tveimur stigum Vals og var Valur einu stigi yfir í hálfleik 39-38. Kristófer og Kári afar hissa í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Njarðvík byggði ofan á það sem liðið hafði gert undir lok fyrri hálfleiks. Það gekk allt upp hjá gestunum á báðum endum vallarins og náði Njarðvík tuttugu stiga áhlaupi 24-4. Valur fór afar illa með sínar sóknir og tapaði sex boltum á sex mínútum. Eftir stórbrotinn 3. leikhluta hélt Njarðvík sjó. Valur náði stuttu sjö stiga áhlaupi en ógnin var ekki meiri en það og Njarðvík vann að lokum nítján stiga sigur 69-88. Njarðvíkingar voru sáttir með úrslitinVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík spilaði á rafmagnsgítarinn í þriðja leikhluta og keyrði allt í botn. Vörn Njarðvíkur var góð sem skilaði sér í auðveldum hraðaupphlaupum. Njarðvík skoraði 29 stig í þriðja leikhluta og var þrettán stigum yfir þegar leikhlutanum lauk. Hverjir stóðu upp úr? Nicolas Richotti var stigahæstur í Njarðvík með 23 stig. Dedrick Deon Basile átti frábæran seinni hálfleik og var allt í öllu í sókn Njarðvíkur. Hann skoraði 16 stig, gaf 8 stoðsendingar og var með 23 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Valur átti engin svör við hraðanum í Njarðvík. Valur var með yfirhöndina framan af en undir lok fyrri hálfleiks gekk Njarðvík á lagið sem endaði í 24-4 áhlaupi. Valsmenn voru oft afar klaufalegir og töpuðu alls 23 boltum. Hvað gerist næst? Valur fer til Ísafjarðar á fimmtudaginn og mætir Vestra klukkan 19:15. Næsta föstudag mætast Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni klukkan 20:15. Finnur var svekktur með úrslit kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Án þess að taka eitthvað af Njarðvík þá var frammistaða okkar léleg. Við vorum ólíkir sjálfum okkur á báðum endum vallarins og það einfaldlega má ekki gegn sterku liði Njarðvíkur,“ sagði Finnur Freyr svekktur eftir leik. Finnur var afar ósáttur með spilamennsku Vals í kvöld og fannst Finni einfaldlega allt fara úrskeiðis. „Það klikkaði allt hjá okkur. Við vorum hægir, það var mikið orkuleysi í liðinu. Við töpuðum 23 boltum og fengum á okkur allt of mörg sóknarfráköst. Þetta var einfaldlega slök frammistaða sem var rökrétt miðað við síðustu tvær vikur,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Myndir: Bertone gerði 16 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Fotios Lampropoulos tók 7 fráköst í leiknumVísir/Hulda Margrét Kristófer Acox gerði 18 stig gegn NjarðvíkVísir/Hulda Margrét Callum Lawson að berjast við Maciek Stanislav BaginskiVísir/Hulda Margrét Þriðja liðið stóð vaktina velVísir/Hulda Margrét Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík
Njarðvík komst á toppinn í Subway-deildinni eftir nítján stiga sigur á Val. Njarðvík lék á als oddi í þriðja leikhluta og vann að lokum stórsigur 69-88. Valur hefur spilað frábæran varnarleik í undanförnum leikjum og það var sama upp á teningnum í byrjun leiks. Njarðvík skoraði aðeins tvær körfur á fyrstu fimm mínútunum. Heimamenn gengu á lagið og komust ellefu stigum yfir 15-4. Veigar Páll Alexandersson var sá fyrsti til að skila punktum á töfluna hjá Njarðvík. Veigar gerði sjö af fyrstu níu stigum Njarðvíkur. Restin af liðinu mætti svo til leik og endaði Njarðvík 1. leikhluta á að gera níu stig í röð og minnka muninn niður í þrjú stig. Fotios Lampropoulos kastar í traffíkVísir/Hulda Margrét Í öðrum leikhluta hélt ég um stund að ég væri að horfa á fyrsta leikhluta aftur. Valur byrjaði betur og var Callum Lawson allt í öllu til að byrja með og gerði sjö stig á tæplega þrem mínútum. Valur var með yfirhöndina þar til fyrri hálfleikur var að líða undir lok og þá gerðu gestirnir tíu stig gegn tveimur stigum Vals og var Valur einu stigi yfir í hálfleik 39-38. Kristófer og Kári afar hissa í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Njarðvík byggði ofan á það sem liðið hafði gert undir lok fyrri hálfleiks. Það gekk allt upp hjá gestunum á báðum endum vallarins og náði Njarðvík tuttugu stiga áhlaupi 24-4. Valur fór afar illa með sínar sóknir og tapaði sex boltum á sex mínútum. Eftir stórbrotinn 3. leikhluta hélt Njarðvík sjó. Valur náði stuttu sjö stiga áhlaupi en ógnin var ekki meiri en það og Njarðvík vann að lokum nítján stiga sigur 69-88. Njarðvíkingar voru sáttir með úrslitinVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík spilaði á rafmagnsgítarinn í þriðja leikhluta og keyrði allt í botn. Vörn Njarðvíkur var góð sem skilaði sér í auðveldum hraðaupphlaupum. Njarðvík skoraði 29 stig í þriðja leikhluta og var þrettán stigum yfir þegar leikhlutanum lauk. Hverjir stóðu upp úr? Nicolas Richotti var stigahæstur í Njarðvík með 23 stig. Dedrick Deon Basile átti frábæran seinni hálfleik og var allt í öllu í sókn Njarðvíkur. Hann skoraði 16 stig, gaf 8 stoðsendingar og var með 23 framlagspunkta. Hvað gekk illa? Valur átti engin svör við hraðanum í Njarðvík. Valur var með yfirhöndina framan af en undir lok fyrri hálfleiks gekk Njarðvík á lagið sem endaði í 24-4 áhlaupi. Valsmenn voru oft afar klaufalegir og töpuðu alls 23 boltum. Hvað gerist næst? Valur fer til Ísafjarðar á fimmtudaginn og mætir Vestra klukkan 19:15. Næsta föstudag mætast Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni klukkan 20:15. Finnur var svekktur með úrslit kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Án þess að taka eitthvað af Njarðvík þá var frammistaða okkar léleg. Við vorum ólíkir sjálfum okkur á báðum endum vallarins og það einfaldlega má ekki gegn sterku liði Njarðvíkur,“ sagði Finnur Freyr svekktur eftir leik. Finnur var afar ósáttur með spilamennsku Vals í kvöld og fannst Finni einfaldlega allt fara úrskeiðis. „Það klikkaði allt hjá okkur. Við vorum hægir, það var mikið orkuleysi í liðinu. Við töpuðum 23 boltum og fengum á okkur allt of mörg sóknarfráköst. Þetta var einfaldlega slök frammistaða sem var rökrétt miðað við síðustu tvær vikur,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Myndir: Bertone gerði 16 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Fotios Lampropoulos tók 7 fráköst í leiknumVísir/Hulda Margrét Kristófer Acox gerði 18 stig gegn NjarðvíkVísir/Hulda Margrét Callum Lawson að berjast við Maciek Stanislav BaginskiVísir/Hulda Margrét Þriðja liðið stóð vaktina velVísir/Hulda Margrét
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu