Gagnrýnir tilboð TM: „Vátryggingar eru ekki skyndivara“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2021 13:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir ljóst að lag sé til lækkunar fyrst að tryggingarfélagið gat boðið upp á góðan afslátt. Vísir/Baldur Neytendastofa er nú með til skoðunar nokkrar tilkynningar vegna tilboðs tryggingafélagsins TM síðastliðinn mánudag. Formaður Félags íslenskra bifreiðareigenda segir tilboðið hafa verið á skjön við neytendalög og gagnrýnir tryggingarfélögin fyrir ofurhátt verðlag. Tilboðið sem um ræðir var auglýst í tengslum við tilboðsdaginn Cyber Monday, eða stafrænan mánudag. Í tilboðinu fólst 30 prósent afsláttur af tryggingum þennan eina dag og gilti aðeins fyrir viðskiptavini annarra tryggingarfélaga Matthildur Sveinsdóttir, sviðstjóri á neytendaréttarsviði Neytendastofu, segir þau hafa fengið nokkrar tilkynningar um tilboð TM þennan umrædda dag, til að mynda frá neytendum, sem og Neytendasamtökunum. „Við höfum ekki áður fengið kvartanir eða ábendingar út af tryggingafélögum en við höfum svo sem fengið ýmsar ábendingar út af tilboðum á þessum dögum. Þannig þetta er bara til skoðunar hjá okkur, hvort það sé tilefni til einhverra frekari aðgerða,“ segir Matthildur. Hún bendir á að samkvæmt lögum beri fyrirtækjum að sýna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Það er jafnframt skylda að kynna fyrir neytendum bæði fyrra verðið og afsláttinn, eða fyrra verðið og tilboðsverðið, svo að neytendur geti með góðum hætti áttað sig á því hversu mikil verðlækkunin er,“ segir Matthildur. TM bauð nýjum viðskiptavinum upp á 30 prósent afslátt af tryggingum síðastliðinn mánudag.Mynd/Facebook Greinilega lag til lækkunar Félag íslenskra bifreiðareigenda sendi einnig erindi á Neytendastofu vegna málsins í gær en þau telja tilboðið á skjön við neytendalög. Engin leið væri fyrir nýjan viðskiptavin að sjá fyrra verð á því iðgjaldi sem honum stóð til boða í tilboði TM þar sem tryggingafélagið birtir ekki verðskrá. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þau ítrekað hafa gagnrýnt tryggingarfélögin fyrir leynd yfir verði og gríðarlega há iðgjöld. Eins og staðan er í dag sé nánast ómögulegt að bera verð mismunandi tryggingarfélaga saman. „Það er ljóst að það er greinilega lag til lækkunar fyrst að menn geta boðið á einhverju dagstilboði svona góðan afslátt,“ segir Runólfur. „Svo auðvitað skýtur það skökku við að neytendur viti í rauninni ekkert hvað þeir eru að bjóða því þeir hafa ekki upplýsingar um verðið sem í boði er fyrir því það er allt saman persónubundið,“ segir Runólfur en hann segir einnig athyglisvert að þeir sem voru þegar viðskiptavinir hjá fyrirtækinu áttu þess ekki kost að nýta sér tilboðið. Hann furðar sig enn fremur á því að tryggingarfélög bjóði upp á skyndiafslátt líkt og hver önnur verslun. „Vátryggingar eru ekki skyndivara heldur eru þær eitthvað sem menn þurfa að gefa sér tíma til að liggja yfir og kynna sér skilmála og svo framvegis. Þannig við teljum bara eðlilegt að þetta sé skoðað af þar til bærum yfirvöldum hér á landi,“ segir Runólfur. Forstjóri TM var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni síðastliðinn mánudag þar sem hann fór yfir tilboðið. Neytendur Tryggingar Tengdar fréttir FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Tilboðið sem um ræðir var auglýst í tengslum við tilboðsdaginn Cyber Monday, eða stafrænan mánudag. Í tilboðinu fólst 30 prósent afsláttur af tryggingum þennan eina dag og gilti aðeins fyrir viðskiptavini annarra tryggingarfélaga Matthildur Sveinsdóttir, sviðstjóri á neytendaréttarsviði Neytendastofu, segir þau hafa fengið nokkrar tilkynningar um tilboð TM þennan umrædda dag, til að mynda frá neytendum, sem og Neytendasamtökunum. „Við höfum ekki áður fengið kvartanir eða ábendingar út af tryggingafélögum en við höfum svo sem fengið ýmsar ábendingar út af tilboðum á þessum dögum. Þannig þetta er bara til skoðunar hjá okkur, hvort það sé tilefni til einhverra frekari aðgerða,“ segir Matthildur. Hún bendir á að samkvæmt lögum beri fyrirtækjum að sýna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Það er jafnframt skylda að kynna fyrir neytendum bæði fyrra verðið og afsláttinn, eða fyrra verðið og tilboðsverðið, svo að neytendur geti með góðum hætti áttað sig á því hversu mikil verðlækkunin er,“ segir Matthildur. TM bauð nýjum viðskiptavinum upp á 30 prósent afslátt af tryggingum síðastliðinn mánudag.Mynd/Facebook Greinilega lag til lækkunar Félag íslenskra bifreiðareigenda sendi einnig erindi á Neytendastofu vegna málsins í gær en þau telja tilboðið á skjön við neytendalög. Engin leið væri fyrir nýjan viðskiptavin að sjá fyrra verð á því iðgjaldi sem honum stóð til boða í tilboði TM þar sem tryggingafélagið birtir ekki verðskrá. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þau ítrekað hafa gagnrýnt tryggingarfélögin fyrir leynd yfir verði og gríðarlega há iðgjöld. Eins og staðan er í dag sé nánast ómögulegt að bera verð mismunandi tryggingarfélaga saman. „Það er ljóst að það er greinilega lag til lækkunar fyrst að menn geta boðið á einhverju dagstilboði svona góðan afslátt,“ segir Runólfur. „Svo auðvitað skýtur það skökku við að neytendur viti í rauninni ekkert hvað þeir eru að bjóða því þeir hafa ekki upplýsingar um verðið sem í boði er fyrir því það er allt saman persónubundið,“ segir Runólfur en hann segir einnig athyglisvert að þeir sem voru þegar viðskiptavinir hjá fyrirtækinu áttu þess ekki kost að nýta sér tilboðið. Hann furðar sig enn fremur á því að tryggingarfélög bjóði upp á skyndiafslátt líkt og hver önnur verslun. „Vátryggingar eru ekki skyndivara heldur eru þær eitthvað sem menn þurfa að gefa sér tíma til að liggja yfir og kynna sér skilmála og svo framvegis. Þannig við teljum bara eðlilegt að þetta sé skoðað af þar til bærum yfirvöldum hér á landi,“ segir Runólfur. Forstjóri TM var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni síðastliðinn mánudag þar sem hann fór yfir tilboðið.
Neytendur Tryggingar Tengdar fréttir FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45